Aconcagua

Aconcagua

Verð frá
950000 kr.

Erfiðleikastig
Erfið

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Lengd ferðar
20 dagar

Aconcagua
Aconcagua er hæsta fjall Suður Ameríku, 6.962 m hátt og er fjallið næsthæst þeirra 7 tinda sem eru hæstu fjöll sinna heimsálfa. Nafnið er úr indjánamállýsku og má þýða sem „Hvíti útvörðurinn“. Aconcagua er í miðjum Andesfjallgarðinum sem liggur niður alla vesturströnd Suður-Ameríku. Fjallgarðurinn myndaðist þegar hluti Kyrrahafsflekans þrýstist undir meginlandsfleka Suður-Ameríku. Fjallið er ekki eldfjall þótt talsverð eldvikni sé á svæðinu. Aconcagua er í Mendoza héraðinu í Argentínu, um 15 km frá landamærum Chile.

Ferðatilhögun
Flogið er til borgarinnar Mendoza sem er staðsett í helsta vínræktarhéraði Argentínu. Þaðan er ekið inn í Andesfjöllin að Puenta de Inca þar sem farangrinum er hlaðið á múlasna og gengið að fjallinu. Þriggja daga gangan að grunnbúðum er um stórbrotið eldfjallalandslag. Farið er undir suðurhlíð Aconcagua sem rís 3.000 metra upp frá dalbotninum. Áhersla er á góðan aðbúnað bæði í grunnbúðum og á göngunni að fjallinu, ferskmeti og góðan mat. Sofið er í rúmum í stóru braggatjaldi þar sem hátt er til lofts og gott að athafna sig. Gengið er á einn aðlögunartind áður en lagt er til atlögu við fjallið sjálft. Burðarmenn munu aðstoða við að flytja sameiginlegan farangur og mat upp í fyrstu tvær búðirnar en við sjáum sjálf um að flytja farangurinn upp í efstu búðir í tveimur ferðum.

Áhætta varðandi ferðir í hæð:
Við hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum erum full meðvituð um þá ábyrgð og áhættu sem felst í því að fara með fólk upp í hæð og reynum eftir fremsta megni að standa eins vel að undirbúningi og framkvæmd ferða eins og mögulegt er.
Fjallaleiðsögumenn hafa trúnaðarlækni, Gunnar Guðmundsson lungnalækni og einn helsta sérfræðing Íslands á sviði háfjallaveiki. Fyrir utan það að vera ávallt til taks ef ráðgjafar er þörf þá hefur Gunnar ráðlagt um sérhæfð lyf sem eru alltaf með í ferðum og verið með markvissa þjálfun fyrir leiðsögumenn varðandi háfjallaveiki, forvarnir, meðferð og lyfjagjöf.
Í ferðum þar sem gist er í yfir 4500m hæð hafa hóparnir okkar súrefniskút meðferðis, sem hægt er að nota ef alvarleg tilfelli af háfjallaveiki koma upp. Við erum með lyfjakistu með háfjallalyfjum og öðrum lyfjum sem gæti verið þörf á.
Allir leiðsögumenn hafa lokið Wilderness First Responder skyndihjálpanámskeiði og eru þjálfaðir í að fylgjast vel með heilsufari og líðan þátttakenda og vera vakandi fyrir einkennum háfjallaveiki. https://www.mountainguides.is/tour/wfr-course 
Leiðsögumenn eru með gerfihnattasíma í öllum ferðum.

Tryggingar - World Nomads

Öll vitum við að slys gera ekki boð á undan sér og ef að þau henda á ferðalagi er mikilvægt að haf örugga tryggingu. Flest erum við með ferðatryggingar af einhverju tagi ýmist í kortum eða inni í heimilistrygginunum okkar. Oft duga þessar tryggingar en við mælum með því að þú kynnir þér nákvæmlega hvaða bóta/aðstoðar þínar tryggingar ná til. Ef ferðast er í hæð má vera að þú þurfir að fá þér auka tryggingu. Við höfum góða reynslu af viðskiptum við World Nomads sem eru sérhæfð í tryggingum fyrir ferðalanga af öllu tagi. Við hjá Fjallaleiðsögumönnum höfum góða reynslu af þeim.

Bóka ferð

Því miður eru engar bókanlegar brottfarir í boði sem stendur. Vinsamlegast hafið samband til að fá frekari upplýsingar.

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband