Fjallahjólaferð um Nepal

Erfiðleikastig:

AUÐVELT

ERFITT

Verð frá:  

Fullorðinn: 240000

 • JAN
 • FEB
 • MAR
 • APR
 • MAY
 • JUN
 • JUL
 • AUG
 • SEP
 • OCT
 • NOV
 • DEC

Lengd: 10 dagar

Hópastærð: Verð miðast við 6 hjólara

Athugið: Þessi ferð er í boði fyrir hópa sem vilja fara án íslensks fararstjóra

 • Lýsing ferðar

  Íslenskir Fjallaleiðsögumenn bjóða upp á 10 daga fjallahjólaferð um Nepal í samvinnu við Himalyan Singletracks, eitt fremsta hjólaferðafyrirtæki í Nepal. Fyrsti hjóladagur er í Kathmandu dalnum og svo er flogið upp í þorpið Jomsom og hjólaður austari hluti Annapurna gönguleiðarinnar. Eingöngu er hjólað með létta dagpoka og allur farangur fluttur milli gististaða. Fjallahjólreiðar eru frábær leið til þess að upplifa stórkostlegt landslag og menningu Nepals.

  Erfiðleikastig ferðarinnar
  Ferðin er ætluð þeim sem hafa reynslu af fjallahjólreiðum á einstígum. Hjólað er um bratta torfæra jeppaslóða og fallega göngustíga. Lengsta dagleiðin er fyrsta daginn þegar farið er um Kathmandu dalinn en annars er að jafnaði hjólað um 4-6 klst á dag. Mesta hækkun á einum degi er um 1.000 m en flesta dagana er hjólað mun meira niður í móti heldur en upp.  

  Fjallahjólin
  Það er vel hægt að fara ferðina á hjólum sem eru eingöngu með framdempara en mælt er með “fulldempandi” fjallahjólum, en það eru hjól með bæði fram- og afturdempara. Hjól með um 120-130 mm fjöðrun henta vel í þetta ferðalag en þegar farið er niður grófustu jeppaslóðana þá væri fínt að vera með lengri fjöðrun.  

  Hægt er að koma með sitt eigið hjól eða leigja fulldempandi Giant Trance 3, 27.5´ fjallahjól.  Fyrir þá sem koma með sín eigin hjól er flutningur á hjólunum í ferðinni oft áhygguefni, en reynt er eftir megni að vernda hjólin fyrir hnjaski. Fyrsta hjóladaginn eru hjólin flutt á toppgrind ofan á jeppum eða smárútu og þykkar dýnur hafðar á milli þeirra. Frá Kathmandu til Jomsom og í bakaleiðinni frá Pokhara til Kathmandu þá eru hjólin flutt með bíl í hjólatöskunum.


  Dagsetning: að eigin vali

  Verð: 240.000 kr, miðast við 6 hjólara og er án flugs

  Innifalið í verði: 

  • Staðarleiðsögumaður í Nepal
  • 4 nætur hótelgisting í tveggja manna herbergjum með sér baði
  • 5 nætur gisting á tehúsum, í tveggja manna herbergjum með sameiginlegu baði
  • Flug frá Kathmandu – Pokhara – Kathmandu 
  • Flug frá Pokhara til Jomson 
  • Öll leifisgjöld fyrir þjóðgarða og Annapurnahringinn
  • Flutningur á farangri milli gististaða
  • Flutningur á hjólum frá Kathmandu til Jomsom og Pokhara til Kathmandu
  • allur matur eins og fram kemur í leiðarlýsingu
  • allur akstur eins og fram kemur í leiðarlýsingu

   

  Ekki innifalið í verði:

  • Flug til og frá Nepal
  • Visa inn í Nepal
  • Eigin búnaður s.s. hjól
  • Ferða-, slysa- og farangurstrygging
  • þjórfé til leiðsögumanns
  • 1 kvöldverður í Kathmandu og 2 kvöldverðir í Pokhara
  • Allir drykkir
  • önnur þjónusta en fram kemur að ofan

