Afhverju að velja Íslenska Fjallaleiðsögumenn?

Kynningarfundur á fjallgönguhópum Íslenskra Fjallaleiðsögumanna, Fjallafólk og Fjallagengið verður haldinn að Stórhöfða 33, mánudaginn 7. september kl. 20. Það eru allir velkomnir og við hlökkum til að sjá sem flesta.

Sunnudaginn 1. febrúar kl. 10:00 ætla fjallgönguhópar Íslenskra Fjallaleiðsögumanna, Fjallafólk og Fjallagengið að taka sig saman og bjóða öllum áhugasömum að koma og kynna sér dagskrá hópanna með því að ganga á Úlfarsfell.

Hefur þú áhuga á fjallaskíðum og langar til að læra meira í skemmtilegum félagsskap? Þá gæti Skíðagengi Íslenskra Fjallaleiðsögumanna verið rétti vettvangurinn fyrir þig.

Nú stendur yfir leiðangur Íslenskra Fjallaleiðsögumanna á Suðurpólinn. Einar Torfi Finnsson fer fyrir hópnum en hann er einn af allra reyndustu leiðsögumönnum á Íslandi þegar kemur að lengri skíðaleiðöngrum.