Bútan og Nepal, göngu- og menningarferð

Bútan og Nepal, göngu- og menningarferð

Fararstjóri
Leifur Örn Svavarsson

Leifur Örn Svavarsson

Fararstjóri

Leifur Örn Svavarsson var einn af stofnendum Íslenskra Fjallaleiðsögumanna 1994 og er enn í dag einn af aðaleigendum fyrirtækisins. Hann hefur farið allar helstu ferðir ÍFLM sumar sem vetur, jafnt innanlands sem utan og er einn reyndasti fjallaleiðsögumaður landsins.

Í maí 2013 varð Leifur Örn fyrsti Íslendingurinn til að komast á topp hæsta fjalls jarðar, Everest, með því að fara upp norðanmegin.

Leifur hefur farsællega stýrt leiðöngrum Íslenskra Fjallaleiðsögumanna á hæstu fjöll margra heimsálfana eins og Elbrus - hæsta fjall Evrópu, Aconcagua- hæsta fjall Suður Ameríku, Denali/Mt. McKinley- hæsta fjall Norður-Ameríku og  Mt. Vinson- hæsta fjall Suðurheimskautslandsins.

Grænland og heimsskautasvæðin eru heimavöllur Leifs.  

Leifur er jarðfræðingur frá Háskóla Íslands með framhaldsmentun í snjóflóðum.  

Leifur hefur stýrt fjallgöngu og jöklaleiðsagnarhluta Íslenskra Fjallaleiðsögumanna og séð um þjálfun jöklaleiðsögumanna sem yfirleiðsögumaður. Leifur hefur verið fararstjóri í fleiri ferðum á Hvannadalshnjúk heldur en tölu verður á komið, auk ferða á Hrútsfjallstinda, Þverártindsegg, Sveinstind og göngu og skíðaferða á aðra hæstu jökla og fjallstinda landsins.
Þrátt fyrir að öðru hverju megi ná Leifi á skrifstofu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna unir hann sér best með ísexi í hönd eða skíði á fótunum.Verð frá
475000 kr.

Erfiðleikastig
Hófleg

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Hvað er innifalið
Flug til og frá Pokhara og Bútan. Íslenskur og nepalskur/bútanskur leiðsögumaður. Undirbúningsfundur. Gisting og matur samkv. ferðalýsingu, allur akstur og fluttningur á farangri.

Lengd ferðar
13 dagar

Hópastærð
hámark 16

Göngu- og menningaferð til Bútan og Nepal, tveggja landluktra ríkja við rætur Himalayafjalla

Leiðsögumaður er Leifur Örn Svavarsson.

Ferðin hefst í Kathmandu Nepal 17. október 
Flogið frá Kathmandu til Pokhara 18. október 
Flogið frá Pokhara til Kathmandu 24. október 
Flogið frá Kathmandu til Bútan 25. október
Flogið fá Bútan til Kathmandu 28. október
Ferð líkur í Nepal 29. október 

Verð: 475.000 kr, miðað við 2 í herbergi.
Einsmannsherbergi er í boði í Kathmandu, Pokhara og Bútan gegn aukagreiðslu.
Flug til og frá Kathmandu er ekki innifalið í verði ferðar.

Í fyrri hluta ferðarinnar er gengið um Annapurna svæðið, með útsýni á nokkra af tígulegustu tindum jarðar.
Seinni hluti ferðarinnar er helgaður Bútan. Þar kynnumst við menningu heimamanna, en í ferðinni er einn af hátíðardögum Bútana sem einkennist af grímudansi munkanna í Tashichho Dzong. Hápunktur ferðarinnar er þó líklega fyrir felsta gangan upp í Tigrishreiðrið (Tigers nest/Taktsang) sem er einn myndrænasti staður veraldar. 

