Ávísun á Ævintýri

Mynd © Björgvin Hilmarsson

Gjafabréf - Ávísun á Ævintýri

Gefðu ógleymanlega upplifun! Íslenskir Fjallaleiðsögumenn, Arcanum, Reykjavík Excursions, Dive.is og The Lava Tunnel hafa sameinað krafta sína og bjóða nú upp á Ávísun á Upplifun að eigin vali! Handhafi getur valið milli sex ævintýraferða. Einnig bjóðum við upp á gjafabréf fyrir fasta upphæð sem gildir sem inneign í allar okkar ferðir.

Ávísun á Ævintýri

11.900kr og handhafi getur valið á milli eftirfarandi ævintýraferða.

Allt að 37% afsláttur af heildarverðmæti ferðar.

SNORKL Í SILFRU

Allir geta snorklað í Silfru

Njóttu þess að fljóta um í tærasta vatni í heimi og fljóta á milli tveggja heimsálfa! Snorkl ævintýri í Silfru á Þingvöllum er ógleymanlega stund þar sem þú upplifir leyndardóma undir yfirborðinu. Þú flýtur um á yfirborðinu í þurrgalla þannig að þú ert þurr og þér er hlýtt. Engin réttindi þarf til að snorkla!
Þessi ferð með DIVE.IS var valin besta snorkl upplifun og fjórða besta upplifun í heimi á TripAdvisor árið 2019.

Fullt verð 18990 kr

FJÓRHJÓLAFERÐ UM SÓLHEIMASAND AÐ DC3 FLUGVÉLAFLAKINU

Fjórhjólaferð í ævintýralegu landslagi

Þessi frábæra fjórhjólaferð um stórbrotið landslag Sólheimasands er tilvalin fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Ferðin er því tilvalin afþreying fyrir alla fjölskylduna. Ekið er eftir strandlínunni með stórbrotið útsýni yfir sjóinn, Dyrhólaey og Mýrdalsjökul í fjarska. Í lokinn er stoppað hjá hinu fræga DC3 flugvélaflaki.

Fullt verð 14990 kr

HÁLENDISPASSINN FRÁ REYKJAVÍK

Frelsi til að ráða eigin för um vinsælustu gönguleiðir landsins

Hálendispassinn er frábær valkostur fyrir sjálfstæða ferðalanginn og fullkomin leið til að kynnast tveimur af vinsælustu gönguleiðum Íslands, Laugaveginum og Fimmvörðuhálsi. Þú kaupir einfaldlega einn hálendispassa og færð far frá Reykjavík að upphafi gönguleiðarinnar og aftur til Reykjavíkur þaðan sem gangan endar.

Fullt verð 14599 kr

JÖKLAGANGA OG ÍSHELLAFERÐ Á FALLJÖKLI

Framandi veröld skriðjökla á Íslandi

Upplifðu töfraheim íslensku skriðjöklanna í þessari frábæru dagsferð frá Skaftafelli. Farið er á Falljökul þar sem gengið er um framandi landslag sem einkennist af djúpum sprungum og háum jökulhryggjum. Að lokum er farið í fallegan íshelli þar sem djúp-bláir litir jökulsins fá að njóta sín.

Fullt verð 14900 kr

KAYAKSIGLING VIÐ JÖKULSPORÐ SÓLHEIMAJÖKULS

Sigldu um stórfenglegt lónið við rætur Sólheimajökuls

Upplifðu einn fjölsóttasta skriðjökul landsins, Sólheimajökul, frá alveg nýju sjónarhorni í þessari einstöku kayaksiglingu. Á lóninu er siglt milli ísjaka og jökullinn skoðaður frá sjónarhornum sem ekki eru aðgengileg á landi. Í ferðinni er notast við svokallaða sit-on-top kayaka, sem auðvelt er að stýra og því er ekki þörf á neinni fyrri reynslu í kayakróðri. Ferðin er því tilvalin fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna og góð afþreying fyrir alla fjölskylduna.

Fullt verð 16700 kr

HELLASKOÐUN Í RAUFARHÓLSHELLI FYRIR 2

Hellaskoðun fyrir alla

Frábær upplifun fyrir alla fjölskylduna en göngubrú og nokkrir göngustígar hafa verið lagðir yfir torfærustu hlutana og hellirinn er því flestum fær. Þessi hluti hellisins hefur verið lýstur upp með einstaklega áhrifamiklum hætti sem kallar fram litbrigði hraunsins og sýnir greinilega þá öflugu eldvirkni sem á sínum tíma mótaði hraunganginn. Athugið, hvert gjafabréf (farþegar) gildir fyrir tvo.

Fullt verð 13800 kr

Bóka ferð

Ávísun á Ævintýri - Allt að 37% afsláttur

Gjafabréf í ferð að eigin vali. Handhafi getur valið milli sex ævintýraferða frá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum, Arcanum, Kynnisferðum, Dive.is og The Lava Tunnel.

Föst upphæð - 20% afsláttur. Endalausir möguleikar

Gefðu inneign sem gildir í hvaða ferð sem er hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum, Arcanum, Kynnisferðum, Dive.is og The Lava Tunnel.

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.