Skíðað í Pýreneafjöllunum - IMG292

Erfiðleikastig:

AUÐVELT

ERFITT

Verð frá:  

Fullorðinn: 149000 kr

 • JAN
 • FEB
 • MAR
 • APR
 • MAY
 • JUN
 • JUL
 • AUG
 • SEP
 • OCT
 • NOV
 • DEC

Brottfarir: 10 - 17 mars 2018

Lengd: 8 dagar

Hópastærð: 4 - 6

 • Lýsing ferðar

  Hér er á ferðinni ein flottasta skiðaleið í Pýreneafjöllunum og eitthvað sem enginn skíðari ætti að láta framhjá sér fara. Um er að ræða 5 daga í ómótstæðilegu landslagi Aiguestortes og St Maurici þjóðgarðanna. Leiðsögumaðurinn leitar upp bestu brekkurnar og besta færið.

  Verð:  149.000 kr, miðast við lágmar 4 og er án flugs

  Leiðsögn: Roger Martorell

  Dagsetning: 10 - 17 mars 

  Innifalið:

  • Skíðaleiðsögumaður
  • Akstur á milli Barcelona flugvallar og Vielha við komu og brottför
  • Annar akstur eftir þörfum
  • 3 nætur á hóteli í Vielha B&B
  • 4 nætur í fjallaskála í hálfu fæði

  Ekki innfalið: 

  • Flug til og frá Barcelona
  • Máltíðir aðrar en kvöldverðir í Vielha
  • Persónulegur búnaður
  • Öryggisbúnaður, ýlir, skófla, stöng

 • Dagskrá ferðar

  Dagur 1: Barcelona - Vielha

  Við komuna til Barcelona bíður bíll og við höldum beint upp til Pýreneafjallanna og bæjarins Vielha sem er að finna í Aran dalnum. Eftir 4 klukkustunda alkstur er komið á áfangastað og haldið á 3* hótel þar sem gist verður fyrstu nóttina.

  Dagur 2: Arties - Montardo - Ventosa i Calvell skáli
  Í dag hefst leiðangurinn og haldið er upp í hin stórfenglegu fjöll. Dagleiðin er um það bil 11 km löng með hækkun upp á 1000 metra og lækkun um 400 metra. Hálft fæði

  Dagur 3: Ventosa i Calvell - Collado de Contraix - Gran Tuc de Colomers - Llong lake skáli
  Annar dagurin er jafnvel betri en sá fyrsti í þessari dásamlegu skíðaparadís. Við ferðumst 10 km í heildina með hækkun upp á 850 metra og lækkun um 1000 metra. Hálft fæði

  Dagur 4: Llong lake skáli - Subenuix tindur - Amitges skáli
  Frá þessum fallega staðsetta skála er haldið áfram og í dag er tindurinn Subenuix takmarkið áður en skíðað er í næsta skála. Dagleiðin er um það bil 8 km með hækkun upp á 900 metra og lækkun um 500 metra. Hálft fæði

  Dagur 5: Amitges skáli - Basserieo - Col du Lac Glacat - Saboredo skáli
  Dagleiðin í dag er ekki síðri en undarnfarna daga og endalaust hægt að njóta lífsins. Skíðað um Basserieo og yfir skarðið Col du Lac Glacat niður í Saboredo Skálann. Vegalengdin er um það bil 7 km með hækkun um 500 metra og lækkun um 700 metra. Hálft fæði

  Dagur 6: Saboredo skáli - Serra Sendrosa - Banhs de Tredós
  Óbyggðaskíðuninni lýkur í dag og við höldum um Serra Sendros og Banhs de Tredós til baka til Vielha og á hótel.. Dagleiðin er um það bil 10 km með 500 metra hækkun og 1300 metra lækkun. Hálft fæði

  Dagur 7: Frjáls dagur í Vielha
  þennan dag má nýta á hinu frábæra skíðasvæði Vielha eða slappa af í þessum notalega bæ. Gisting á hóteli. Morgunverður

  Dagur 8: Vielha - Barcelona
  Eftir ógleymanlega daga í endalusum brekkum er komið að kveðjustund og ferðin endar með akstri til Barcelona. Morgunverður

   

  Vinsamlegast athugið að Roger áskilur sér rétt til að breyta og aðlaga ferðina að verðri, hópnum, snjóalögum og snjóflóðahættu eins og þarf, með öryggi og ánægju hópsins að leiðarljósi. Skálarnir eru hitaðir og teppi eru til staðar í stað svefnpoka. Aðeins er mælt með að vera með lakpoka.

  Morgunamatur og kvöldverður er innifalin – hádegismat og snarl verður að kaupa í skálunum eða þeim bæjum sem komið er í 

 • Útbúnaðarlisti

  Búnaður:

  Létt er rétt – áhersla á að njóta skíðunarinnar – takið því aðeins það nauðsynlegasta.

