Fjallahjólaferð um Nepal

Fjallahjólaferð um Nepal

Fararstjóri
Leifur Örn Svavarsson

Leifur Örn Svavarsson

Fararstjóri

Leifur Örn Svavarsson var einn af stofnendum Íslenskra Fjallaleiðsögumanna 1994 og er enn í dag einn af aðaleigendum fyrirtækisins. Hann hefur farið allar helstu ferðir ÍFLM sumar sem vetur, jafnt innanlands sem utan og er einn reyndasti fjallaleiðsögumaður landsins.

Í maí 2013 varð Leifur Örn fyrsti Íslendingurinn til að komast á topp hæsta fjalls jarðar, Everest, með því að fara upp norðanmegin.

Leifur hefur farsællega stýrt leiðöngrum Íslenskra Fjallaleiðsögumanna á hæstu fjöll margra heimsálfana eins og Elbrus - hæsta fjall Evrópu, Aconcagua- hæsta fjall Suður Ameríku, Denali/Mt. McKinley- hæsta fjall Norður-Ameríku og  Mt. Vinson- hæsta fjall Suðurheimskautslandsins.

Grænland og heimsskautasvæðin eru heimavöllur Leifs.  

Leifur er jarðfræðingur frá Háskóla Íslands með framhaldsmentun í snjóflóðum.  

Leifur hefur stýrt fjallgöngu og jöklaleiðsagnarhluta Íslenskra Fjallaleiðsögumanna og séð um þjálfun jöklaleiðsögumanna sem yfirleiðsögumaður. Leifur hefur verið fararstjóri í fleiri ferðum á Hvannadalshnjúk heldur en tölu verður á komið, auk ferða á Hrútsfjallstinda, Þverártindsegg, Sveinstind og göngu og skíðaferða á aðra hæstu jökla og fjallstinda landsins.
Þrátt fyrir að öðru hverju megi ná Leifi á skrifstofu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna unir hann sér best með ísexi í hönd eða skíði á fótunum.Verð frá
335000 kr.

Erfiðleikastig
Miðlungs

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Hvað er innifalið
gisting og allur matur í Nepal, flug til og frá Pokhara, leiðsögn íslensk og nepalsk hjólaleiðsögumanns, undirbúningsfundur

Lengd ferðar
9 dagar

Hópastærð
hámark 12 hjólarar

Ferðin
Fjallahjólreiðar eru frábær leið til þess að upplifa stórkostlegt landslag og menningu Nepals.  Ferðin er sett upp sem stutt og hnitmiðuð hjólaferð um Annapurna svæði Nepal.  Í byrjun ferðarinnar er flogið er upp í þorpið Jomsom þannig að mun meira er hjólað niður í ferðinni heldur en upp.  Eingöngu er hjólað með létta dagspoka og allur farangur fluttur milli gististaða. 

Upplagt er að framlengja ferðina og taka 1 eða 2 viðbótar hjóladaga í kringum Kathmandu í byrjun eða lok ferðar. 

Ferðin hefst í Kathmandu 
Ferði líkur í Kathmandu 

Verð 335.000 kr, miðað við 2 í herbergi.
Flug til og frá Nepal er ekki innifalið í verði ferðar.

Erfiðleikastig ferðarinnar
Ferðin er ætluð þeim sem hafa einhverja reynslu af fjallahjólreiðum á einstígum.  Hjólað er niður torfæra jeppaslóða og fallega göngustíga.  Mesta hækkun á einum degi er um 1.000 m í byrjun ferðar en flesta dagana er hjólað mun meira niður í móti heldur en upp.

  
Fjallahjólin
Það er vel hægt að fara ferðina á hjólum sem eru eingöngu með framdempara en mælt er með “fulldempandi” fjallahjólum, en það eru hjól með bæði fram- og afturdempara. Hjól með um 120-140 mm fjöðrun henta vel í þetta ferðalag. 

Hægt er að koma með sitt eigið hjól eða leigja fulldempandi Giant Trance 3, 27.5´ fjallahjól. 

Innifalið
Öll gisting og allur matur í Nepal, flug til og frá Jomsom, leiðsögn Nepalsk hjólaleiðsögumanns og í íslensks fararstjóra. Ferðir til og frá flugvelli í Kathmandu. Skoðunarferð um Kathmandu. Undirbúningsfundur fyrir ferð.

Ekki innfalið
Flug til og frá Kathmandu, vegabréfsáritun, ferðatryggingar og þjórfé til heimamanna.

Dagskrá

Dagur 1. Koma til Kathmandu
Akstur frá flugvelli á hótel. Skoðunarferð um nágrenni hótelsins, kvöldverður. Farið yfir ferðatilhögun og prepp á hjólum. Gist í tveggja manna herbergjum á International Guest House, kvöldverður.

