Núpsstaðaskógar - Skaftafell

Núpsstaðaskógar - Skaftafell

Erfiðleikastig
Miðlungs, Krefjandi
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Ferðaflokkur
bakpokaferð

Hvað er innifalið
Undirbúningsfundur fyrir brottför, leiðsögn og skutl inn í Núpsstaðarskóga

Lengd ferðar
4 dagar

Hópastærð
hámark 12

leiðsögumaður Leifur Örn Svavarsson

Leifur Örn Svavarsson

leiðsögumaður

Leifur Örn Svavarsson var einn af stofnendum Íslenskra Fjallaleiðsögumanna 1994 og er enn í dag einn af aðaleigendum fyrirtækisins. Hann hefur farið allar helstu ferðir ÍFLM sumar sem vetur, jafnt innanlands sem utan og er einn reyndasti fjallaleiðsögumaður landsins.

Í maí 2013 varð Leifur Örn fyrsti Íslendingurinn til að komast á topp hæsta fjalls jarðar, Everest, með því að fara upp norðanmegin.

Leifur hefur farsællega stýrt leiðöngrum Íslenskra Fjallaleiðsögumanna á hæstu fjöll margra heimsálfana eins og Elbrus - hæsta fjall Evrópu, Aconcagua- hæsta fjall Suður Ameríku, Denali/Mt. McKinley- hæsta fjall Norður-Ameríku og  Mt. Vinson- hæsta fjall Suðurheimskautslandsins.

Grænland og heimsskautasvæðin eru heimavöllur Leifs.  

Leifur er jarðfræðingur frá Háskóla Íslands með framhaldsmentun í snjóflóðum.  

Leifur hefur stýrt fjallgöngu og jöklaleiðsagnarhluta Íslenskra Fjallaleiðsögumanna og séð um þjálfun jöklaleiðsögumanna sem yfirleiðsögumaður. Leifur hefur verið fararstjóri í fleiri ferðum á Hvannadalshnjúk heldur en tölu verður á komið, auk ferða á Hrútsfjallstinda, Þverártindsegg, Sveinstind og göngu og skíðaferða á aðra hæstu jökla og fjallstinda landsins.
Þrátt fyrir að öðru hverju megi ná Leifi á skrifstofu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna unir hann sér best með ísexi í hönd eða skíði á fótunum.25 ára  afmæli Íslenskra Fjallaleiðsögumanna og göngunnar milli
Núpsstaðarskóga og Skaftafells.
Fyrir aldarfjórðung tóku 4 ungir leiðsögumenn, Einar Torfi, Leifur Örn, Sveinn Helgi og Hjörleifur, sig til og stofnuðu Íslenska Fjallaleiðsögumenn.  Fyrsta sumarið var aðal starfsemin  jöklaganga, sem var þá ný afþreying fyrir ferðamenn og ný gönguleið sem þeir höfðu gert milli Núpsstaðarskóga og Skaftafells.  Sannfærðir um að vera komnir með flottustu  gönguleið á landinu gerðu þeir ráð fyrir að hún mundi strax slá í gegn hjá íslendingum.  Þó að það hafi ekki gerst eins hratt og frumkvöðlarnir vonuðu þá hefur gönguleiðin fest í sessi og skapað sér nafn sem ein fjölbreyttasta og fallegasta gönguleið á Íslandi.  
Í tilefni af aldarfjórðungs afmælinu verður boðið upp á tvær ferðir með frumkvöðlunum sem fundu gönguleiðina og leiddu fyrstu hópana þessa fallegu leið.
26-30 júni fararstjóri Leifur Örn Svavarsson - fullbókuð
7-11 ágúst fararstjóri Einar Torfi Finnson - aflýst
Þessi ferð er á afmælis tilboði og því gilda afslættir ekki í ferðina.

Hafa samband

Dagskrá

Brottför er frá Skaftafelli kl 21:00 kvöldið fyrir göngudag 1. Þá er gott að vera búin að borða kvöldverð, vera með bakpokann pakkaðann og tilbúin í gönguna. Frá Skaftafelli fáum við skutl inn í Núpsstaðarskóga, þar sem við tjöldum og gistum um nóttina.

Göngudagur 1
Gangan hefst eftir morgunverð. Við tökum upp tjaldið, öxlum poka okkar og leggjum af stað í gegnum skógivaxið undirlendið að Kálfsklifinu. Þar bíður okkar smá brölt/klifur upp á klifið hvaðan við getum notið magnaðs útsýnis yfir tvílitahyl og umgjörð hans. Leiðin liggur svo eftir Núpsánni upp í Skessutorfugljúfur þar sem við tjöldum.

Göngudagur 2
Áfram höldum við og upp úr gljúfrinu og tökum stefnuna á Eggjar og höldum upp á þær. Frá Eggjum fæst magnað útsýni yfir Vatnajökul og Skeiðaárjökulinn sem breiðir úr sér neðan við okkur. Við lækkum okkur niður af Eggjum og finnum okkur hentugan tjaldstað nálægt jöklinum.

Göngudagur 3
Stóri jökladagurinn er í dag þegar við þverum sjálfan Skeiðarárjökul og kynnumst landslagi og myndum jökulsins. Við gætum þurft að krækja fyrir sprungusvæði eða jafnvel stunda smá jöklabrölt allt eftir því hvernig jökullinn tekur á móti okkur. Austan jökuls komum við svo aftur á land og tökum brekkuna upp að svölunum undir nyrsta tindi þar sem við tjöldum í nótt.

Göngudagur 4
Við kynnumst heillandi landslagi Kjósarfjallanna í dag og göngum upp á Blátind og um Skaftafellsfjöllin og drekkum í okkur þetta jöklumgirta líparítlandslag. Lækkum okkur svo niður í Morsárdalinn og höldum í Skaftafell þar sem ferðin endar.

Verð frá:

65000 kr

Framboð ferðar:

 • JAN
 • FEB
 • MAR
 • APR
 • MAÍ
 • JÚN
 • JÚL
 • ÁUG
 • SEP
 • OKT
 • NÓV
 • DES

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Subscribe to our mailing list

* indicates required
You may also like to receive:

Hafa samband