Kilimanjaro og Merufjall

Kilimanjaro og Merufjall

Verð frá
599000 kr.

Erfiðleikastig
Miðlungs, Krefjandi

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Brottfarir
febrúar 2021

Lengd ferðar
12 dagar

Hópastærð
hámark 12

Tveggja fjalla ferð á Meru og Kilimanjaro
Í febrúar 2021 er stefnan sett á hæsta tind Afríku - Kilimanjaro. Þar verður ekki einungis tekist á við Kilimanjaro (5895) heldur ætlum við okkur líka að ganga á Merufjall (4566), sem er ekki síður tilkomumikið. Við hefjum ferðina með 4 daga göngu á Merufjall áður en við leggjum í risann sjálfan, Kilimanjaro. Í hlíðum Merufjalls erum við með útsýni á Kilimanjaro auk þess sem líklegt er að við sjáum til ýmissa villtra dýra. Reynslan hefur sýnt að ganga á Merufjall er góður undirbúningur fyrir Kilimanjaro ekki síst með tilliti til hæðaraðlögunar

Kilimanjaro er hæsta fjall Afríku þar sem það gnæfir i 5895m hæð. Fjallið er staðsett á landamærum Tansaníu og Kenýa. Ganga á Kilimanjaro leiðir ferðafólk um ólík gróðurbelti og vistkerfi, í gegnum regnskóga undirhlíðanna upp í gróðursnautt landslagið sem einkennir efri hlíðar fjallsins Nafnið Kilimanjaro þýðir á Swahili Skínandi Fjallið og var fyrst gengið á það 1889. Kilimanjaro er hæsta frístandandi fjallið í heiminum, rís um 4.600m yfir nánasta umhverfi sitt og býður því upp á stórkostlegt útsýni. Sagan segir að af tindinum megi greina kringlulögun jarðar með berum augum!

Merufjall (4566) er eldfjall staðsett 70km vestur af Kilimanjaro. Síðasta gos átti sér stað fyrir uþb 100 árum en fyrir 8000 árum var geysilegt hamfaragos sem sprengdi nánast alla austuhlíð fjallsins. Merufjall er miðpúnktur Arusha þjóðgarðsins og skógivaxnar hlíðar fjallsins eru heimkynni fjölda tegunda villtra dýra og þar er að finna yfir 400 ólíkar fuglategundir. Ganga á Merufjall er á allra færi og kjörin til þess að aðlagast hæð áður en gengið er á Kilimanjaro.

Ferð hefst í Tansaníu 
Ferð líkur í Tansaníu 

Verð: 599.000 kr, miðað við 2 í herbergi.

Áhætta varðandi ferðir í hæð:
Við hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum erum full meðvituð um þá ábyrgð og áhættu sem felst í því að fara með fólk upp í hæð og reynum eftir fremsta megni að standa eins vel að undirbúningi og framkvæmd ferða eins og mögulegt er.
Fjallaleiðsögumenn hafa trúnaðarlækni, Gunnar Guðmundsson lungnalækni og einn helsta sérfræðing Íslands á sviði háfjallaveiki. Fyrir utan það að vera ávallt til taks ef ráðgjafar er þörf þá hefur Gunnar ráðlagt um sérhæfð lyf sem eru alltaf með í ferðum og verið með markvissa þjálfun fyrir leiðsögumenn varðandi háfjallaveiki, forvarnir, meðferð og lyfjagjöf.
Leiðsögumaður er með lyfjakistu með háfjallalyfjum og öðrum lyfjum sem gæti verið þörf á.
Leiðsögumaður hefur lokið Wilderness First Responder skyndihjálpanámskeiði og er þjálfaður í að fylgjast vel með heilsufari og líðan þátttakenda og vera vakandi fyrir einkennum háfjallaveiki. https://www.mountainguides.is/tour/wfr-course 
Leiðsögumaður er með gerfihnattasíma í öllum ferðum.

Dagskrá

Dagur 1 - Koma til Afríku
Akstur frá flugvelli til borgarinnar Moshi þar sem dvalið er á hóteli. Sameiginlegur kvöldverður. Gisting í tveggja manna herbergjum.

Dagur 2 - Moshi - Momella - Maria Kamba
Í dag hefst fyrsta fjallgangan okkar. Við ökum að Momella hliði þar sem við reimum skóna okkar almennilega og göngum um undirhlíðar Merufjalls upp í Maria Kamba skálann þar sem við gistum. Enginn ætti að láta sér bregða þó hann sjái gíröffum eða sebrahestum bregða fyrir, þarna eru við á heimaslóðum þessara dýra. Skálagisting í ~2500 metra hæð. Fullt fæði

Dagur 3 - Maria Kamba - Söðulkot
Áfram er haldið upp hlíðar Merufjalls sem er eldfjall sömu gerðar og Mt. St. Helen á vesturströnd Bandaríkjanna. Má sjá menjar um svipuð hamfaragos í Merufjalli og við þekkjum frá St Helen. Við nemum staðar í Söðulkoti (Saddle Hut), skála í 3820 m hæð og fyrir þá sem ekki hafa fengið nóg af göngu dagsins er í boði að fara á Litla Merutindinn. Hinir geta tekið því rólega og látið líða úr sér fyrir hátindinn. Fullt fæði

