Kilimanjaro og Merufjall

IMG_6497.JPG
IMG_6521.JPG
IMG_6530.JPG
IMG_6545.JPG
IMG_6552.JPG
IMG_6653.JPG
IMG_6709.JPG
IMG_6723.JPG
IMG_6742.JPG
IMG_6868.JPG
IMG_6933.JPG
IMG_6966.JPG
IMG_6974.JPG
IMG_6981.JPG
IMG_6998.JPG
stella5.jpg
105_0520.JPG

Erfiðleikastig:

AUÐVELT

ERFITT

Verð frá:  

Fullorðinn: 539000

 • JAN
 • FEB
 • MAR
 • APR
 • MAY
 • JUN
 • JUL
 • AUG
 • SEP
 • OCT
 • NOV
 • DEC

Brottfarir: 15 september 2018

Lengd: 12 dagar

Hópastærð: 4 – 12

Dagleiðir: 5 - 12 klst

Athugið: Verð miðast við 4 þátttakendur og er án flugs

 • Lýsing ferðar

  Ævintýraleg gönguferð á hæsta fjall Afríku með pottþéttri hæðaraðlögun

  15. - 27. september 2018

  Verð: 539.000 kr 

  Fararstjóri: í vinnslu

  Í fseptember 2018 halda Íslenskir Fjallaleiðsögumenn enn og aftur á hæsta tind Afríku - Kilimanjaro. Þar verður ekki einungis tekist á við Kilimanjaro (5895) heldur ætlum við okkur líka að ganga á Merufjall (4566), sem er ekki síður tilkomumikið. Við hefjum ferðina með 4 daga göngu á Merufjall áður en við leggjum í risann sjálfan, Kilimanjaro. Í hlíðum Merufjalls erum við með útsýni á Kilimanjaro auk þess sem líklegt er að við sjáum til ýmissa villtra dýra. Reynslan hefur sýnt að ganga á Merufjall er góður undirbúningur fyrir Kilimanjaro ekki síst með tilliti til hæðaraðlögunar

  Kilimanjaro er hæsta fjall Afríku þar sem það gnæfir i 5895m hæð. Fjallið er staðsett á landamærum Tansaníu og Kenýa. Ganga á Kilimanjaro leiðir ferðafólk um ólík gróðurbelti og vistkerfi, í gegnum regnskóga undirhlíðanna upp í gróðursnautt landslagið sem einkennir efri hlíðar fjallsins Nafnið Kilimanjaro þýðir á Swahili Skínandi Fjallið og var fyrst gengið á það 1889. Kilimanjaro er hæsta frístandandi fjallið í heiminum, rís um 4.600m yfir nánasta umhverfi sitt og býður því upp á stórkostlegt útsýni. Sagan segir að af tindinum megi greina kringlulögun jarðar með berum augum!

  Merufjall (4566) er eldfjall staðsett 70km vestur af Kilimanjaro. Síðasta gos átti sér stað fyrir uþb 100 árum en fyrir 8000 árum var geysilegt hamfaragos sem sprengdi nánast alla austuhlíð fjallsins. Merufjall er miðpúnktur Arusha þjóðgarðsins og skógivaxnar hlíðar fjallsins eru heimkynni fjölda tegunda villtra dýra og þar er að finna yfir 400 ólíkar fuglategundir. Ganga á Merufjall er á allra færi og kjörin til þess að aðlagast hæð áður en gengið er á Kilimanjaro

 • Dagskrá ferðar

  Dagur 1: Koma til Afríku, einfaldast er að fljúga til Kilimanjaro International Airport í Tansaníu og hægt að fá aðstoð við að ganga frá fluginu þangað á skrifstofu Fjallaleiðsögumanna. Akstur frá flugvelli til borgarinnar Moshi þar sem dvalið er á hóteli. Sameiginlegur kvöldverður.

  Dagur 2: Í dag hefst fyrsta fjallgangan okkar. Við ökum að Momella hliði þar sem við reimum skóna okkar almennilega og göngum um undirhlíðar Merufjalls upp í Maria Kamba skálann þar sem við gistum. Enginn ætti að láta sér bregða þó hann sjái gíröffum eða sebrahestum bregða fyrir, þarna eru við á heimaslóðum þessara dýra. Skálagisting í ~2500 metra hæð.

  Dagur 3: Áfram er haldið upp hlíðar Merufjalls sem er eldfjall sömu gerðar og Mt. St. Helen á vesturströnd Bandaríkjanna. Má sjá menjar um svipuð hamfaragos í Merufjalli og við þekkjum frá St Helen. Við nemum staðar í Söðulkoti (Saddle Hut), skála í 3820 m hæð og fyrir þá sem ekki hafa fengið nóg af göngu dagsins er í boði að fara á Litla Merutindinn. Hinir geta tekið því rólega og látið líða úr sér fyrir hátindinn.