  Bakpoki 35 – 40L með burðarólum fyrir skíði.
  Fjallaskíði og búnaður
  Skór
  Skíðabroddar
  Skinn í góðu ástandi
  Skíðastafir

  Snjóflóðaþrennan, ýlir, stöng og skófla. Auka batterí í ýli.
  Mannbroddar og ísexi (hægt að leigja hjá ÍFLM).
  Skíðahjálmur
  Fatnaður
  Sokkar – 2-3 pör.
  Buxur – softshell skíðabuxur.
  Föðurland og ullarbolur (merino).
  Nærföt og síðerma undirföt fyrir skálann
  Soft shell eða flíspeysa
  Gore-Tex jakki eða sambr.l.
  Gore-Tex skíðabuxur eða sambr.l.
  Létt dún/fiber úlpa
  Buff
  Léttir hanskar
  Skíða hanskar / lúffur (hlýtt)
  Húfa og derhúfa
  Sólgleraugu og skíðagleraugu
  Höfuðljóst og auka batterí
  Lakpoki – bómull eða silki
  Létta handklæði (ferða handklæði)
  Lítið skyndihjálpar kit + hælsæris og blöðru plástrar
  WC pappír, tannbursti, deo stick (ekki þessi fljótandi)
  Vatnsbrúsi / hitabrúsi 1L
  Sólvörn og varasalvi
  Myndavél. 

 • Algengar spurningar

  Dagleiðir geta breyst ef veður, snjóalög eða annað kallar á slíkt

  Staðarleiðsögumaður tekur ábyrgð á leiðarvali og tekur ákvarðanir í samráði við hópinn

  Fjallaskálar eru upphitaðir og bjóða upp á rúm með sængum/teppum, svo það eina sem þarf að taka með er léttur læner

  Nesti til dagsins fer í bakpoka hvers og eins

  Til þess að fá það besta úr úr ferðinni er mikilvægt að huga vel að því hvað fer í bakpokann þannig að hann sé hvað léttastur.  Enginn ætti að vera með þyngri poka en 10 kg

  Vielha er aðal bærinn í Aran dalnum og þar búa 2000 manns. Bærinn er miðstöð skíðaiðkunar og þar má finna fjöldann allan af útivistarbúðum, veitingastöðum, börum og kjörbúðum

  Hægt er að leigja búnað í Vielha. Nauðsynlegt er að senda nákvæmar upplýsingar ef einhver ætlar að leigja búnað

  Roger Martorell er einn af þessum leiðsögumönnum sem eru bæði ákaflega færir og afar viðkunnanlegir. Hann hefur unnið nokkur sumur sem leiðsögumaður á Íslandi – meðal annars fyrir Íslenska Fjallaleiðsögumenn í Skaftafelli og á Sólheimajökli.

  Vegna menntunar hans sem alþjóðlegur fjallaleiðsögumaður (UIAGM / IFMGA) og vegna þessa hveru viðkunnanlegur og góður kennari hann er höfum við hjá ÍFLM oft nýtt krafta hans í kennslu annara leiðsögumanna.

  Eins og hjá leiðsögumönnum okkar hér heima er Roger ekki síður fulltrúi lands og þjóðar – svo ferð með honum er jafn mikið ferð um Spán, Katalóníu og Pýreneafjöllin og hún er fjallaskíðaferð.

  Pýreneafjöllin eru svæði sem oft er litið framhjá í skíða- og fjallaskíðaheiminum. En allir sem hafa reynt eru heillaðir – fjöllin er lægri en í Ölpunum – en að öðru leyti gefa þau ekkert eftir – og það er ekkert verra að hafa færra fólk á svæðinu.

  Þessi þverun í Pýreneafjöllunum er þeirra klassík, þeirra Haute-Route. Eins og annarstaðar í Evrópu bjóða skálarnir upp á allan mat – þannig að allur burður er nánast bara dagspoki og tannbursti (sjá búnaðarlista).  Og eins og tíðkast meðal siðmenntaðra þjóða er hægt að panta glas af víni eða kollu af bjór í skálunum líka.
  Í stað svefnpoka eru teppi í skálunum og mælt með að taka lakpoka með sér.

  Roger getur auðveldlega aðlagað skíðadagana að hópnum, veðri og aðstæðum – en ferðin er þó ekki fyrir algera byrjendur á fjallaskíðum – tilvalin fyrir þá sem hafa verið í Skíðagenginu eða hafa einhverja reynslu af fjallaskíðum. 

Vinsamlegast hafið samband við okkur fyrir frekari upplýsingar um brottfarir í boði.