Íslenskir Fjallaleiðsögumenn

1994 stofnuðu fjórir ungir fjalla- og leiðsögumenn fyrirtækið Íslenska Fjallaleiðsögumenn.
Markmið þeirra frá upphafi var að fara ótroðnar slóðir með innlenda sem erlenda ferðamenn, opna augu fólks fyrir fjallaferðum, stuðla að verndun viðkvæmrar náttúru norðurslóða og að auka gæði og fagmennsku í leiðsögn. Trúir þessum markmiðum, hafa Íslenskir Fjallaleiðsögumenn staðið í farabroddi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja í þróun nýrra ferða, umhverfismálum, menntun starfsmanna og öryggismálum.

Sem þjónustufyrirtæki leggja Íslenskir Fjallaleiðsögumenn áherslu á breidd í ferðum, allt frá auðveldum dagsferðum og lengri gönguferðum til erfiðra heimskautaleiðangra, með mottóið - ævintýri fyrir alla - að leiðarljósi.

Starfsfólk á skrifstofu og leiðsögumenn

Ívar Finnbogason

Ívar Finnbogason

Ívar er einn af reyndustu leiðsögumönnum landsins og hefur farið yfir 70 sinnum á Hnúkinn frá öllum áttum, á fjallaskíðum, gangandi, á snjóþrúgum og gönguskíðum og á enn hraðametið á Hnúkinn. Hann hefur leiðsagt fjölda fjallaskíðaferða á Tröllaksagunum og víðar, unnið á Grænlandi, Mt.Blanc, Elbrus, Kilimanjaro og á Suðurskautinu auk þess að vera einn af virtustu kennurum í menntun íslenskra leiðsögumanna í jökla- og fjallaleiðsögn. 

Scott Hillen

Scott Hillen

Scott kemur frá Skotlandi og vann þar fyrir húsgagnaframleiðanda áður en hann flutti til Íslands 2017. Við vorum heppin að fá hann til liðs við okkur því inn á hans borð koma fá vandamál sem hann finnur ekki lausn á. Hann stefnir á að ferðast um vesturströnd Kanada einn daginn en er einnig áhugamaður um arkítektúr.

Marco Porta

Marco Porta

Leiðsögumaður

Elín Sigurveig Sigurðardóttir

Elín Sigurveig Sigurðardóttir

Sigrún Sía Benediktsdóttir

Sigrún Sía Benediktsdóttir

Guðný Hilmarsdóttir

Guðný Hilmarsdóttir

Ferðahönnuður

Margrét Blöndal

Margrét Blöndal

Framkvæmd ferða

Elín Lóa Baldursdóttir

Elín Lóa Baldursdóttir

Elín Lóa fæddist á Ísafirði en ólst að mestu upp í Mosfellsbæ. Hún hefur einnig búið í Ecuador, á Kúbu og Hawaii. Hún byrjaði að leiðsegja gönguferðir hjá okkur sumarið 2010 en kom svo til okkar í fullt starf í leiðsögn í apríl 2015. Fyrir Elínu Lóu sameinar leiðsögumannastarfið það sem henni finnst skemmtilegast að gera, vera úti í náttúrunni, vinna á fjöllum og á jöklum, og hitta alls kyns áhugavert fólk. Áður en hún kom til starfa hjá okkur starfaði hún sem skálavörður, landvörður í Öskju og vann á félagsmiðstöð. Hennar helstu áhugamál fyrir utan vinnuna er að ferðast á framandi slóðir, ljósmyndun og tungumál. Eftirlætisstaðirnir hennar á Íslandi eru gamla fjölskylduóðalið í Vonarlandi í Ísafjarðardjúpi og Askja.  

Menntun 

  • Fyrstahjálp í óbyggðum (Wilderness First Responder)

  • Jökla 3 (Level 2 Hard Ice Guide)

  • Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku, Thompson Rivers University og Íþróttaakademía Keilis

  • Leiðsögumannapróf frá Endurmenntun HÍ

  • Fjalla 1 (Mountain Skills Level One)

Matteo Meucci

Matteo Meucci

Leiðsögumaður

Sölvi Signhildar- Úlfsson

Sölvi Signhildar- Úlfsson

Kjörorð Íslenskra Fjallaleiðsögumanna eru „Ástríða og fagmennska“.

Orðspor og ánægðir viðskiptaveinir bera þess vitni að starfsemi fyrirtækisins hefur borið ávöxt. Íslenskir Fjallaleiðsögumenn hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga og sem dæmi má nefna frumkvöðlaverðlaun Icelandair, frumkvöðla-, menntunar- og umhverfisverðulaun SAF, Kuðungin umhverfisverðlaun, Vakinn gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar og fleira.

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.