Afhverju að velja Íslenska Fjallaleiðsögumenn?

Stjórn Umhverfissjóðs Íslenskra Fjallaleiðsögumanna ehf. hefur komist að niðurstöðu um úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2016. Alls bárust 6 umsóknir þetta árið.

Í ört vaxandi ferðaþjónustu á Íslandi þarf að sýna ábyrgð og huga að því hvernig hægt sé að lágmarka umhverfisspor greinarinnar. Íslenskir Fjallaleiðsögumenn stofnuðu á 20 ára afmæli sínu Umhverfisjóð til að fjármagna verndun íslenskrar náttúru. Þannig vill fyrirtækið stuðla að því að komandi kynslóðir, geti notið gæða hennar um ókomin ár.

Fimmtudaginn 10.desember kl 20:00 mun Leifur Örn Svavarsson sýna myndir og segja frá tveimur gerólíkum leiðöngrum sem hann fór á síðasta ári. Í öðrum leiðangrinum gekk Leifur um frosnar íshellur og vakir á Norðurpólinn. Í hinum leiðangrinum gekk hann 10 daga gegnum regnskóga Nýju Guineu á leið sinni á Carstensz Pyramid, klettadrang sem skagar uppúr frumskóginum og er hæsta fjall Eyjaálfu.

Við þökkum fyrir frábæra þáttöku og óskum í leiðinni vinningshöfum til hamingju. Hægt er að vitja vinningana á skrifstofu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna að Stórhöfða 33, milli klukkan 09:00 - 18:00.