Austurhluti Himalayafjallgarðurinn býður upp á  eina mestu lífræðilegu fjölbreytni á jörðinni.  Á göngunni í Nepal rís land frá 700 m hæð yfir sjávarmál upp í 7.000 m á örfáum kílómetrum.  Sá munur sem þar skapast á hitastigi og úrkomu veldur gríðarlegum fjölbreytileika í gróðri og dýralífi og er mannlífið ekki síður fjölbreytt.  Í þrögnum og afskektum dölum Nepal hefur þróast mismunandi menning og sem dæmi eru töluð 130 tungumál í landinu.  Á göngunni um undirhlíðar Himalyafjallanna er gengið um heimkynni Gurung þjóðflokksins og við sjáum menningu sem er talsvert frábrugðin þeirri á láglendinu.  Á göngunni er útsýni yfir marga hæstu, snævi þakta, tinda jarðar, 8.000 metra risana Annapurna og Daulageri og ekki síður fallega tinda eins og Fiskisporðinn, Machhapuchhre sem má kalla einkennisfjall Nepalska hluta ferðarinnar.  Við förum skoðunarferðir um hina litskrúðugu höfuðborg Nepals, Kathmandu, siglum á friðsælu Pokhara vatninu og kynnumst þeirri rólegu og aðlaðandi borg.  

Smáríkið Bútan var lokað fyrir umheiminum fram yfir 1990 og þeir hafa varðveitt menningu sína vel.  Í þessari ferð er farið á hátíðina í Thimpu.  Þessi tími er vinnsæll tími, bæði veðurfarslega en einnig er mikil aðsókn  að sjá menningarhátíðina og dans munkana í Thimphu Dzongkhag.  Þó er gangan upp í Tígrishreiðrið er að mörgu leiti hápunktur ferðarinnar.  

Þetta er frábært ferðalag um spennandi menningarheima og gangan í Nepal passleg öllum sem stunda einhverjar göngur.  


Í Kathmandu, Pokhara og Bútan er gist í 2ja manna herbergjum á góðum hótelum. 
í göngunni í Nepal er gist í 2ja manna herbergjum á gistiheimilum.

Innifalið í verði:
Undirbúningsfundur með leiðsögumanni fyrir brottför
Íslensk leiðsögn
Ráðleggingar varðandi flug
Akstur til og frá flugvelli í Kathmandu
Hótel með morgunverði í Kathmandu í 3 nætur
Hótel með morgunverði í Pokhara í 2 nætur
Hótel með morgunverð í Bútan í 3 nætur
Fullt fæði í Bútan
Skoðunarferðir um Kathmandu með staðarleiðsögumanni
Innanlandsflug til og frá Pokhara
Millilandaflug til og frá Bútan
Nepalskur gönguleiðsögumaður og aðstoðarleiðsögumaður
Bútanskur leiðsögumaður
Burður á farangri í Nepal á meðan á göngu i stendur, 1 burðarmaður á hverja 2 farþega
Tryggingar staðarleiðsögumanna og burðarmannaAllur matur og gisting í gistihúsum á göngunni í Nepal
Lyfjakista með sérhæfðum lyfjum og súrefniskútur

Ekki innifalið í verði:
Flug til og frá Kathmandu
Vegabréfsáritun til Nepal, keypt á flugvellinum og kostar 40 USD
Matur í Kathmandu og Pokhara, annar en morgunverður
Þjórfé til heimamanna
Persónuleg eyðsla eins og aðgangur að neti, drykkir og hleðsla á raftækjum.

Dagskrá

Dagur 1.  17. október.  Koma til Kathmandu. 
Akstur á gott hótel i miðbænum.  Eftir langt flug er ágætt að taka því rólega og nota það sem eftir lifir dags til þess að skoða miðbæinn, nágrenni hótelsins eða taka því rólega á hótelinu fram að kvöldmat.
Gist á hóteli í 2ja manna herbergjum með morgunverð. Kvöldverður ekki innifalinn.  

