ÍSLENSKIR FJALLALEIÐSÖGUMENN

1994 stofnuðu fjórir ungir fjalla- og leiðsögumenn fyrirtækið Íslenska Fjallaleiðsögumenn.
Markmið þeirra frá upphafi var að fara ótroðnar slóðir með innlenda sem erlenda ferðamenn, opna augu fólks fyrir fjallaferðum, stuðla að verndun viðkvæmrar náttúru norðurslóða og að auka gæði og fagmennsku í leiðsögn. Trúir þessum markmiðum, hafa Íslenskir Fjallaleiðsögumenn staðið í farabroddi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja í þróun nýrra ferða, umhverfismálum, menntun starfsmanna og öryggismálum.

Sem þjónustufyrirtæki leggja Íslenskir Fjallaleiðsögumenn áherslu á breidd í ferðum, allt frá hreyfihópum, utanlandsferðaauðveldra dagsferða til erfiðra heimskautaleiðangra, með mottóið -
ævintýri fyrir alla - að leiðarljósi.

Íslenskir Fjallaleiðsögumenn hafa áralanga reynslu af skipulagningu ferða fyrir innlendar og erlendar ferðaskrifstofur, sem með því njóta yfirburða þekkingar og reynslu Fjallaleiðsögumanna á útivist í óspilltri náttúru landsins. Þegar um slíkt samstarf er að ræða eru ferðirnar farnar í nafni viðkomandi ferðaskrifstofa en ekki Íslenskra Fjallaleiðsögumanna. Með þessu móti þjónusta Íslenskir Fjallaleiðsögumenn ferðaskrifstofur í fimmtán löndum með góðum árangri.

Kjörorð Íslenskra Fjallaleiðsögumanna eru „Ástríða og fagmennska“.

Orðspor og fjöldi ánægðra viðskiptavina bera þess vitni að starfsemi fyrirtækisins hefur borið ávöxt og árið 2006 hlautu Íslenskir Fjallaleiðsögumenn Frumkvöðlaverðlaun Icelandair sem þá voru veitt í fyrsta skipti.