Fjallafólksferð í Dólomítana



Verð frá
255000 kr.

Brottfarir
7.8.2018

Lengd ferðar
9 dagar

Gisting
hut

Dólomítafjöllin eru sannkölluð útivistarparadís og þar er hægt að ganga ótal leiðir á milli fjallaskála í mögnuðu umhverfi. Ein vinsælasta leiðin er Alta Via 1 sem liggur hátt eins og nafnið gefur til kynna. Í heildina er leiðin um 150 km löng og gera má ráð fyrir hækkun og lækkun á hverjum degi um 800 metra. Einhverjum kynni að þykja nóg um en Alta Via 1 er talin auðveldasta leiðin á svæðinu. Í þessari ferð er gengið á milli bæjanna Dobbiaco og Belluno og heildargönguvegalengd er 115 km. Vel búnir skálar eru á milli dagleiða en ekki er hægt að trússa farangur á milli skála. Þetta er ógleymanleg ganga í tilkomumiklu umhverfi sem er í flokki með bestu gönguleiðum heims.

Dagskrá

Dagur 1- Ísland - Dobbiaco
koma til Dobbiaco. Gist á hóteli. Kvöldverður á eigin vegum

Dagur 2 - Dobbiaco - Rifugio Fanes
Dagurinn hefst með stuttri strætóferð frá Dobbiaco upp til Braies vatns, sem er umlukið tígulegum fjöllum.  Gengið er meðfram vatninu um stund áður en haldið er á brattann upp í fjallshlíðarnar. Fornodalurinn liggur upp í Forcella Sora Forno skarðið og þaðan lækkum við okkur niður að skálanum Rifugio Sennes. Áfram er haldið um fjallaengi áður og svo er snörp lækkum niður til skálans Rifugio Pederü þar sem við getum kastað mæðinni fyrir lokasprett dagsins upp til skálans Rifugio Fanes en þar gistum við í nótt. Morgunverður og kvöldverður í skála
18.5km – 1455m hækkun – 850m lækkun

Dagur 3 - Rifugio Fanes - Rifugio Lagazuoi
Dagurinn í dag er öllu styttri og þægilegri enda góðir stígar nánast alla leið upp í skálann Rifugio Lagazuoi sem stendur á frábærum stað þar sem herir Ítalíu og Austurríkis áttust við í seinni heimstyrjöldinni. Hægt er að komast hjá einu bröttu lækkuninni með því að taka skemmtilega hjáleið. Morgunverður og kvöldverður í skála
11.5km – 1215m hækkun – 565m lækkun. 

Dagur 4 - Rifugio Lagazuoi - Rifugio Averau  
Við byrjum daginn á því að skoða Galleria Lagazuoi, göng frá því í fyrri heimsstyrjöld en margar leiðir á svæðinu tengjast stríðsbrölti. Ganga dagsins liggur svo undir tilkomumiklum hlíðum Tofana de Rozes, framhjá Cinque Torri dröngunum að skálanum Rifugio Averau. Morgunverður og kvöldverður í skála
14.5km – 870m hækkun – 1050 m lækkun

Dagur 5 - Rifugio Averau - Rifugio Citta di Fiume
Gangan hefst með lækkun niður til Passo Giau. Seinni hluta dagsins njótum við þess að ganga um fjallaengi á milli þess sem við hækkum okkur. Monte Pelmo með sína tvo tinda er óneitanlega fjall dagsins þar sem það blasir við okkur. Við endum göngu dagsins í skálanum Rifugio Citta di Fiume. Morgunverður og kvöldverður í skála
15km – 490m hækkun – 1130m lækkun.

Dagur 6 - Rifugio Citta di Fiume - Rifugio Vazzoler
Í dag er hægt að velja um tvær leiðir, annað hvort Passo Staulanza eða Passo Palafavera. Við göngum svo meðfram mikilfenglegu Monte Civetta alla leið í skóginn umhverfis skálann Rifugio Vazzoler. Morgunverður og kvöldverður í skála
18km – 750m hækkun – 950m lækkun.

Dagur 7 - Rifugio Vazzoler - Rifugio Pramperat 
Leið dagsins er löng en þægileg að mestu leyti með nokkrum brattgengisköflum. Við förum um hvilftir og smádali Civetta fjallgarðsins að Passo Duran. Síðasti hluti leiðarinnar liggur svo um urð og grjót til Rifugio Pramperet. Morgunverður og kvöldverður í skála
20km – 1110m hækkun – 965 m lækkun.

Dagur 8 - Rifugio Pramperat - Belluno
Við endum gönguna með stæl enda staðsett í óviðjafnanlegum fjallasölum sem virðast nær heimsenda en siðmenningu. Við göngum um Cime di Zita og hefjum lækkunina sem í dag er talsverð. Við göngum eftir þægilegum stígum og slóða framhjá Rifugio Bianchet og náum svo strætó til bæjarins Belluno, þar sem ferðin endar. Í þessum lifandi fjallabæ fögnum við göngulokum. Gist á hótelinu Albergo Capello e Cadore. Morgunverður í skála
17.5km – 815m hækkun – 2230m lækkun.

Dagur 9 - Belluno - Ísland
Haldið heim á leið. Morgunverður á hóteli

Bóka ferð

Ferðina er hægt að bóka fyrir einstaklinga og hópa, vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.