  Dagur 4: Við tökum daginn snemma og höldum á hátind Merufjalls (4566m) þaðan sem við getum notið mikilfenglegs útsýnisins yfir til Kilimanjaro. Þarna gnæfir Uhuru við himin, tindurinn sem við ætlum okkur að standa á innan tíðar. Útsýni yfir gíg Merufjalls og gresjurnar í kring fylla okkur lotningu og stolti yfir afreki okkar. Þegar allir hafa fengið nægju sína af útsýni höldum við niður á við og töltum í Maria kamba skálann þar sem við gistum.

  Dagur 5: Við höldum áfram að lækka okkur og komum að Momella hliðinu þar sem bíll bíður okkar og flytur okkur til borgarinnar Moshi þar sem við getum notið helstu þæginda á hótelinu þar sem við gistum.

  Dagur 6: Í dag hefst ganga okkar á Kilimanjaro, hæsta fjall álfunnar sem við höfum eingöngu virt fyrir okkur úr fjarlægð hingað til. Við ökum að Machame hliðinu (1800m), opinberum upphafspúnkti fjallgöngunnar, þar sem gengið er frá leyfum og búnaði dreift á burðarmenn. Fyrsta dagleiðin leiðir okkur í gegnum regnskóg þar sem hægt er að koma auga á ýmsar framandi fuglategundir og hugsanlega líka apa. Eftir 4 – 5 klst göngu komumst við út úr laufþykkninu og nemum skömmu síðar staðar við Machame skálann (3000m) þar sem við komum okkur fyrir í tjöldum.

  Dagur 7: Við höldum áfram upp til Shire (3800m) og göngum um dæmigert alpalandslag, þar sem koma má auga á kunnuglegar plöntur eins og hvönn og lyng. Á þessari dagleið er líklegt að við fáum fyrsta almennilega nasaþefinn af Kibo, hásléttunni sem Uhuru tindur situr á.

  Eftir 4 – 5 klst göngu komum við í náttstað og getum haft það náðugt í tjaldbúðunum.

  Dagur 8: Í dag göngum við upp að Hraunturninum (Lava tower, 4500m) sem er hæsti púnktur dagleiðarinnar og þeir sem vilja geta freistað þess að klífa turninn. Landslagið verður hrjóstugra eftir því sem ofar dregur og því er tiltekinn léttir að lækka sig aftur niður og feta stíga þar sem framandi þykkblöðunga ber við himin. Þykkblöðungar þessir hafa yfir sér einhvern ævintýrablæ og virðast á stundum hálf manneskjulegir. Við gistum í tjaldbúðunum Barranco (3950m).

  Dagur 9: Nú fer að styttast í toppinn og dagleiðin í dag gæti eins verið á reginfjöllum Íslands, enda fer afskaplega lítið fyrir gróðri. Við þokumst upp að Barafu (4600m) þar sem við komum okkur fyrir í tjöldum og bíðum spennt eftir því að loka áfanginn á toppinn hefjist.

  Dagur 10: Þetta verður langur dagur sem við tökum snemma. Um miðnætti er borin fram morgunhressing og fyrr en varir erum við lögð af stað með ennisljós undir stjörnubjörtum himninum. Leiðin upp á Stellu strýtu (5700m) ætti að taka 4 – 5 klst og ógleymanlegt er að standa á Kibo sléttunni og horfa á sólina koma upp. Frá Stellustrýtu er uþb klukkustundar gangur að Uhuru, Frelsistindi. Eftir að hafa notið útsýnis og hátindavímunnar leggjum við af stað niður í Barafu, þar sem okkar bíður hressing áður en við höldum áfram niður fjallið áleiðis að Mweka hliðinu. Gistum í Mweka tjaldbúðunum þessa seinustu nótt á Kilimanjaro.

  Daur 11: Við töltum niður að Mweka hliði þar sem okkar bíður bíll sem flytur okkur til Aishi og á hótel fyrir þessa seinustu nótt í Afríku. 

  Dagur 12: Brottför frá Afríku

  Safarí ferð í framhaldinu: Leitið upplýsinga á skrifstofu

  Leiðsögn og fararstjórn:Íslenskur fararstjóri fylgir hópnum út en við komuna til Tanzaníu taka heimamenn við leiðsögn. Í fjallgöngunum fylgir okkur hópur burðarmanna, auk yfirleiðsögumanns og kokks sem sér um að allir séu vel mettir.

  Matur: Nánast allur matur er innifalinn í ferðinni en við mælum með því að þátttakendur komi með sætindi og orkunasl með sér að heiman. 

