Gönguskíðagengið

Gönguskíðagengið

Erfiðleikastig
Auðveld
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Athugið
Spurningar? fyrirspurn@fjallaleidsogumenn - hafðu samband

Umsjónarmaður Einar Torfi Finnsson

Einar Torfi Finnsson

Umsjónarmaður

Einar Torfi er landmótunarfræðingur og einn af stofnendum og eigendum fyrirtækisins Íslenskir Fjallaleiðsögumenn. Einar Torfi hefur áratuga reynslu af leiðsögn og ferðamennsku og verður að teljast einn af reynslumeiri mönnum landsins á því sviði. Gildir þá einu, hvort um er að ræða ferðalög að sumri eða vetri, á Íslandi eða erlendis, á skíðum eða skóm. 

Einar Torfi starfaði með Flugbjörgunarsveitinni til fjölda ára þar sem hann sjóaðist talsvert í fjallamennsku og útivist og náði sér í ýmis leiðbeinandaréttindi á þeim vettvangi. Áhugamál Einars Torfa fóru fljótlega að snúast um fjöll og firnindi og eyddi hann drjúgum tíma í Ölpunum og kleif þar tind og annan. Á seinni árum hefur sjóndeildarhringurinn víkkað og klifurferðir í Alpana haf vikið fyrir ferðalögum til fjarlægari fjalla á framandi slóðum.

Gönguskíðagengið

Gönguskíðagengið er hugsað fyrir útivistarfólk sem hefur áhuga á því að stunda reglubundna hreyfingu og ferðast á gönguskíðum. Gönguskíðagengið er miðað við ferðaskíði með stálköntum. Kvöldferðir og æfingar geta verið í braut en ef veður og aðstæður leyfa þá verða fetaðar ótroðnar slóðir. Tímabil Gönguskíðagengisins er frá byrjun janúar og til byrjun Júní (fer eftir vetraraðstæðum). 

Boðið verður upp á vikulegar kvöldgönguskíðaæfingar kl 18:00 á þriðjudagskvöldum. Bjóði aðstæður ekki uppá gönguskíðaferðir sameinast hópurinn þrekæfingum og kvöldgöngum Fjallafólks kl 18:00 á þriðjudögum. Á mánudögum eru upplýsingar um þriðjudagsæfinguna send út til þeirra sem skráðir eru í hópinn og einnig kynnt á facebooksíðu hópsins.  

Kvöldæfingarnar eru frábær útivist sem reynir vel á allan líkamann og er andleg jafnt sem líkamleg heilsubót.  Í byrjun vetrar tekur hópurinn nokkrar æfingar þar sem farið er yfir gönguskíðatæknina. Fyrir fólk sem ekki hefur æft ferðagönguskíði þá er þessar æfingar tilvaldar til þess að bæta tæknina en eru einnig nauðsynlegar þeim sem eru að feta sín fyrstu spor á þessum skemmtilega ferðamáta.

Það er gott að hafa reynda umsjónarmenn þegar ferðir eru skipulagðar um hávetur eða þegar lengri ferðir eru áætlaðar um hálendið og jökla. Í lengri ferðunum reynir einnig á almenna ferðakunnáttu hópsins.  Mánaðarlega eru lengri og meira krefjandi gönguskíðaferðir og þegar dag fer að lengja er boðið uppá helgarferð og loks nokkra daga gönguskíðaferð síðla vetrar.  

Stakar ferðir

Auk vikulegra kvöldferða á þriðjudögum verða líka boðið upp á stakar helgarferðir sem stefnt er á að verði sirka einu sinni í mánuði. Meðlimir gönguskíðagengisins geta bókað í þær hér.

Úrvals fararstjórn

Yfirumsjón með Gönguskíðagenginu hefur Einar Torfi Finnsson. Hann hefur áratuga reynslu af fjallamennsku og gönguskíðun og verður að teljast einn af reynslumeiri mönnum landsins á því sviði. Hann hefur m.a. farið fjölda gönguskíðaferða á hálendi Íslands svo sem yfir Sprengisand og Vatnajökul. Eins hefur hann gengið þrisvar yfir Grænlandsjökul og á Suðurpólinn. 

Með Einari Torfa verður Helgi Egilsson. Helgi hefur unnið fyrir Íslenska Fjallaleiðsögumenn í mörg ár og hefur leiðsagt í hinum ýmsu ferðum. Helgi er menntaður hjúkrunarfræðingur og því gott að hafa hann með í ferð!

 

Fríðindapakki Gönguskíðagengis

Fyrir utan augljósan heilsufarslegan ávinning af reglulegum fjallgöngum standa þátttakendum í gönguhópum Fjallaleiðsögumanna margs konar fríðindi til boða:

 • Sértilboð til þátttakenda á útivistarfatnaði og búnaði frá Íslensku Ölpunum
 • Sérstök kynningar- og afsláttarkvöld
 • Afsláttur á námskeiðum Fjallaleiðsögumanna 
 • Jöklaganga í Skaftafelli eða á Sólheimajökli, boðsferð fyrir tvo.
 • 15.000 kr. Ferðaávísun sem gildir í allar staðfestar lengri ferðir Íslenskra Fjallaleiðsögumanna, nema sérferðir og skipulagðar ferðir Hreyfihópana.

 

Skráning eða nánari upplýsingar: sendið póst á fyrirspurn@fjallaleidsogumenn.is 

Brottfarir

Skráning í mánaðarlegar helgarferðir

Loading...

Skráning í Gönguskíðagengið

Loading...

Dagskrá

Dagskrá 2018-2019

Dagskráin hefst þriðjudaginn 4. Des kl 18.00

Aukakvöldum verði bætt inn í desember ef nægur snjór er til staðar.

Dagskráin getur tekið breytingum í vetur vegna veðurs og aðstæðna. Við áskiljum okkur rétt til að færa eða fella niður ferðir til þess að auka öryggi meðlima og leiðsögumanna.

Fleiri ferðum verður bætt inn í dagskránna eftir atvikum og aðstæðum

Flokkur 1 - 6.900kr.
Flokkur 2 - 9.900kr.
Flokkur 3 - 13.500kr.


Dagsetning Fjall/Leið Verð
Janúar  
12 Borgarhólar austan Grímannsfells

Flokkur 1

Febrúar  
2

Gagnheiði og Ármannsfell

Flokkur 2

16

Marardalur

Flokkur 2

Mars  
2-3

Tindfjöll

Flokkur 3

16

Leggjabrjótur

Flokkur 2

30

Brúarárskröð

Til vara nágrenni Kálfatinda

Flokkur 3

Apríl  
13

Skarðsheiði

Flokkur 2

25-28

Laugavegurinn á skíðum: Sigalda - Laugar - Álftavatn - Einhyrningsflatir +1 varadagur

 
Maí  
18

Skjaldbreiður

Flokkur 2

Júní  
7-10 Hvítasunnuferð: Mýrdalsjökull Fimmvörðuháls  

Verð frá:

36900 kr

Framboð ferðar:

 • JAN
 • FEB
 • MAR
 • APR
 • MAÍ
 • JÚN
 • JÚL
 • ÁUG
 • SEP
 • OKT
 • NÓV
 • DES

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Subscribe to our mailing list

* indicates required
You may also like to receive:

Hafa samband