 • Dagskrá ferðar

  Dagur 1. Koma til Kathmandu
  Staðarleiðsögumaðurinn tekur á móti hópnum á flugvellinum. Akstur frá flugvelli á hótel. Skoðunarferð um áhugaverða staði í nágrenni hótelsins. Farið yfir ferðatilhögun og prepp á hjólum. Gist í tveggja manna herbergjum á International Guest House, skemmtilegu hóteli sem er vel staðsett í miðri Thamel.  
  http://www.ighouse.com  Sameiginlegur kvöldverður

  Dagur 2. Kathmandu dalurinn
  Kathmandu dalurinn býður upp á fjölda skemmtilegra hjólaleiða og auðvelt er að aðlaga dagsferðina að þörfum hvers hóps. Hér er miðað við ferð í gegnum Shivapurni þjóðgarðinn, sem er ein mest krefjandi hjólaleiðin á svæðinu.  Í björtu veðri er þar ótrúleg fjallasýn og flott útsýni yfir Kathmandu borgina. 9 km af „single track“ í gegnum þéttann frumskóginum er líklega hápúnktur dagsins. Hjólaleiðin er 37 km með mun meiri lækkun heldur en hækkun. Ætla má 6-7 klukkustunda hjóladag.

  Dagurinn hefst með akstri upp til Kakani. Til þess að hafa næga orku í hjólreiðarnar þá fáum við okkur “brunch” í þessu litla þorpi og njótum útsýnisins til Himalajafjallanna áður en við hjólum af stað inn í þjóðgarðinn. Fyrsti hlutinn er erfiður og brattur og gæti kallað á að við teymum hjólin, en um leið og við komum inn í frumskóginn, stígurinn þrengist og það fer að halla undan fæti verða hlutirnir spennandi og næsta klukkutímann eða svo verður eingöngu skemmtileg hjólun, niður í móti eftir einstígum. Síðan tekur við fjölbreyttari hjólun og ef heppnin er með okkur getum við séð dádýrum bregða fyrir á stígnum, öpum eða öðrum dýrum.

  Við borðum síðbúnn hádegisverð á þjóðgarsmörkunum og hjólum svo bratta vegi niður í Kathmandudalinn og í gegnum borgina.  

  Sem sagt brjálaður dagur! Gist á sama hóteli, morgunverður, “brunch” og hádegisverður. 

  Dagur 3. Kathmandu – Pokhara
  Flogið til Pokhara fyrir hádegið og eftir að hafa komið okkur fyrir í þessari skemmtilegu borg er haldið í gönguferð upp að Heimsfriðar hofinu þaðan sem Himalajafjöllin blasa við. Gist í tveggja manna herbergjum á Hotel Peace Plaza, sem er vel staðsett á aðalgötunni ofan við stöðuvatnið, morgunverður og hádegisverður

  Dagur 4. Pokhara – Jomsom – Kagbeni
  Vegalengd 14 km – hæð 2800 metrar
  Stutt flug til Jomsom, flogið er milli 8.000 m risana Annapurna og Daulageri og útsýnið gríðarlega fallegt. Við komuna snæðum við morgunverð og gefum okkur tíma til þess að græja hjólin áður en við leggjum í´ann. Þægileg leið eftir malarvegum og áreyrum sem hjálpar til við hæðaraðlögun okkar um það bil 14 km upp í hið ótrúlega fallega tíbeska þorp Kagbeni. Leiðin liggur meðfram ánni Kalikandaki upp að mörkum „efri hluta Mustang“ héraðsins. Mögulegt að taka smá aukakrók og fara á hengibrú yfir Kalikandaki ánna og upp að þorpinu Phallyak. Gist í tveggja manna herbergjum á Asian Trekking Home tehúsinu, morgunverður, hádegisverður og kvöldverður