Dagur 2. Kathmandu – Pokhara
Flogið til Pokhara fyrir hádegið og eftir að hafa komið okkur fyrir í þessari skemmtilegu borg er haldið í gönguferð upp að Heimsfriðs hofinu þaðan sem Himalajafjöllin blasa við. Gist á Hotel Peace Plaza i tveggja manna herbergjum, morgunverður

Dagur 3. Pokhara – Jomsom – Kagbeni
Vegalengd 14 km – hæð 2800 metrar
Stutt flug til Jomsom þar sem við snæðum morgunverð og gefum okkur tíma til þess að græja hjólin áður en við leggjum í ´ann.  Þægileg leið sem hjálpar til við hæðaraðlögun okkar um það bil 14 km upp í hið ótrúlega fallega tíbeska þorp Kagbeni. Leiðin liggur meðfram ánni Kalikandaki upp í efri hluta Mustang. Gist í tveggja manna herbergjum á Asian Trekking Home tehúsinu, morgunverður, hádegisverður og kvöldverður

Dagur 4. Kagbeni – Muktinath
Vegalengd 18 km – hæð 3760 metrar
Við tökum daginn snemma og njótum morgunverðar við sólarupprás áður en við leggjum af stað en mestur hluti leiðarinnar er upp á við í dag. Við kveðjum Kagbeni og fylgjum stígnum norðanmegin við gljúfrið og áfram á jeppaslóðanum sem liggur upp í Throng skarðið. Við stoppun við Jhong klaustrið og njótum hádegisverðar með stórkostlegt útsýni til fjallanna. Eftir góða hádegispásu höldum við áfram upp á við og ættum að ná til Muktinath í eftirmiðdaginn. Við höfum góðan tíma til þess að skoða okkur um í þessu þorpi þar sem m.a. er að finna 2 heilögustu hof Nepals. Gist í tveggja manna herbergjum í Best Step Inn tehúsinu, morgunverður, hádegisverður og kvöldverður

Dagur 5. Muktinath – Tuckche um Lubra dalinn
Vegalengd 32 km – hæð 2560 metrar
Dagurinn hefst með ótrúlega flottum „downhill“ spretti sem er kærkomið eftir allan uppímóti daginn í gær. Við tökum daginn snemma því að eftir klukkan 11 fara vindar að blása stíft sem gerir hjólun erfiðari. Fyrir hjólara með reynslu er hægt að fara „single track“ leiðir. Þegar komið er niður í dalinn eru 6 km á flötu til Jomson og svo áframhaldandi þægilegir stígar meðfram ánni til Marpha. Ef vindur er mikill getur þetta verið töff en alltaf má stoppa og njóta útsýnisins. Við stoppum í Marpha og fáum okkur hádegismat en Marpha er frægt fyrir eplarækt og sérlegt eplabrandý. Leiðin heldur áfram niður til Tukche sem er heillandi þorp og um að gera að gefa sér tíma til þess að kynna sér ranghala þess. Gist í tveggja manna herbergjum á High Plains Inn tehúsinu, morgunverður, hádegisverður og kvöldverður.

Dagur 6. Tukche – Tatopani
Vegalengd 36 km – hæð 1190 metrar
Annar dagur niðrí móti en við byrjum daginn á rólegum flötum kafla þar sem leiðin liggur um hlíðar dalsins í gegnum furuskóga og þorp. Við fylgjum ánni og njótum útsýnisins til snævikrýndra fjallstindanna. Við fossinn Rukse Chaahara tökum við hádegispásu og seinni hluti dagsins herðir heldur betur á okkur og því við lækkum okkur um 1000 metra á stíg sem bæði er bugðóttur, grýttur og með spennandi brekkum. Við komuna til Tatopani sem er frægt fyrir heitar uppsprettur sínar er upplagt að skella sér í hverabað og jafnvel að fá sér nudd. Gist í tveggja manna herbergjum á Hotel Himalayan tehúsinu, morgunverður, hádegisverður og kvöldverður

Dagur 7. Tatopani – Beni – Pokhara
Vegalengd 22 km
Í dag höldum við til Pokhara og leiðin liggur eftir jeppaslóða sem er að mestu leyti á flatlendi en með einstaka brekkum, bæði upp og niður. Frá Beni fáum við skutl til Pokhara en alhörðustu hjólarar geta hjólað frá Naudhada. Gist í tveggja manna herbergjum á Hotel Peace Plaza, morgunverður, hádegisverður og kvöldverður

Dagur 8. Pokhara – Kathmandu
Flogið frá  Pokhara til Katmandu og hægt að nota daginn til þess að skoða sig betur um í þessari heillandi borg. Gist í tveggja manna herbergjum á International Guest House. morgunverður og kvöldverður

Dagur 9. Heimferð
Akstur á flugvöllinn og ferðin heim hefst, morgunverður

 

Tryggingar - World Nomads

Öll vitum við að slys gera ekki boð á undan sér og ef að þau henda á ferðalagi er mikilvægt að haf örugga tryggingu. Flest erum við með ferðatryggingar af einhverju tagi ýmist í kortum eða inni í heimilistrygginunum okkar. Oft duga þessar tryggingar en við mælum með því að þú kynnir þér nákvæmlega hvaða bóta/aðstoðar þínar tryggingar ná til. Ef ferðast er í hæð má vera að þú þurfir að fá þér auka tryggingu. Við höfum góða reynslu af viðskiptum við World Nomads sem eru sérhæfð í tryggingum fyrir ferðalanga af öllu tagi. Við hjá Fjallaleiðsögumönnum höfum góða reynslu af þeim.

Bóka ferð

Því miður eru engar bókanlegar brottfarir í boði sem stendur. Vinsamlegast hafið samband til að fá frekari upplýsingar.

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband