Hvannadalshnúkur

Hvannadalshnúkur

Erfiðleikastig
Erfið
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Hvað er innifalið
Leiðsögn sérmenntaðs leiðsögumanns og allur nauðsynlegur búnaður til jöklaferða

Brottfarir
Alla þriðjudaga og föstudaga 1. apríl til 15. júní, aðra daga samkv samkomulagi

Lengd ferðar
10-15 klst. ganga

Upphafsstaður
Skáli Íslenskra fjallaleiðsögumanna við þjónustumiðstöðina í Skaftafelli

Hópastærð
Lágmark tveir þátttakendur og hámark 6 í línu

Athugið
Frekari upplýsingar á fyrirspurn@fjallaleidsogumenn.is

Hvannadalshnjúkur er hæsti tindur landsins og vinsæl áskorun fyrir þá sem eru komnir af stað í gönguferðum og fjallgöngum. Af þessum ástæðum hefur ferð okkar á Hvanndalshnjúk verið vinsælasta ferð Íslenskra Fjallaleiðsögumanna hjá Íslendingum frá því að fyrirtækið byrjaði að leiðsegja á Hnjúkinn 1994.

Hvannadalshnjúkur býður upp á einstakt útsýni í allar áttir. Sjá má yfir endalausar fannbreiður Vatnajökuls, svarta strandlengju Skeiðarársands, hrikalega Hrútsfjallstinda og bratta skriðjökla Öræfajökuls. Þetta samspil stórbrotinnar náttúru og gefandi útivistar dregur Íslendinga sem og erlenda ferðamenn að Hvannadalshnjúki, hátindi Öræfajökuls, ár hvert.

Ganga á Hvannadalshnjúk reynir á úthald og viljastyrk gesta okkar, en í fylgd reyndra jöklaleiðsögumanna er ekki þörf á neinni sérhæfðri kunnáttu. Í ferðum okkar á Hvannadalshnjúk miðum við við hámark 6 gesti á hvern jöklaleiðsögumann við bestu aðstæður. Þegar líða tekur á sumarið og sprungur opnast meira lækkum við hlutfallið eftir aðstæðum.

Reglulegar brottfarir eru á þriðjudögum og föstudögum en við bjóðum einnig upp á sérferðir fyrir hópa á laugardögum.

Fyrir frekari upplýsingar, hópaverð og bókanir sendið tölvupóst á fyrirspurn@fjallaleidsogumenn.is 

Lágmarks aldur: 16 ára

Departures

Loading...

Verð frá:

46900 kr

Framboð ferðar:

 • JAN
 • FEB
 • MAR
 • APR
 • MAÍ
 • JÚN
 • JÚL
 • ÁUG
 • SEP
 • OKT
 • NÓV
 • DES

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Subscribe to our mailing list

* indicates required
You may also like to receive:

Hafa samband