Aconcagua - IMG1122

Ógleymanlegt útsýni á "Hvíta útverðinum"

IMG_0869.JPG
IMG_0911.JPG
IMG_0917.JPG
IMG_0929.JPG
IMG_0962.JPG
IMG_0986.JPG
IMG_0999.JPG
IMG_1036.JPG
IMG_1038.JPG
IMG_1053.JPG
IMG_1070.JPG
IMG_1078.JPG
IMG_1089.JPG
IMG_1095.JPG
IMG_1102.JPG
IMG_1132.JPG
IMG_1134.JPG
IMG_1139.JPG
IMG_1159.JPG
IMG_2834.JPG
IMG_2937.JPG
IMG_2948.JPG
P1260059.JPG
Matthieu Saillant 1.jpg
Matthieu Saillant 4.jpg

Tegund ferðar:Sérferð

Erfiðleikastig:

AUÐVELT

ERFITT

Verð frá:  

Fullorðinn: 950000 kr

 • JAN
 • FEB
 • MAR
 • APR
 • MAY
 • JUN
 • JUL
 • AUG
 • SEP
 • OCT
 • NOV
 • DEC

Lengd: 20 dagar

Dagleiðir: 7 - 12 klst

Athugið: Hlutfall leiðsögumanna á þátttakendur er 1 / 4

 • Lýsing ferðar

  Um Aconcagua
  Aconcagua er hæsta fjall Suður Ameríku, 6.962 m hátt og er fjallið næsthæst þeirra 7 tinda sem eru hæstu fjöll sinna heimsálfa. Nafnið er úr indjánamállýsku og má þýða sem „Hvíti útvörðurinn“. Aconcagua er í miðjum Andesfjallgarðinum sem liggur niður alla vesturströnd Suður-Ameríku. Fjallgarðurinn myndaðist þegar hluti Kyrrahafsflekans þrýstist undir meginlandsfleka Suður-Ameríku. Fjallið er ekki eldfjall þótt talsverð eldvikni sé á svæðinu. Aconcagua er í Mendoza héraðinu í Argentínu, um 15 km frá landamærum Chile.

  Stutt lýsing á ferðinni á fjallið
  Flogið er til borgarinnar Mendoza sem er staðsett í helsta vínræktarhéraði Argentínu. Þaðan er ekið inn í Andesfjöllin að Puenta de Inca þar sem farangrinum er hlaðið á múlasna og gengið að fjallinu. Þriggja daga gangan að grunnbúðum er um stórbrotið eldfjallalandslag. Farið er undir suðurhlíð Aconcagua sem rís 3.000 metra upp frá dalbotninum. Áhersla er á góðan aðbúnað bæði í grunnbúðum og á göngunni að fjallinu, ferskmeti og góðan mat. Sofið er í rúmum í stóru braggatjaldi þar sem hátt er til lofts og gott að athafna sig. Gengið er á einn aðlögunartind áður en lagt er til atlögu við fjallið sjálft. Burðarmenn munu aðstoða við að flytja sameiginlegan farangur og mat upp í fyrstu tvær búðirnar en við sjáum sjálf um að flytja farangurinn upp í efstu búðir í tveimur ferðum.

  Fararstjóri: Leifur Örn Svavarsson

  Innifalið: Íslensk fararstjórn. Tvær nætur á hóteli í Mendoza áður en farið er á fjallið og ein nótt eftir fjallgönguna.  Flutningur frá Mendoza að upphafi göngu og til baka. Flutningur á farangri með múlösnum að grunnbúðum á fjallinu, gisting í kojum í þægilegum braggatjöldum bæði í göngunni að fjallinu og í grunnbúðum, aðstaða í matartjaldi í grunnbúðum og göngunni að fjallinu. Fullt fæði meðan á fjallgöngunni stendur með vönduðu ferskmeti í grunnbúðum ásamt drykkjum. Burðarmaður til þess að flytja sameiginlegan útbúnað upp í fyrstu búðir og mat upp í aðrar búðir til þess að létta gönguna fyrir fjallgöngumennina. Háfjallatjöld, prímusar og þurrmatur fyrir fjallgönguna sjálfa

  .Ekki innifalið: Flug til og frá Argentínu en mælt er með flugleið sem þátttakendur og fararstjóri geta sammælst um. Leyfi frá þjóðgarðsyfirvöldum fyir hvern einstakling til þess að klífa fjallið en ætla má að það kosti um 100 þúsund krónur. Matur í Mendoza, annar en morgunmatur. Hótel í Mendoza ef dvalið er þar meira en eina nótt í lok ferðar. Athugið að greiða þarf aukalega ef óskað er eftir einstaklingsherbergi.  Allur kostnaður sem fellur til ef hætt er í miðjum leiðangri.  

 • Dagskrá ferðar

  Ferðalagið til Argentínu
  Ekki er þörf á vegabréfsáritun til Argentínu. Gott er að gæta að gildistíma vegabréfs og ef flogið er í gegnum Bandaríkin þarf að kynna sér vel reglur þarað lútandi.