  Dagur 5. Kagbeni – Muktinath
  Vegalengd 18 km – hæð 3760 metrar
  Við tökum daginn snemma og njótum morgunverðar við sólarupprás áður en við leggjum af stað en mestur hluti leiðarinnar er upp á við í dag. Við kveðjum Kagbeni og fylgjum stígnum norðanmegin við gljúfrið, en stærsti hluti dagsins er á malarvegi sem liggur upp í Throng skarðið. Við stoppun við Jhong klaustrið og njótum hádegisverðar með stórkostlegt útsýni til fjallanna. Eftir góða hádegispásu höldum við áfram upp á við og ættum að ná til Muktinath í eftirmiðdaginn. Við höfum góðan tíma til þess að skoða okkur um í þessu þorpi þar sem m.a. er að finna 2 heilögustu hof Nepals. Gist í tveggja manna herbergjum í Best Step Inn tehúsinu, morgunverður, hádegisverður og kvöldverður

  Dagur 6. Muktinath – Tuckche um Lubra dalinn
  Vegalengd 32 km – hæð 2560 metrar
  Efitir allt klifrið á malarvegum gærdagsins þá er kærkomið að fá alla þessa lækkun á einstigum í dag. Við tökum daginn snemma því að eftir klukkan 11 fara vindar að blása stíft sem gerir hjólun erfiðari. Þrátt fyrir að dagurinn sé að mestu niður í móti þá hefst hann á hækkun eftir einstígum gömlu Annapurna gönguleiðarinnar upp í Lubra skarðið 3.808 m hátt með sínu ótrúlega flotta útsýni. Þaðan er gríðarlega skemmtilegt einstigi niður í Lubra dalinn 1.000 m neðar. Þegar komið er niður í dalinn eru 6 km á flatlendi til Jomson og svo áframhaldandi þægilegir stígar með fram ánni til Marpha. Ef vindur er mikill getur þetta verið töff en alltaf má stoppa, hvíla sig og njóta útsýnisins. Við stoppum í Marpha og fáum okkur hádegismat en Marpha er frægt fyrir eplarækt og sérlegt eplabrandý. Ferðin heldur áfram niður til Tukche sem er heillandi þorp og um að gera að gefa sér tíma til þess að kynna sér ranghala þess. Gist í tveggja manna herbergjum á High Plains Inn tehúsinu, morgunverður, hádegisverður og kvöldverður

  Dagur 7. Tukche – Tatopani 
  Vegalengd 36 km – hæð 1190 metrar
  Annar dagur niðrí móti, en við byrjum daginn á rólegum flötum kafla þar sem leiðin liggur um hlíðar dalsins í gegnum furuskóga og þorp. Við fylgjum ánni, förum eftir göngustígunum þar sem þeir eru hjólanlegir og njótum útsýnisins til snævikrýndra fjallstindanna. Við fossinn Rukse Chaahara tökum við hádegispásu og seinni hluti dagsins herðir heldur betur á okkur því við lækkum okkur um 1000 metra, mest eftir stórbrotnum, torfæum jeppaslóða sem sumstaðar er höggvin inn í bergið í dýpsta dal jarðarinnar sem endar nánast í gljúfri milli 8.000 metra risanna sem rísa til hvorrar handar. Við komuna til Tatopani sem er frægt fyrir heitar uppsprettur sínar er upplagt að skella sér í hverabað og jafnvel að fá sér nudd. Gist í tveggja manna herbergjum á Hotel Himalayan tehúsinu, morgunverður, hádegisverður og kvöldverður

  Dagur 8. Tatopani – Beni – Pokhara
  Vegalengd 22 km 
  Í dag höldum við til Pokhara og leiðin liggur eftir jeppaslóða sem er að mestu leyti á flatlendi en með einstaka brekkum, bæði upp og niður. Frá Beni fáum við skutl til Pokhara en alhörðustu hjólarar geta hjólað frá Naudhada. Gist í tveggja manna herbergjum á Hotel Peace Plaza, morgunverður, hádegisverður

  Dagur 9. Pokhara – Kathmandu 
  Flogið frá  Pokhara til Katmandu og hægt að nota daginn til þess að skoða sig betur um í þessari heillandi borg. Gist í tveggja manna herbergjum á International Guest House. Morgunverður og sameiginlegur kvöldverður

  Dagur 10. Heimferð
  Akstur á flugvöllinn og ferðin heim hefst, morgunverður

Vinsamlegast hafið samband við okkur fyrir frekari upplýsingar um brottfarir í boði.