 • Almennar Upplýsingar

  Veðrátta:Kilimanjaro er aðeins þrem gráðum suður af Miðbaugi og því undir miklum áhrifum frá heitum vindum svæðisins. Þótt að þar sé ávallt heitt í veðri þarf að muna að það eru tvö regntímabil sem eiga sér stað hvert ár. Mest rignir frá mars fram í endaðan maí. Þetta er svokallaður Monsoon-tími! Minna rignir í seinna regntímabilinu en það stendur yfir frá október til lok nóvember. Meðalhiti við rætur fjallsins er 25°- 30°C en á hátindinum getur hitinn verið á bilinu +10° C til -20°C. Í 3000m hæð er hitinn oftast 5°-15°C en um nætur má búast við að hiti fari undir frostmark. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir þeim hitamun sem bæði er eftir tíma sólarhringsins sem og hæð.

  Heilsa og hreinlæti: Hreinlæti heimamanna í ferðaþjónustu er mjög gott og líklega er óhætt að borða allt sem boðið er upp á, þar með talið ávextir og grænmeti. Ekki er þó ráðlegt að skipta við götusölufólk sem kann að hafa ýmislegt lostæti í boði við fyrstu sýn. Nauðsynlegt er að hugsa vel um vökvabúskap líkamans í fjallagöngum og drekka minnst 2 l á meðan á göngu stendur. Ekki er ráðlegt að drekka úr fjallalækjum hversu freistandi sem það kann að virðast heldur drekka soðið vatn, eða setja þartilgerðar vatnshreinsitöflur í drykkjarvatnið. Kokkurinn sér um að alltaf sé nægt drykkjarvatn til reiðu fyrir göngufólk.

  Bólusetningar: Mælt er með að ferðafólk til Tansaníu hafi hefðbundnar barnasprautur í lagi, mænusótt, stífkrampa og barnaveiki. Að auki er ráðlegt að láta bólusetja sig fyrir lifrarbólgu A og janvel B, taugaveiki (typhoid) og Gulu (Yellow Fever). Malaríulyf er nauðsynlegt að verða sér úti um en ekki er til nein bólusetning gegn malaríu. Mörgum hefur reynst lyfið Malaron vel. Ráðfærið ykkur við heimilislækni eða Heilsugæsluna sem sinnir ferðamannabólusetningum (5851300, símatími 9 – 10 og 15 – 16, daglega nema um helgar). Athugið að gott er að huga að bólusetningum fyrr en síðar! Margir bregða á það ráð að taka lyf sem auðvelda hæðaraðlögun, eins og t.d. lyfið Diamox. Við leggjum ekki dóm á gæði þess en bendum fólki á að ráðfæra sig við lækni sinn varðandi töku á því.

  Háfjallaveiki: Flestum sem ferðast í hæð yfir 2500 – 3000m hættir til að finna fyrir vægum einkennum háfjallaveiki sem lýsa sér m.a. í  höfuðverk, ógleði og lystarleysi. Til þess að lágmarka líkur á háfjallaveiki er mikilvægt að huga að góðri aðlögun sem felst í því að hækka sig jafnt og þétt, sofa í hæð og síðast en ekki síst, drekka nægan vökva. Ef alvarlegri einkenni háfjallaveiki gera vart við sig er eina lausnin tafarlaus lækkun. Íslenskir Fjallaleiðsögumenn leggja metnað sinn í það að tryggja sem besta hæðaraðlögun allra og tekur öll dagskrá ferða mið af því takmarki

  Vegabréfsáritun:

  Hægt er að kaupa vegabréfsáritun við komuna til Tansaníu, verðið er uþb $50US

  Ef einhverjir vilja kanna sjálfir þá er síminn í sendiráði Tansaníu í Stokkhólmi +46 8 732 83 10. Ef þið hafið tíma og aðstöðu til að sækja um áritun fyrirfram þá er það fínt en samkvæmt öllum upplýsingum sem við höfum er þetta ekki vandamál, áritunin fæst keypt við komuna til landsins.

  Þjórfé og ferðapeningar:

  Gjaldmiðill landsins er Tansanískur Schilling. Reikna má með 1000 til 1200 schillingum á US$1. Allir stærri hlutir eru greiddir í US$ en gott er að skipta minni upphæðum í Schillinga til að hafa í þjórfé á veitingastöðum og þessháttar smáútgjöld. Sum hótel taka við krítarkortum (helst VISA) en þó er ekki hægt að treysta á það alls staðar. Hraðbankar eru í helstu borgum. Sjálfsagt er að hugað að þjórfé handa starfsliði því sem fylgir hópnum á fjallið. Gott er að miða við US$ 30 handa burðarmönnum, US$60 handa aðstoðarleiðsögmönnum og kokki en eitthvað meira handa yfirleiðsögumanni. Þá má ekki gleyma því að heimamenn geta gert sér mat úr notuðum fatnaði og skóm.