Dagur 2.  18. október.  Flug til Pokhara
Um morguninn er stutt, eða um hálftíma innanlandsflug til Pokhara.  Flogið er meðfram Himalayafjallgarðinum með stórkostlegu útsýni þeirra sem sitja hægra megin í flugvélinni.  Við komuna til Pokhara byrjum við á að aka upp í hæðirnar á móti bænum, að friðarstúpu sem er þar á toppi fjallshryggs.  Þaðan er fallegt útsýni til Himalayafjallanna sem gnæfa yfir bænum.  Af snjóugum tindum Himalyafjallgarðsins þá ber mest á "Fiskisporðinum" Machhapuchhre og Annapurna fjallgarðinum.  Það er lika fallegt að sjá niður að bænum og vatninu sem það stendur við en þangað göngum við síðan í gegnum skóginn.  Við siglum yfir vatnið og göngum meðfram vatnsbakkanum heima að hótelinu okkar.  Þó að Pokhara sé næst stærsti bær Nepal þá er miðbærinn þægilega lítill og þar er afslappaðra andrúmsloft heldur en í skarkala stórborgarinnar Kathmandu. 
Gist á hóteli í 2ja manna herbergjum með morgunverð. Kvöldverður ekki innifalinn.  

Dagur 3.  19. október. 
Eftir morgunverð er sest upp í rútu og ekið eins langt og vegurinn nær inn í Annapurna friðlandið og upp að þorpinu Tirkhedhunga, þar sem gangan hefst.  Þó að vegalengdin sé ekki löng eða um 50 km þá er jeppaslóðinn í lokin grófur þannig að búast má við að aksturinn taki um 3 klst.  Gengið er með létta dagpoka eftir aldargömlum þjóðleiðum og  hádegismatur snæddur á veitingastað við stiginn.  Gengið er rólega og teknar reglulegar pásur, en þennan fyrsta göngudag er hækkunin um 500 metra, en vegalengdin stutt, ekki nema 2 km.  Það er gaman að koma til Ulleri, þorpsins sem gist er í.  Gurung þjóðflokurinn byggir þorpið, sem er litið og vinalegt.  Vatnabuffalóar á ferli og ræktun í stöllum í fjallshlíðunum, sem tekið hefur margar kynslóðir ómælda vinnu að gera. 
Ganga 2 klst, 2 km og 500 m hækun.
Gisti á gistiheimili og allur matur innifalinn.

Dagur 4.  20. október.  Gengið til Ghorepani.
Gengið er áfram til þorpsins Ghorepani.  Öðru hvoru náum við góðu útsýni á fjallstoppa eins og Dhaulagiri 7 hæsta fjall jarðar 8.167m, "Fiskisporðin", suður tind Annapurna og Hiunchuli.   Austur hluti Himalayafjallagarðsins, Nepal og Bútan eru þau svæði jarðar þar sem lífræðileg fjölbreytni er hvað mest.  Frá Pokhara sem er í 700 m hæð þá eru ekki nema 30 km upp í 7.000 m hæð.  Fjallendið þarna megin fjallgarðsins fær mikla úrkomu yfir monsún rigningarnar, en hinu megin í fjöllunum er úrkomuskuggi og mjög lítil úrkoma.  Hæðar- og úrkomumunurinn veldur miklum fjölbreytileika í gróður- og dýralífi sem er auðsjáanlegur á þessu svæði.  Gist í þorpinu Ghorepani í 2.860 m hæð en það er Magar þjóðflokkurinn sem þar á heima. 
Göngutími er um 5 klst, vegalengd 8 km og samanlögð hækkun um 1.000 m.
Gisti á gistiheimili og allur matur innifalinn.

Dagur 5.  21. október.  Poon Hill - Tadapani
Dagurinn er tekinn snemma, farið af stað fyrir birtingu og gengið á einn vinsælasta útsýnistað Himalayafjallanna, Poon Hill, þar sem við sjáum sólina koma upp yfir Himalayjafjöllin.  Þó að í samanburði við fjöllin í nágrenninu kallist þessi litli fjallstindur "hæð" er hann 3.210 m hár og það tekur um 50 mín að ganga frá þorpinu upp á tindinn.  Þaðan sjást þrír 8.000 metra tindar Dhaulagiri, Annapurna 1, Manaslu auk fjölda annarra snæviþaktra tinda Himalayjafjallanna.  
Eftir seinni morgunmatinn í Ghorepani er ferðinni haldið áfram og gengið til þorpsins Tadapani.  Gangan fylgir fjallshryggjum gegnum þorpið Deurali og áfram til þorpsins Danthanti þar sem stoppað er í  hádegismat.  Gist er í Tadapani (2660m) sem er lítið þorp Gurung fólksins, umlukt lyngrósar skógi.  
Göngutímu 5-6 klst, vegalengd 12 km.  Þó að í gist sé lærra en kvöldið á undan er gangan mishæðótt og samanlögð hækkun um 400 m.
Gisti á gistiheimili og allur matur innifalinn.

