Ferðir á framandi slóðir

Íslenskir Fjallaleiðsögumenn hafa lengi skipulagt vel heppnaðar utanlandsferðir. Áfangastaðirnir hafa oftar en ekki verið framandi og áhersla lögð á útivist, holla hreyfingu og fjallamennsku. Hér fyrir neðan er spennandi úrval utanlandsferða sem við hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum erum verulega stolt af að bjóða ferðaglöðum Íslendingum

Kilimanjaro og Merufjall

Í febrúar 2018 stefna Íslenskir Fjallaleiðsögumenn til Afríku. Nú verður ekki eingöngu tekist á við hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro (5895) heldur ætlum við okkur líka að ganga á Merufjall (4566), sem er ekki síður tilkomumikið og tryggir góða hæðaraðlögun fyrir hátindinn

Verð frá:
539.000 kr.

Vor

Skíðað í Pýreneafjöllunum - IMG292

Frábær fjallaskíðaferð í Pýrenafjöllin á Spáni.

Verð frá:
149.000 kr kr.

Vor Sumar Haust

Ævintýri í Assynt - Gönguferð um skosk heiðalönd - WS2018

7 daga lúxus gönguferð í Skotlandi með Wilderness Scotland, einu fremsta ævintýraferðafyrirtæki þar í landi.

Verð frá:
182.900 kr.

Frakkland - Tour du Mont Blanc - IMG1124

Eina frægasta gönguleið í heimi! Stórbrotin ganga í kring um Mont Blanc fjallgarðinn - Frakkland, Ítalía og Sviss

Verð frá:
250.000 kr kr.

Haust

Marokkó - Toubkal - IMG1123

Stórkostleg ferð um Toubkal Þjóðgarðinn þar sem gengið er á hæsta tind Norður Afríku, Toubkal

Verð frá:
149.000 kr.

Haust

Nepal - Everest Base Camp - IMG1121

Stórbrotið útsýni til hæstu fjalla jarðar gerir gönguna að einni frægustu gönguleið í heimi. Næsta brottför þann 1. október 2018!

Verð frá:
425.000 kr kr.

Vor

Inca Trail - Páskar 2019 - IMG1126

Ógleymanleg tveggja vikna ferð til Perú og hinnar óviðjafnanlegu borgar Machu Picchu eftir hinni frægu gönguleið Inkastígnum um páskana 2019.

Verð frá:
399.000 kr.

Fjöll, fjara og flest þar á milli í Marokkó

Marokkó er kjörinn áfangastaður til þess að fara með fjölskylduna á vit ævintýra þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Í þessari ferð er ferðast milli fjalls og fjöru þar sem hver dagur býður upp á nýtt ævintýri.

Verð frá:
115.000 kr.

Fjölskylduferð á slóðir Bedúína í Sahara

Íslenskir Fjallaleiðsögumenn bjóða upp á einstæða ferð inn í Sahara þar sem ferðalangar fá innsýn inn í landslag, gróðurfar og dýralíf jafnt sem menningu og sögu svæðisins.

Verð frá:
90.000 kr.

Haust

Fjallahjólaferð um Nepal

Íslenskir Fjallaleiðsögumenn bjóða upp á 10 daga fjallahjólaferð um Nepal í samvinnu við Himalyan Singletracks, eitt fremsta hjólaferðafyrirtæki í Nepal. Tilvalið fyrir hópa - hafið samband!

Verð frá:
240.000 kr.

Aconcagua - IMG1122

Aconcagua er hæsta fjall Suður Ameríku, 6.962 m hátt og er fjallið næsthæst þeirra 7 tinda sem eru hæstu fjöll sinna heimsálfa. Nafnið er úr indjána mállýsku og má þýða sem „Hvíti útvörðurinn“.

Verð frá:
950.000 kr kr.

Elbrus - Hátindur Evrópu - IMG1119

Hæsta fjall Evrópu er ekki tæknilega erfitt og ef þig langar að standa á toppi Elbrus er það raunhæfur möguleiki

Verð frá:
355.000 kr kr.