  Farangur:

  Merkja skal allar töskur vel og kanna eftir öll tengiflug hvort töskur séu enn á réttri leið (Transfer-desk flugvalla geta hjálpað við það).

  Hertar reglur varðandi handfarangur:

  Gott er að lesa bækling Flugmálastjórnar um hertar reglur varðandi handfarangur! Upplýsingar er að finna áhttp://www.flugmalastjorn.is/media/files/Bæklingur.pdf

  Símasamband:

  GSM samband er víðast hvar á fjallinu. Annars er vandræðalaust að vera með gervihnattasíma.

  Athugið að ef flogið er um Kenýa þá er hægt að kaupa transit visa við komuna til Nairobí!

  Flugtímar: Flugtími á milli Evrópu og Tansaníu er uþb 8 klst. 

 • Útbúnaðarlisti

  Búnaðarlisti fyrir Kilimanjaro

  Skór og fatnaður

  • Mjúkbotna gönguskór sem styðja vel við ökkla
  • Sandalar eða léttir strigaskór
  • 1 - 2 léttar göngubuxur
  • Stuttbuxur
  • Síðar nærbuxur og 1-2 nærbolir úr ull eða góðu gerviefni
  • 2-3 bómullar bolir
  • 1-2 þunnar flís peysur
  • Nærbuxur
  • Hlýir sokkar (3-4 pör) og þunnir innri sokka fyrir þá sem vilja
  • Utanyfirjakki – góð skel (t.d. goretex) með hettu
  • Utanyfirbuxur - vatnsheldar (t.d. goretex)
  • Lítil eða "milliþykk" dúnúlpa eða gerviefna/primaloft jakki
  • Hlý húfa, sólhattur og buff
  • Fingravettlingar (t.d. flís) og "lúffur" eða belgvettlingar
  • Þægilegur ferðafatnaður

   

  Annar búnaður

  • Bakpoki, 30 - 40 L dagpoki
  • Slitsterk læsanleg taska fyrir annan farangur
  • Lás á tösku
  • Svefnpoki, gott að hafa léttan dúnpoka sem dugar vel fyrir íslenskar aðstæður. Til viðmiðunar þá er þannig poki með ~750 gr dúnfyllingu og heildarþyngd ~1,4 kg. Extreme -30°C/Comfort limit -12°C/Comfort -5°C
  • Einangrunardýna, (valkvætt, við sofum í skálum/gisiheimilum með dýnum)
  • Þunnir pokar til þess að pakka útbúnaði og fatnaði í fyrir burðarmenn
  • Göngustafir (Valkvætt)
  • Vatnsflaska
  • Hitabrúsi (Valkvætt)
  • Vasahnífur (EKKI pakka honum í handfarangur)
  • Ferðahandklæði                          
  • Sólgleraugu
  • Ennisljós og rafhlöður
  • Skyndihjálparpoki: Plástrar og sjúkrateip, lyf: ráðfærið ykkur við heimilislækni varðandi helstu lyf sem eru parasetamol og magnil (verkjastillandi) ibuprofen (bólgueyðandi og verkjastillandi), Diamox (fyrirbyggjandi við hæðarveiki), Cyproxin (sýklalyf við magasýkingu) og Immodium (hægðastoppandi)  önnur lyf eftir þörfum. Acidophilus (Gerlatöflur sem styrkja þarmaflóruna og auka mótstöðu)
  • Sótthreinsandi handspritt
  • Blautklútar til að þvo sér (t.d. Baby Wipes eða Wet Ones)
  • Tannbursti, tannkrem
  • Sólarvörn (30+) og varasalvi (með sólarvörn)            
  • Eyrnartappar
  • Klósettpappír
  • Myndavél, minniskort, auka rafhlöður og hleðslutæki
  • Ipod, með tónlist og jafnvel hljóðbókum
  • Góð bók(Valkvætt)
  • Ferðaskjöl: flugmiði, vegabréf,peningur fyrir aukakostnaði, drykkjum, minjagripum og þjórfé
  • Innanklæðaveski (valkvætt)

   

 • Brottfarar dagsetningar
  Dagsetning Ferða Framboð  
  15.09 - 26.09 2018 Í boði Velja
  02.02 - 13.02 2019 Í boði Velja

Veldu fjölda farþega og brottfarar dagsetningu.

Athugið að hér að ofan er annarsvegar hægt að borga staðfestingargjald 55.000 kr, eða fullt verð 539.000 (valmöguleiki undir auka þjónustur).