  Þátttakendur sjá sjálfir um flug til Mendóza en við mælum með tiltekinni leið aðstoðum fúslega sé þess óskað.

  Mendoza
  Þátttakendur sem koma með því flugi sem mælt er með verða sóttir á flugvöllinn og þeim ekið á hótel í miðbæ Mendoza. Borgin er vinaleg með Suður Evróskum blæ og auðvelt að fara gangandi um miðbæinn. Veðurfar er sólríkt og hitastig þægilegt.

  Eftir skamma dvöl á hótelinu förum við gangandi á þjóðgarsskrifstofuna og göngum frá leyfum fyrir fjallgöngunni en þess er krafist að þátttakendur mæti í egin persónu. Þátttakendur greiða sjálfir leyfisgjödin fyrir fjallgöngunni en 2010 voru þau um 100 þúsund kr.

  Gangan að fjallinu
  Við verðum sótt á hótelið um kl 10:00 og það tekur um 3 klukkustundir að aka þessa 180 km inn í fjöllin. Í skíðabænum Penetendes göngum við frá farangrinum á múlasna og fáum okkur hádegismat. Þaðan er stuttur akstur að Puenta de Inca þar sem við skráum okkur inn í þjóðgarðinn áður en við göngum af stað.

  Fyrsta dagleiðin er stutt, um 7 km með 500 m hækkun og má búast við að gangan taki 3- 4 klst. Í upphafi göngunnar er dalbotninn grasi vaxinn en er ofar dregur minnkar gróðurþekjan og er bundin við sök blóm og runna. Við fáum kvöldmat í Confluencia tjaldbúðunum og sofum í kojum í stóru braggatjaldi. Búðirnar eru í 3.400 m hæð og þar gistum við í tvær nætur.

  Annan daginn förum við í aðlögunargöngu undir Suðurhlíð Aconcagua. Þar sem við erum á suðurhveli jarðar þá er það suðurhlíð fjallsins sem aldrei nýtur sólar. Hæðamunurinn frá hlíðarfætinum og upp á topp er næstum 3.000 metrar og það eru fáar jafnháar hlíðar í heiminum sem rísa jafn bratt.
  Gangan tekur okkur upp í 4.000 metra hæð og er ágæt aðlögun fyrir næstu daga.
  Þegar við komum til baka í Confluencia búðirnar verður hópurinn tekinn í læknisskoðun þar sem súrefnismettun blóðsins er mæld ásamt blóðþrýstingi og fleiri atriðum sem segja okkur til um hversu vel líkamanum gengur að aðlaga sig hæðinni.

  Seinni dagleiðin upp í grunnbúðir er nokkuð löng ganga. Vegalengdin er um 18 km og hækkunin rúmir 900 metrar. Búast má við að gangan taki milli 8 og 9 klukkustundir. Dalurinn þrengist eftir því sem ofar dregur uns nauðsynlegt er að ganga mjóa götu í fjallsrótunum með á sem hlykkjast um dalbotninn á aðra höndina. Yfir gnæfa litskrúðugir 5.000 metra tindar. Landslagi svipar til íslands en er mikilúðlegra og stórrbrotnara.

  Oft er vindur í þröngum dalnum og þá er hitastig þægilegt en þegar það lygnir veldur sterk sólin nánast óbærilegum hita. Þrátt fyrir sterkan sóláburð er ekki ráðlegt að sýna of mikið bert hold. Jafnvel handarbökinn geta fengið full mikla geislun. Æskilegt er að vera í þunnum fatnaði, vera með þunna hanska og sólhatt sem veitir vörn fyrir sterkum geislum sólarinnar.

  Grunnbúðir
  Grunnbúðirnar, Plaza de Mulas eru í 4.300 metra hæð. Búðirnar eru með stærstu árstíðarbundnu tjaldbúðum í heiminum, vel þekktar innan fjallamennskuheimsins. Þær eru eins og lítið þorp sem hundruðir fjallamanna fara í gegnum á hverju ári og þar er að finna veitingartjöld sem selja gos og hamborgara sem og þjónustuaðila sem bjóða uppá heitar sturtur, internet, gerfihnattasímtöl og þar er meira að segja hæsta myndlista galleri í heiminum að finna.

  Við gistum að minnsta kosti þrjár nætur í grunnbúðum í byrjun ferðar og í það minnsta eina nótt áður en við göngum til baka. Við verðum í kojum í stóru braggatjaldi sem tekur um 10 manns. Óski einhver þess frekar að fá hefðbundið göngutjald fyrir sig þá er það vel mögulegt og það ætti að vera hægt að útvega þægilega dýnu í tjaldið.

  Við verðum með matartjald með borði og stólum og erum þar í fullu fæði. Það eru vel útlátnir matarskammtar af góðum mat með eins miklu ferskmeti og mögulegt er að bjóða uppá á þetta afskekktum stað. Boðið er uppá Argentískt rauðvín með matnum en meðan líkaminn er að aðlagast hæðinni og þángað til fjallstindinum er náð er ráðlegt að fara mjög sparlega með rauðvínið.

  Við tökum hvíldardag fyrsta daginn í grunnbúðum. Fyrir utan morgun- hádegis- og kvöldmat er lítið annað á dagskránni en rólegt rölt um tjaldbúðirnar og nágrenni þeirra.

  Aðlögunartindur
  Annan daginn í grunnbúðum göngum við á 5.000 metra háan aðlögunartind. Við höfum skamma viðdvöl í skála sem er skammt frá grunnbúðunum. Skálinn, Hotel Refugio, var byggður árðið 1975 og er aðeins farinn að láta á sjá. Frá aðlögunartindinum er gott útsýni yfir Andesfjöllinn og Aconcagua. Gönguleiðin um efri hluta fjallsins sést mun betur heldur en úr grunnbúðunum.

  Á leiðinni á aðlögunartindinn er farið um skóg af myndrænum snjóstrýtum. Sterkt sólarljósið veldur því að snjórinn bráðnar með þessum sérstaka hætti sem er einkennandi fyrir Andesfjöll Suður-Ameríku.

  Fjallgangan sjálf
  Aðlögunargönguna göngum við í venjulegum gönguskóm en þegar við leggjum af stað í fjallgönguna sjálfa verðum við í einögruðum fjallgönguskóm. Við fáum burðarmenn til þess að bera sameiginlegan farangur upp í fyrstu búðir og mat fyrir okkur upp í aðrar búðir. Við göngum því létt upp í fyrstu búðir en berum tjöldinn og svefnpokana sjálf upp í aðrar búðir þar sem matarsending bíður okkar.

  Í öðrum búðum í 5000 m hæð mun leiðsögumaðurinn fara yfir veðurspá og þátttakendur munu gangast undir læknisskoðun. Í framhaldi af því mun leiðsögumaðurinn taka ákvörðun um frammhald göngunnar. Annaðhvort verður farið niður í grunnbúðir til hvíldar eða tekin önnur nótt í búðunum áður en farið verður upp í efstu búðir.

  Toppadagurinn
  Toppadagurinn er líkamlega erfiðasti dagur ferðarinnar. Þó að lóðrétt hækkun sé ekki nema rúmir 1000 metrar má búast má við að gangan á toppinn taki 8-9 klukkustundir. Búast má við hvössum vindi og miklu frosti þannig að á þeim degi reynir mikið á útbúnað og líkamlegt atgerfi.

  Niðurferðin
  Það fer heill dagur í að pakka saman og bera farangurinn úr efstu búðum og niður í grunnbúður. Ferskur matur, góður aðbúnaður og þægilegt hitastigið í grunnbúðunum er vel þegið eftir harðræðið í fjallgöngunni.

  Gangan til baka
  Farangurinn er fluttur á múlösnum og við göngum alla leið til baka með létta bakpoka. Við fáum okkur hressingu í Confluencia búðunum og klárum gönguna alla leið til byggða. Þó að dagurinn verði langur verður stefnt á að komast alla leið í menninguna og góðan aðbúnaðinn í Mendoza sama kvöld.

  Sól og hiti í Mendoza í lok ferðar
  Þó að fjallgangan sé meginmarkmið ferðarinnar þá er óskandi að vel gangi þannig að tími verði til þess að komast í skoðunar- og vínsmökkunarferð um héraðið.

  Viðbótarþjónusta
  Hægt er að bæta við burðarmanni sem hjálpar til við að bera persónulegan farangur.

  Hæðaraðlögun og hæðarveiki
  Andrúmsloftið þynnist með hæð og á toppi Aconcagua er aðeins 40% af því súrefni sem er við sjávarmál í andrúmsloftinu. Aðlögun að þunna loftinu fylgja ýmis óþægindi og ef of geyst er farið getur það verið lífshættulegt. Ferðahraða verður stillt í hóf, ferðaáætlun miðar við það að líkaminn hafi nægjanlegan tíma til þess að aðlagast þunna loftinu.

  Ákvörðunarvald fararstjóra
  Fararstjóri getur á hvaða tímapunkti ferðarinnar sem er tekið ákvörðun um að þátttakandi snúi við eða fari ekki hærra í fjallið telji hann að líkamlegt atgerfi eða hæðaraðlögun viðkomandi einstaklings sé óviðunandi og geti stofnað einstaklingnum í hættu. Sú ákvörðun er tekin með hagsmuni og öryggi þátttakanda að leiðarljósi.

  Aðstæður – við hverju má búast ?
  Í Mendoza í upphafi og lok ferðar er hitastig líkt og við Miðjarðarhafsströnd Frakklands um hásumar.
  Í göngunni að fjallinu má líkja aðstæðum við íslenskt sumar.
  Í grunnbúðum er þægilegur hiti meðan sólin skín en hitastig fer niður fyrir frostmark í skugga.
  Í efstu búðum í fjallinu er vetrarveður og á toppadaginn má búast við 20 gráðu frosti með sterkum vindi.

  Þessar breytilegu aðstæður gera miklar kröfur til útbúnaðarins. Þátttakendur fá nákvæmann útbúnaðarlista sem þeir geta haft til viðmiðunar.

Vinsamlegast hafið samband við okkur fyrir frekari upplýsingar um brottfarir í boði.