Afhverju að velja Íslenska Fjallaleiðsögumenn?

Íslenskir Fjallaleiðsögumenn ehf. er ferðaskrifstofa sem leggur áherslu á göngu- og ævintýraferðir á Íslandi og Grænlandi. Hjá fyrirtækinu starfa 90 manns í fullu starfi allt árið, allir með brennandi áhuga á útivist og ferðamennsku. Gæði og fagmennska eru höfð að leiðarljósi starfseminnar og fyrirtækið leggur mikla áherslu á umhverfismál og samfélagslega ábyrgð.

Sunnudaginn 1. febrúar kl. 10:00 ætla fjallgönguhópar Íslenskra Fjallaleiðsögumanna, Fjallafólk og Fjallagengið að taka sig saman og bjóða öllum áhugasömum að koma og kynna sér dagskrá hópanna með því að ganga á Úlfarsfell.

Hefur þú áhuga á fjallaskíðum og langar til að læra meira í skemmtilegum félagsskap? Þá gæti Skíðagengi Íslenskra Fjallaleiðsögumanna verið rétti vettvangurinn fyrir þig.

Nú stendur yfir leiðangur Íslenskra Fjallaleiðsögumanna á Suðurpólinn. Einar Torfi Finnsson fer fyrir hópnum en hann er einn af allra reyndustu leiðsögumönnum á Íslandi þegar kemur að lengri skíðaleiðöngrum.

-->