Afhverju að velja Íslenska Fjallaleiðsögumenn?

Við þökkum fyrir frábæra þáttöku og óskum í leiðinni vinningshöfum til hamingju. Hægt er að vitja vinningana á skrifstofu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna að Stórhöfða 33, milli klukkan 09:00 - 18:00.

Íslenskir Fjallaleiðsögumenn standa fyrir sérstakri forsýningu á nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, fimmtudagskvöldið 17. september kl. 20 í sambíóunum Egilshöll. Fyrir sýninguna mun Leifur Örn Svavarsson Everest fari vera með stutta frásögn og myndasýningu frá Everest leiðangri sínum. Hægt er að vinna miða á sýninguna ásamt fleiri veglegum vinningum með því að taka þátt í leiknum hér að neðan. Einnig hvetjum við ykkur til þess að fylgjast með okkur á bæði Facebook og Instagram.

Kynningarfundur á fjallgönguhópum Íslenskra Fjallaleiðsögumanna, Fjallafólk og Fjallagengið verður haldinn að Stórhöfða 33, mánudaginn 7. september kl. 20. Það eru allir velkomnir og við hlökkum til að sjá sem flesta.

Sunnudaginn 1. febrúar kl. 10:00 ætla fjallgönguhópar Íslenskra Fjallaleiðsögumanna, Fjallafólk og Fjallagengið að taka sig saman og bjóða öllum áhugasömum að koma og kynna sér dagskrá hópanna með því að ganga á Úlfarsfell.