Dagur 6.  22. október.  Gengið til Ghandruk.
Langt er af stað eftir morgunverð í þægileg göngu til þorpsins Ghandruk.  Gangan er að mestu á jafnsléttu og niður í móti í gegnum lyngrósar skóg til þorpsins Ghandruk (1952).  Þar er snæddur hádegisverður og eftir hann er farið í skoðunarferð um gamla bæinn og á byggðasafnið.  
Göngutími 4 klst, vegalengd 6,5 km, óveruleg hækkun en um 900m lækkun.
Gisti á gistiheimili og allur matur innifalinn.

Dagur 7. 23. október.  Göngu líkur og ekið aftur til Pokhara.
Gengið er fram að hádegi,  gegnum þorpið Saulibazar að Modi Khola ánni áleiðs til þorpsins Birethani þar sem stoppað er í hádegisverð.  Eftir hádegið er ekið til Pokhara. Í Pokhara er tilvalið er að láta þvo göngufötin, fara  í nudd á hótelinu eða á bökkum stöðuvatnsins, eða einfaldlega rölta um bæinn áður en farið er í kvöldverð á veitingastað.
Ganga 4-5 klst, vegalengd 8-10 km.
Gist á hóteli í 2ja manna herbergjum með morgunverð. Kvöldverður ekki innifalinn.

Dagur 8. 24. október.  Flogið til Kathmandu og skoðunarferð um borgina.
Tekið morgunflug til Kathmandu, þar mun staðarleiðsögumaður taka á móti okkur á flugvellinum og fara með hópinn í skoðunarferð um undur borgarinnar.  Í Kathmandu dalnum eru 7 staðir sem eru á heimsminjaskrá UNESCO. Byrjum á því að heimsækja Pashupatinath hofin, sem eru helgustu hof Hindúa.  Þaðan er farið að risastóru og myndrænu "stupunni" Boudhanath eða Litlu Tibet, þar sem við borðum hádegismat. Litla Boudhanath er önnur stærsta stupa heims og helgur staður Tibet búddista. Fallegt og kyrrlátt svæði umlukið verslunum og veitingastöðum.
Gist á hóteli í 2ja manna herbergjum með morgunverð. Kvöldverður ekki innifalinn. 

Bútan
Dagur 9.  25. október.  Flug til Bútan 
Flogið til Bútan þar sem þar sem staðarleiðsögumaður tekur á móti hópnum. Flugið til Bútan tekur tæpan klukkutíma og er stórkostlegat útslýni í fluginu, má ma sjá 4 af 5 hæstu fjöllum heims  Við komuna til Bútan verðum við strax vör við menningarmuninn milli landanna.  Sérstæður byggingarstílinn, tandurhrein flugstöðin og hefðbundinn klæðnaður heimamanna endurspeglar agann sem viðrist ríkja í Bútan og eru það talsverð viðbrigði við ringulreiðina sem virðist einkenna Kathmandu.  Við komu er ekið til höfuðborgarinnar Thimpu, þar komum okkur fyrir á mjög góðu hóteli við aðaltorgið og förum síðan í skoðunarferð um borgina.
Gist á hóteli í 2ja manna herbergjum með baði. Allur matur innifalinn.

Dagur 10.  26. október.  Thimpu hátíðin.
Dagurinn er hátíðardagur í Thimpu og er hápuntur hátíðarhaldanna grímudans munkanna í Tashichho Dzong klaustrinu.  Heimamenn taka virkan þátt í hátíðinni og líta á það sem blessun að hafa tækifæri til að horfa á grímudansinn.  Dansað er samkvæmt ævafornum hefðum Tíbesk Búddisma sem varðveist hafa vel í konungsríkinu. Hátíðardagarnir í Bútan eru einstakir og mikið sjónarspil. Ferðamenna sækja í að heimsækja landið þegar hátiðirnar eru og því bókast ferðir á þeim tíma fljótt. Eftir hátíðarhöldin er ekið til þorpsins Paro þar sem gist er á hóteli sem var fyrrum kastali héraðshöfðingjans. Húsið er í hefðbundnum bútönskum stíl, mjög fallegt og myndrænt.
Gist á hóteli í 2ja manna herbergjum með baði. Allur matur innifalinn.

Dagur 11. 27. október.  Tigris hreiðrið (Taktsang Lhakhang)
Við göngum upp í Tískris hreiðrið/klaustrið sem er einn myndrænasti staður á jarðríki.  Taktsang Lhakhang er þekktasta kennileiti Bútans og helgur staður, nafnið Taktsang þýðir Tígris hreiðrið. Klaustrið er einn helgasti staður konungsríkisins og byggt á kletti í 900m hæð yfir Paro dalnum. Gangan er á fótinn, en vel upplifunarinnar virði.  Við hvert fótmál breytist ásýndin á kaustið sem hangir utan í klettavegginum og þó að margir hafi séð myndir af staðnum þá er raunveruleg upplifun mun sterkari heldur en búast má við.  Eftir gönguna slökum við á í hefðbundu steinbaði að hætti heimamanna.  Þar eru ársteinar hitaðir á eldi og notaðir til þess að hita baðvatn.  í lok dags er snæddur þjóðlegur Bútanskur kvöldverður í aldargömlum bóndabæ þar sem þrjár kynslóðir búa saman áður en haldið er til baka á hótelið í Paro.
Gist á hóteli í 2ja manna herbergjum með baði. Allur matur innifalinn.

Dagur 12. 28. október. Flug til Kathmandu og skoðunarferð um borgina.
Flogið er til baka til Kathmadu og önnur skoðunarferð um borgina.  Að þessu sinni byrjum við á því að fara í "Apaklaustrið" Swayambhunath Stuba (Monkey Temple) , enn einn staðurinn á heimsminjaskrá UNESCO. Stúban hvílir á hæð með góðu útsýni yfir borgina og er þakin litlum hofum og trúarlegum táknum og hefur mikla trúarlega þýðingu fyrir búddista.  Þaðan förum við um gömlu konungshallir Kathmandu dalsins og göngum í lokin í gegnum miðbæinn að hótelinu okkar.  Seinni partinn er frjáls tími þar sem upplægt er nota tímann til að ganga um bæinn, en útivistarbúnaður og fjölbreyttir minjagripir eru á mjög góðu verði.  Einhverjir kjósa kansi frekar að fara í nudd á hótelinu og slaka á í lok ferðar. 
Gist á hóteli í 2ja manna herbergjum með morgunverð. Kvöld- og hádegisverður ekki innifalinn.  

Dagur 13. 29. október.  Heimferðadagur. 
Yfirgefum skarkala Kathmandu og höldum áleiðs heim.

Tryggingar - World Nomads

Öll vitum við að slys gera ekki boð á undan sér og ef að þau henda á ferðalagi er mikilvægt að haf örugga tryggingu. Flest erum við með ferðatryggingar af einhverju tagi ýmist í kortum eða inni í heimilistrygginunum okkar. Oft duga þessar tryggingar en við mælum með því að þú kynnir þér nákvæmlega hvaða bóta/aðstoðar þínar tryggingar ná til. Ef ferðast er í hæð má vera að þú þurfir að fá þér auka tryggingu. Við höfum góða reynslu af viðskiptum við World Nomads sem eru sérhæfð í tryggingum fyrir ferðalanga af öllu tagi. Við hjá Fjallaleiðsögumönnum höfum góða reynslu af þeim.

Bóka ferð

Því miður eru engar bókanlegar brottfarir í boði sem stendur. Vinsamlegast hafið samband til að fá frekari upplýsingar.

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband