Marokkó með Millu og Krillu

Marokkó með Millu og Krillu

fararstjórar
Emelía og Kristín Jóna

Emelía og Kristín Jóna

fararstjórar

Verð frá
238000 kr.

Erfiðleikastig
Auðveld, Hófleg

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Hvað er innifalið
undirbúningsfundur, íslensk fararstjórn, öll gisting og ferðir í Marokkó, göngur, surf kennsla, úlfaldaferð ofl

Lengd ferðar
9 dagar

Kvennaferð til Marokkó
Langar þig til að kynnast nýjum menningarheim?
Upplifðu dásamlega daga með okkur í ævintýralandinu Marokkó, skemmtilegan félagsskap, góðan mat, surf á stöndinni, úlafaldaferð í sólarlaginu, léttar göngur, jóga og teygjur í lok göngu og bara almenna gleði.

Marokkó er sannkallað ævintýraland og í þessari ferð kynnumst við fjölbreyttum hliðum landsins. Við fljúgum til borgarinnar Marrakech þar sem framandi menning og mannlíf, iðandi markaðir og fallegar byggingar fylla skilningarvitin. Við ferðumst upp í Altasfjöllin, förum í gönguferðir í mögnuðu fjallalandslagi og síðast en ekki síst dveljum við í fallega strandbænum Essaouira þar sem við förum í gönguferðir, kynnumst brimbrettum, úlföldum og menningu Berba. Förum í baðhús (haman), jóga og borðum góðan mat. Gist verður á góðum gistiheimilum og hótelum (Riad) í 2ja manna herbergjum með baði.

Þessi ferð er fyrir allar ævintýraþyrstar hressar konur í sæmilegu formi og við getum lofað frábærum dögum í skemmtilegum félagsskap.

 

Verð: 238.000 kr, miðað við 2 í herbergi.
Flug er ekki innifalið í verði ferðar.

Innifalið:
Íslensk leiðsögn þeirra Emelíu og Kristínar Jónu
Akstur til og frá flugvelli í Marrakech
Gisting í 2ja manna herbergjum með baði, morgunverð og kvöldverð í 2 nætur á hóteli í Marrakech
Gisting í 2ja manna herbergjum með baði og fullu fæði í 2 nætur á gistiheimili í Ait Souka Atlasfjöllunum
Gisting í 2ja manna herbergjum með baði og morgunverð í 4 nætur á hóteli í Essaouira
Allur akstur í Marokkó
Leiðsögn staðarleiðsögumanns í Atlasfjöllunum og Essaouira
Úlfaldaferð, brimbretta kennsla, hádegisverður í heimahúsi í Essaouira, jóga og gönguferðir

Ekki innifalið:
Flug til og frá Marrakech er ekki innifalið, en við getum aðstoðað við val á flugi
Þjórfé til staðarleiðsögumanna
Drykkir og annar matur en sá sem kemur fram í innifalið

Dagskrá

Dagur 1 - Keflavík – Marrakech
Þegar við lendum á flugvellinum í Marrakesh tekur staðarleiðsögumaður á móti okkur. Það er stuttur akstur inn í borgina þar sem við gistum í fallegu hóteli (Riad) innan borgarmúra gamla miðbæjarins (medina).
Kvöldverður á hótelinu er innifalinn.

Dagur 2 -Marrakech- Aït Souka/Imlil
Eftir morgunverð yfirgefum við Marrakesh í bili og ökum sem leið liggur upp í Altasfjöllin, til lítils þorps sem kallast Ait Souka. Ferðin tekum um það bil 2 klst og liggur leiðin um kræklótta fjallavegi í fallegu landslagi. Á leiðinni stoppum við og skoðum samvinnufélag kvenna sem vinna olíu og snyrtivörur úr arganhnetum en argantrén eru einstök fyrir Marokkó.  Þorpið okkar kúrir ásamt mörgum litlum þorpum í fjallshlíðinni í fallegum dal. Fólkið sem byggir þetta svæði kallast Berbar og heyja erfiða lífsbaráttu í 1800 metar hæð yfir sjávarmáli. Yfir ferðamannatímann iða þessi litlu þorp af lífi því héðan liggur gönguleið á hæsta topp Norður Afríku, Toubkal.

Þegar við komum á gistiheimlið fáum við tesopa að hætti Marokkóbúa og hádegisverð. Í eftirmiðdag munum við svo fara í gönguferð um nágrenni þorpsins og gera nokkar góðar jógateygjur fyrir kvöldmat.
Gist verður í 2 nætur 2ja manna herbergjum með baði og er allur matur innifalinn.  

.

