Það er enginn skortur á fallegum fjöllum sem gaman er að ganga á. Íslenskir Fjallaleiðsögumenn bjóða upp á vandaða farastjórn með faglærðum fararstjórum. Við höfum áralanga reynslu af leiðsögn með hópa á fjöll og jökkla. Til gamans má geta að Íslenskir Fjallaleiðsögumenn voru fyrstir til þess að fara með hópa á Hrútsfjallstinda, Miðfellstind, Sveinstind og fleiri fjöll.
Dæmi um skemmtilegar fjallgöngur má benda á:
Snæfellsjökull 1.446 m
Fallegur jökull og hæfilega löng ganga. Er hægt að gera í dagsferð frá Reykjavík.
Eyjafjallajökull 1.666 m
Talsvert auðveld ganga en Hvannadalshnjúkur en gera má ráð fyrir um 10-12 klukkustunda göngutíma. Oft fara hópar á Eyjafjallajökul sem æfingarferð fyrir Hvannadalshnjúk en fjallið er fullkomlega þess virði að ganga á það eitt og sér.
Helstu leiðir eru "Skerjaleiðin" upp norðanverðan jökulinn eða að farið er upp frá Seljavöllum og gengið á jökulinn úr suðri. Jökullinn er vinsæll hjá fjallaskíðahópum og brött Smjörgilin farin að teljast sígild fjallaskíðaleið. Hægt að gera í dagsferð frá Reykjavík.
Miðfellstindur 1.440 m
Miðfellstindur er hæstur Skaftafellsfjalla og gnæfir yfir litríka Kjósarbotnana annars vegar og yfir sléttum Vatnajökli hinumegin. Trimmklúbbur Seltjarnarnes var fyrsti hópurinn til að gera ferð á tindinn undir handleiðslu Leifs Arnars Svavarssonar, en fyrir þann tíma höfðu örfáir átt leið þarna um. Eftir vel heppnaða ferð Trimmklúbbsins spurðist gangan fljótt út og fjöldi gönguhópa hefur fylgt í kjölfarið. Gangan er löng en vel erfiðis virði.
Sveinstindur 2.044 m. Næst hæsta fjall landsins
Gangan á Sveinstind frá Ærfjalli er með fallegri fjallgöngum á Íslandi. Þarna var Leifur Örn líklega fyrstur til að fara og leiddi einnig fyrsta hópinn sem gekk þarna upp, Ingunni Þorsteinsdóttur og félaga. Gangan er lög og brött á köflum. Svæðið er fáfarið og skoða þarf aðstæður vel áður en þessi leið er farin. Uppgangan tekur 10-11 klst og heildar ferðatími er 16-18 klst.
Mun viðráðanlegra er að ganga á Sveinstind frá Kvískerjum og þá leið er tilvalið að fara á fjallaskíðum.
Þverártindegg 1.554 m
Þverártindsegg er með fallegri fjöllum landsins. Tvær gönguleiðir eru færar á fjallið en Íslenskir Fjallaleiðsögumenn hafa oftast farið úr Kálfafellsdal. Slóðin inn dalinn er mjög grófur og þurfa þátttakendur að vera á jeppum. Gangan er brött og tekur um 10-11 klst. Auk hefðbundins jöklabúnaðar þá þarf hjálma fyrir gönguna en hvoru tveggja geta Íslenskir Fjallaleiðsögumenn útvegað.
Fleiri fjöll
Íslenskir fjallaleiðsögumenn hafa leitt hópa á mörg önnur fjöll sem of langt er að telja upp. Hvort sem verið er að safna tindum eða eingöngu ganga sér til ánægju þá er velkomið að hafa samband.