Dagur 4 - Söðulkot - Socialist Peak - Maria Kamba 
Við tökum daginn snemma og höldum á hátind Merufjalls (4566m) þaðan sem við getum notið mikilfenglegs útsýnisins yfir til Kilimanjaro. Þarna gnæfir Uhuru við himin, tindurinn sem við ætlum okkur að standa á innan tíðar. Útsýni yfir gíg Merufjalls og gresjurnar í kring fylla okkur lotningu og stolti yfir afreki okkar. Þegar allir hafa fengið nægju sína af útsýni höldum við niður á við og töltum í Maria kamba skálann þar sem við gistum. Fullt fæði

Dagur 5 - Maria Kamba - Momella - Moshi
Við höldum áfram að lækka okkur og komum að Momella hliðinu þar sem bíll bíður okkar og flytur okkur til borgarinnar Moshi þar sem við getum notið helstu þæginda á hótelinu þar sem við gistum. Fullt fæði

Dagur 6 - Moshi - Machame búðir
Í dag hefst ganga okkar á Kilimanjaro, hæsta fjall álfunnar sem við höfum eingöngu virt fyrir okkur úr fjarlægð hingað til. Við ökum að Machame hliðinu (1800m), opinberum upphafspúnkti fjallgöngunnar, þar sem gengið er frá leyfum og búnaði dreift á burðarmenn. Fyrsta dagleiðin leiðir okkur í gegnum regnskóg þar sem hægt er að koma auga á ýmsar framandi fuglategundir og hugsanlega líka apa. Eftir 4 – 5 klst göngu komumst við út úr laufþykkninu og nemum skömmu síðar staðar við Machame skálann (3000m) þar sem við komum okkur fyrir í tjöldum. Fullt fæði

Dagur 7 - Machame - Shire búðir
Við höldum áfram upp til Shire (3800m) og göngum um dæmigert alpalandslag, þar sem koma má auga á kunnuglegar plöntur eins og hvönn og lyng. Á þessari dagleið er líklegt að við fáum fyrsta almennilega nasaþefinn af Kibo, hásléttunni sem Uhuru tindur situr á.
Eftir 4 – 5 klst göngu komum við í náttstað og getum haft það náðugt í tjaldbúðunum. Fullt fæði

Dagur 8 - Shire - Barranco búðir 
Í dag göngum við upp að Hraunturninum (Lava tower, 4500m) sem er hæsti púnktur dagleiðarinnar og þeir sem vilja geta freistað þess að klífa turninn. Landslagið verður hrjóstugra eftir því sem ofar dregur og því er tiltekinn léttir að lækka sig aftur niður og feta stíga þar sem framandi þykkblöðunga ber við himin. Þykkblöðungar þessir hafa yfir sér einhvern ævintýrablæ og virðast á stundum hálf manneskjulegir. Við gistum í tjaldbúðunum Barranco (3950m). Fullt fæði

Dagur 9 - Barranco - Barafu búðir
Nú fer að styttast í toppinn og dagleiðin í dag gæti eins verið á reginfjöllum Íslands, enda fer afskaplega lítið fyrir gróðri. Við þokumst upp að Barafu (4600m) þar sem við komum okkur fyrir í tjöldum og bíðum spennt eftir því að loka áfanginn á toppinn hefjist. Fullt fæði

Dagur 10 - Barafu - Stella Point - Uhuru Peak - Mweka búðir
Þetta verður langur dagur sem við tökum snemma. Um miðnætti er borin fram morgunhressing og fyrr en varir erum við lögð af stað með ennisljós undir stjörnubjörtum himninum. Leiðin upp á Stellu strýtu (5700m) ætti að taka 4 – 5 klst og ógleymanlegt er að standa á Kibo sléttunni og horfa á sólina koma upp. Frá Stellustrýtu er uþb klukkustundar gangur að Uhuru, Frelsistindi. Eftir að hafa notið útsýnis og hátindavímunnar leggjum við af stað niður í Barafu, þar sem okkar bíður hressing áður en við höldum áfram niður fjallið áleiðis að Mweka hliðinu. Gistum í Mweka tjaldbúðunum þessa seinustu nótt á Kilimanjaro. Fullt fæði

Daur 11 - Mweka - Moshi
Við töltum niður að Mweka hliði þar sem okkar bíður bíll sem flytur okkur til Moshi og á hótel fyrir þessa seinustu nótt í Afríku. Fullt fæði

Dagur 12 - Brottför frá Afríku
Akstur á flugvöllinn. Morgunverður

Tryggingar - World Nomads

Öll vitum við að slys gera ekki boð á undan sér og ef að þau henda á ferðalagi er mikilvægt að haf örugga tryggingu. Flest erum við með ferðatryggingar af einhverju tagi ýmist í kortum eða inni í heimilistrygginunum okkar. Oft duga þessar tryggingar en við mælum með því að þú kynnir þér nákvæmlega hvaða bóta/aðstoðar þínar tryggingar ná til. Ef ferðast er í hæð má vera að þú þurfir að fá þér auka tryggingu. Við höfum góða reynslu af viðskiptum við World Nomads sem eru sérhæfð í tryggingum fyrir ferðalanga af öllu tagi. Við hjá Fjallaleiðsögumönnum höfum góða reynslu af þeim.

Bóka ferð

Því miður eru engar bókanlegar brottfarir í boði sem stendur. Vinsamlegast hafið samband til að fá frekari upplýsingar.

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband