Eyjafjallajökull

Mynd © Arnaldur Halldórsson

Eyjafjallajökull

Hæfilega krefjandi en tæknilega auðveld fjallganga með stórkostlegu útsýni

Verð frá
29900 kr.

Erfiðleikastig
Miðlungs, Krefjandi

 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Ferðaflokkur
Fjallganga

Hvað er innifalið
Leiðsögn og allur nauðsynlegur jöklabúnaður

Þú útvegar
Hlýjan fatnað, næringu og drykkjarföng

Lengd ferðar
10 klst.

Upphafsstaður
Við Seljavelli

Hópastærð
Lágmark 3 og hámark 8 í línu

Athugið
Vinsamlegast verið mætt á Seljavelli tímanlega fyrir brottför klukkan 8:00.

Eyjafjallajökull er tilvalin dagsferð frá Reykjavík og hentar vel sem undirbúningur fyrir þá sem hyggjast klífa Hvannadalshnúk síðar. Gengið er frá Seljavöllum upp Lambafellsheiði og beina leið upp á Hámund, sem gnæfir yfir ísfyllta öskjuna á þessu mikilfenglega eldfjalli. Í góðu veðri er stórkostlegt útsýni yfir Mýrdalsjökul, Tindfjallajökul, Laugaveginn norður í Torfajökulssvæðinu, að ógleymdri suðurströndinni og Vestmannaeyjum.

Leiðin er nokkuð jafnbrött, um með samtals hækkun upp á tæpa 1600 metra og vegalengdin aðra leið um 8 km. Gangan upp á topp tekur 5-7 tíma og niðurferðin 2-3 klukkustundir. Dagurinn krefst því þokkalegs líkamlegs ásigkomulags en ekki er þörf á neinni tæknilegri kunnáttu. Þegar komið er inn fyrir jökulbrúnina verður gengið í línu og á broddum og munu leiðsögumenn fara vel yfir það þegar að því kemur.

Athugið að lágmarksfjöldi í brottför er 3. Vinsamlegast hafið samband við [email protected] til að bóka sérferðir.

Lágmarks aldur: 16

Búnaðarlisti

Skyldubúnaður

 • Bakpoki 30-45L
 • Vatns og vindheldur öndunarfatnaður, buxur og jakki
 • Sterkir gönguskór (hægt að leigja af ÍFLM)
 • Legghlífar
 • Síðerma bolur úr ull eða gerviefnum
 • Göngubuxur eða fleece buxur
 • Ullarsokkar / göngusokkar
 • Góð sólgleraugu cat. 3-4
 • Sólarvörn / fyrir andlit og varir (SPF 30 eða meira)
 • Hlý peysa (ull eða fleece)
 • Auka peysa til að nota í pásum og á köldum dögum (eða léttur dún / fiber jakki
 • Húfa og vettlingar (þunna og þykka)
 • Nesti (2-6 samlokur og súkkulaði og annað nasl)
 • Vatn (allt að 3L, leitið ráða hjá leiðsögumanni fyrir ferð)
 • Myndavél
 • Göngustafi (stillanlega skíðastafi)

Snemma á vorin (apríl, maí) er nauðsynlegt að vera með hlýrri föt og ekki úr vegi að hafa einnig skíðagleraugu og vindeldar lúffur/vettlinga með í för.

Frekari upplýsingar:

Fatnaður:

Besta leiðin til að vera vel undirbúinn fyrir langar fjallgöngur er að klæða sig í lögum. Þannig er hægt að fara úr í miklum hita eða auka við fatnað eftir því sem ofar dregur og kólnar.

Það er mjög mikilvægt að klæðast fatnaði næst húðinni sem ekki dregur í sig raka. Ull og ýmis gervi efni eru mjög góð. Bómull er alger bannvara á fjöllum! Útivistarverslanir hafa mikið framboð af góðum innanundirfatnaði og geta gefið góð ráð um val á honum. Þunnir langerma bolir gefa besta vörn á sólar dögum!

Matur og drykkur:

Á meðan á fjallgöngunni stendur er stoppað nokkrum sinnum í lengri og skemmri tíma til að nærast og drekka. Mjög gott er að hafa nesti sem samanstendur af sælgæti, t.d. súkkulaði, sem borða má í stuttum pásum og samlokum sem gefa langtíma orku og borða má í lengri hléum.

Það er sjaldgæft að göngumenn nái ekki toppnum vegna þreytu. Þegar slíkt kemur fyrir er það venjulega vegna vöðvakrampa. Vöðvakrampar verða til vegna samblands áreynslu, vökva- og steinefnaskorts. Besta leiðin til að koma í veg fyrir krampa er að drekka mikið af vökva.

Hægt er að blanda ýmiskonar orkudrykkjum út í vatn til að bæta upp steinefna- og orkuskort. Best er að velja orkudrykki sem hafa mikið af steinefnum en ekki eingöngu kolvetni. Styrkur blöndunnar ætti að vera um ½ af því sem framleiðandi mælir með. Vatnið ætti að bera þannig að hægt sé að ná í það á göngu og ekki þurfi alltaf að taka af sér bakpokann til að drekka.

Góður kolvetnaríkur morgunmatur hjálpar til [múslí, brauð, o.þ.h.] og ekki er verra að drekka mikið áður en lagt er af stað. Kaffidrykkju ætti þó að stilla í hóf þar sem hún leiðir til frekara vökvataps.

Drekka, drekka,og drekka svo meira!

Bóka ferð

Ferðina er hægt að bóka fyrir einstaklinga og hópa, vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.