Jóga með Mörthu í Marokkó
Verð frá
179000 kr.
Erfiðleikastig
Hófleg, Miðlungs
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
Hvað er innifalið
allt nema flug og 3 hádegisverðir
Brottfarir
24. ágúst 2019
Lengd ferðar
9 dagar
Gisting
Einsmannsherbergi í boði
Hópastærð
hámark 16
Sannkölluð lúxus ferð til Marokkó þar sem Martha Ernstdóttir kemur okkur í rétta gírinn fyrir haustið og lífið almennt. Jógastundir daglega, kvölds og morgna auk þess sem við kynnumst því besta sem þetta heillandi land hefur upp á að bjóða. Framandi menningu Berbanna sem búa í undirhlíðum Atlasfjallanna og afslöppuðu andrúmsloftinu í borginni Essaouira við Atlantshafið að ekki sé minnst á fjölskrúðuðugt lífið í borginni Marrakech.
Dagskrá
Dagur 1 Marrakech
Koma til Marrakech og ævintýrið hefst með akstri inn í borgina þar sem við komum okkur fyrir á góðu Riadi – hefðbundnu gistihúsi heimafólks þar sem ekkert er til sparað. Kvöldverður á gistihúsinu.
Dagur 2 Akstur til Imlil ganga og jóga
Eftir morgunjóga er haldið af stað að undirhlíðum Atlasfjallanna og þorpsins Imlil. Við komuna þangað njótum við hádegisverðar á terössu gistihússins okkar áður en við höldum út í gönguferð um þennan skemmtilega fjallabæ og nánasta nágrenni hans í fylgd staðarleiðsögumanns. Jógastund fyrir kvöldmat og kvöldverður á gistihúsinu. Fullt fæði
Dagur 3 Gönguferð og jóga
Eftir morgunjóga og morgunverð gerum við okkur klár í göngu dagsins en staðarleiðsögumaður og Martha velja hvert haldið er. Við njótum útiverunnar í dag í þessum ótrúlegu fjallasölum og endum daginn á jógastund. Kvöldverður á gistihúsinu. Fullt fæði
Dagur 4 Akstur til Essaouira og jóga á ströndinni
Við pökkum saman í dag og höldum vestur að ströndinni til borgarinnar Essaouira þar sem við dveljum næstu dagana. Við hristum af okkur ökusvimann með jóga á ströndinni og áhugasamir geta pantað sér sörfnámskeið, en Essaouira er ein helsta sörfborg Marokkó. Fullt fæði
Dagur 5 Essaouira
Við fáum staðarleiðsögumann til þess að fræða okkur um leyndardóma þessarar ótrúlegu borgar, jógum, borðum og njótum lífsins á ströndinni. Hálft fæði
Dagur 6 Essaouira
Annar dagur til þess að njóta lífsins í þessari heillandi borg, jóga, borða og njóta lífsins. Hálft fæði
Dagur 7 Essaouira – Marrakech
Við höfum morguninn til þess að jóga og slaka á áður en við ökum til Marrakech þar sem við komum okkur fyrir á Riadi. Kvöldverður á gistihúsi. Hálft fæði
Dagur 8 Marrakech
staðarleiðsögumaður leiðir okkur inn í heillandi heim þessarar borgar fyrir hádegið og seinni hluta dags er frjáls fram að síðustu jógastund ferðarinnar. Kvöldverður á gistihúsi. Hálft fæði
Dagur 9 haldið heim
Akstur á flugvöllinn eftir morgunverð og haldið heim til Íslands.