Jóga með Mörthu í Marokkó
Fararstjóri
Martha Ernstdóttir

Martha Ernstdóttir
Fararstjóri

Martha Ernstdóttir er ein af bestu hlaupakonum Ísland og keppti víða um heim á árum áður. Hún er menntaður sjúkraþjálfari, hómópati og jógakennari og hefur að auki ýmis námskeið í pokahorninu. Frá 2007 hefur hún kennt jóga auk þess að þjálfa hlaupara.
Útivist og hreyfing er lífstíll sem Martha hefur tileinkað sér og er það sem ásamt fjölskyldunni færir henni hamingju í lífinu. Martha hefur um árabil boðið upp á heilsuhelgar víða um land þar sem þátttakendur eru hvattir til að kúpla sig frá hinu daglega amstri og ná slökun með jógaöndun, jógastöðum, hugleiðslu og útiveru.
Verð frá
179000 kr.
Erfiðleikastig
Hófleg, Miðlungs
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
Hvað er innifalið
allt nema flug og 3 hádegisverðir
Brottfarir
24. ágúst 2019
Lengd ferðar
9 dagar
Gisting
Einsmannsherbergi í boði
Hópastærð
hámark 16
Sannkölluð lúxus ferð til Marokkó þar sem Martha Ernstdóttir kemur okkur í rétta gírinn fyrir haustið og lífið almennt. Jógastundir daglega, kvölds og morgna auk þess sem við kynnumst því besta sem þetta heillandi land hefur upp á að bjóða. Framandi menningu Berbanna sem búa í undirhlíðum Atlasfjallanna og afslöppuðu andrúmsloftinu í borginni Essaouira við Atlantshafið að ekki sé minnst á fjölskrúðuðugt lífið í borginni Marrakech.
Dagskrá
Dagur 1 Marrakech
Koma til Marrakech og ævintýrið hefst með akstri inn í borgina þar sem við komum okkur fyrir á góðu Riadi – hefðbundnu gistihúsi heimafólks þar sem ekkert er til sparað. Kvöldverður á gistihúsinu.
Dagur 2 Akstur til Imlil ganga og jóga
Eftir morgunjóga er haldið af stað að undirhlíðum Atlasfjallanna og þorpsins Imlil. Við komuna þangað njótum við hádegisverðar á terössu gistihússins okkar áður en við höldum út í gönguferð um þennan skemmtilega fjallabæ og nánasta nágrenni hans í fylgd staðarleiðsögumanns. Jógastund fyrir kvöldmat og kvöldverður á gistihúsinu. Fullt fæði
Dagur 3 Gönguferð og jóga
Eftir morgunjóga og morgunverð gerum við okkur klár í göngu dagsins en staðarleiðsögumaður og Martha velja hvert haldið er. Við njótum útiverunnar í dag í þessum ótrúlegu fjallasölum og endum daginn á jógastund. Kvöldverður á gistihúsinu. Fullt fæði
Dagur 4 Akstur til Essaouira og jóga á ströndinni
Við pökkum saman í dag og höldum vestur að ströndinni til borgarinnar Essaouira þar sem við dveljum næstu dagana. Við hristum af okkur ökusvimann með jóga á ströndinni og áhugasamir geta pantað sér sörfnámskeið, en Essaouira er ein helsta sörfborg Marokkó. Fullt fæði
Dagur 5 Essaouira
Við fáum staðarleiðsögumann til þess að fræða okkur um leyndardóma þessarar ótrúlegu borgar, jógum, borðum og njótum lífsins á ströndinni. Hálft fæði
Dagur 6 Essaouira
Annar dagur til þess að njóta lífsins í þessari heillandi borg, jóga, borða og njóta lífsins. Hálft fæði
Dagur 7 Essaouira – Marrakech
Við höfum morguninn til þess að jóga og slaka á áður en við ökum til Marrakech þar sem við komum okkur fyrir á Riadi. Kvöldverður á gistihúsi. Hálft fæði
Dagur 8 Marrakech
staðarleiðsögumaður leiðir okkur inn í heillandi heim þessarar borgar fyrir hádegið og seinni hluta dags er frjáls fram að síðustu jógastund ferðarinnar. Kvöldverður á gistihúsi. Hálft fæði
Dagur 9 haldið heim
Akstur á flugvöllinn eftir morgunverð og haldið heim til Íslands.