Dagur 3 - Ait Souka
Eftir morgunverð förum við í mjög skemmtilega göngu í Toukbal þjóðgarðinum. Við göngum upp að „steini“ sem er helgur staður múslima og kallast Sidi Chamharouch. Á leiðinni fygljum við heimamönnum í pílagrímagöngu en þeir fara upp að „steini“ í von um að fá bænum sínum svarað. Þetta er auðveld dagsganga í mögnuðu landslagi og á leiðinni er margt að sjá. Meðal annars göngum við í gegnum lítið þorp þar sem heimamenn bjóða okkur heim í mintute. Þessi dagur er skemmtilegt ferðalag um menningu og mannlíf Berbana sem byggja Altasfjöllin.
Eftir göngu er að sjálfsögðu jógateygjur og slökun á veröndinni. 

Dagur 4 - Ait Souka - Essaouira
Eftir morgunverð og stutta göngu gegnum þorpin Imlil, sem er stærsta þorpið í dalnum, ökum við til strandbæjarins Essaouira. Ferðin tekum um 4-5 klst með hádegisverðarstoppi. Á leiðinni gætum við, ef við erum heppnar,  séð geitur uppí tré, en geitur á þessum slóðum eiga það til að klifra upp í Aragantrén til að gæða sér á ávöxtum þeirra.  Við komuna til Essaourira förum við á hótelið okkar (Riad) þar sem við munum dvelja í 4 nætur. Tími verður til að rölta um miðbæinn eða kíkja aðeins á ströndina. 
Gist á hóteli í 2ja manna herbergjum með baði. Hádegis- og kvöldverður á eigin vegum.

Dagur 5 -Essaouira
Í dag er ætlunin að fara örlítið út fyrir þægindaramman. Við tökum stefnuna niður á strönd rétt utan við gamla bæinn þar sem við höfum bókað okkur í 2ja tíma brimbrettakennslu. Þetta er mjög hressandi og skemmtileg upplifum fyrir allar, líka þær  sem stefna ekki á frama í brimbrettareið. Eftir þessa upplifun eigum við frjálsan tíma það sem eftir lifir dags.Við getum sólað okkur á ströndinni eða gleymt okkur í spennandi verslunum og kaffihúsum gamla miðbæjarins. Það er heilmikil upplifun að rölta um þröngar göturnar. Hér er allt iðandi af mannlífi,  mörkuðum, kaffihúsum, baðhúsum ofl en hér eru ferðamenn öruggir og þeim vel tekið. Í lok dags getum við átt notalega stund á þakverönd hótelsins.  
Gist á hóteli í 2ja manna herbergjum með baði. Hádegis- og kvöldverður á eigin vegum.

Dagur 6 -Essaouira
Eftir morgunverð ætlum við í skemmtilega dagsferð. Staðaleiðsögumaður mun leiða okkur í göngu um ótrúlega fallegt strandsvæði nálægt Essaouira. Við kíkjum meðal annars á brimbretta þorp þar sem brimbrettafólki alls staðar að úr heiminum koma saman því hér eru öldurnar með þeim stærstu og bestu í heimi til að sörfa. Einnig verður okkur boðið í tesopa hjá Berberfjölskyldu.
Gist á hóteli í 2ja manna herbergjum með baði. Kvöldverður á eigin vegum.

Dagur 7 -Essaouira
Í dag ætlum við að rölta saman um bæinn. Við kíkjum á höfnina, sem er iðandi af lífi (máfum, slori og köttum) því þar selja sjómenn afla sinn og förum í soukið (markaðinn). Eftir hádegi er frjáls tími og er upplagt að skella sér í nudd í einu af skemmtilegu baðhúsunum (haman), gleyma sér í miðbænum eða sóla sig á ströndinni. Í lok dags hittumst við svo til að  klifra á úlfaldabak og ríða inni í sólarlagið.
Gist á hóteli í 2ja manna herbergjum með baði. Kvöldverður á eigin vegum.

Dagur 8 - Essaouira - Marrakech
Eftir morgunverð kveðjum við Essaouira með söknuði og við tekur 2ja tíma akstur til Marrakesh. Marrakesh er sögufræg borg sem stofuð  var 1062 og festi sig fljótt í sessi sem menningar, trúar-og viðskiptamiðstöð fyrir Maghreb og Afríku sunnan Sahara. Við hittum  leiðsögumann sem mun  leiða okkur um völundarhús gamla miðbæjarins og soukið (markaðinn). Hér munu öll okkar skynfæri fá ofskömmtun örvunnar og hér er ótrúlega auðvelt að villast svo við munum halda hópinn.
Við gistum á hóteli (Riad) í 2ja manna herbergjum með baði og er kvöldmatur innifalinn.


Dagur 9 - Marrakech – Keflavík
Ævintýri í Marokkó er á enda og dagurinn fer í flug heim.  Akstur á flugvöllinn. Morgunverður
Bóka ferð

Því miður eru engar bókanlegar brottfarir í boði sem stendur. Vinsamlegast hafið samband til að fá frekari upplýsingar.

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband