Brattgengið

Brattgengið

Vönduð námskeið, glæsilegir tindar og krefjandi aðstæður undir faglegri leiðsögn Íslenskra Fjallaleiðsögumanna.

Erfiðleikastig
Krefjandi
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Umsjónarmaður Helga María

Helga María

Umsjónarmaður

Helga María er mikil félagsvera sem elskar alla hreyfingu og útivist þar sem hún gengur á fjöll, skíðar, klifrar og hjólar út um allar trissur. Helga María hefur sterkan bakgrunn í fjallamennsku og byrjaði í björgunarsveit árið 2006. Hún hefur einnig setið í stjórn ÍSALP en situr nú í stjórn AIMG sem er fagfélag fjallaleiðsögumanna á Íslandi.

Helga María byrjaði að vinna hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum árið 2008 þar sem hún vann við leiðsögn á jöklum ásamt því að leiða ferðamenn á Hvannadalshnúk. Hún hefur í gegnum árin tekið að sér leiðsögn með gönguhópa á borð við  toppaðu með 66°N og Fjallakonur en í dag stýrir hún fjallgönguhópnum Fjallafólk samhliða Vilhjálmi Árnasyni.  Hún hefur einnig tekið að sér lengri ferðir fyrir hópa meðal annars á vegum Íslenskra Fjallaleiðsögumanna og National Geographic svo dæmi séu tekin.  

Frábær upplifun undir öruggri handleiðslu fagmanna

Brattgengið er fjallamennskuhópur Íslenskra Fjallaleiðsögumanna og hugsað fyrir þá sem þegar hafa aflað sér reynslu af göngum og útivist en langar að auka færni sína og reynslu enn frekar. Í Brattgenginu fá þátttakendur þjálfun í hinum ýmsu aðferðum fjallamennskunnar og spreyta sig á flóknari verkefnum en áður. Glæsilegir og stundum torsóttir tindar eru klifnir með öryggi að leiðarljósi.

Þátttakendur í Brattgenginu fara í gegnum fjölda námskeiða og byggja þannig upp færni til að takast á við þau krefjandi verkefni sem framundan eru. Á þremur námskeiðum sem haldin eru að vetri til eru kenndar klassískar aðferðir vetrarfjallamennskunnar. Í byrjun sumars er svo námskeið í klettaklifri.

Auk námskeiða og ferða sem eru sérstaklega fyrir þá sem eru í Brattgenginu geta þeir mætt á þrek- og gönguæfingar tvisvar í viku.

Brattgengið er lítill hópur og fjöldi þátttakenda á hvern leiðsögumann er frá 1:6 að hámarki og niður í 1:2 þegar aðstæður eru hvað mest krefjandi. Lágmarksfjöldi þátttakenda í Brattgenginu er fjórir.

Hægt er að bóka pláss í Brattgenginu á netinu eða með því að hafa samband við skrifstofu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna (587-9999, fyrirspurn@mountainguides.is).

Hafa samband

Dagskrá

Þetta verkefni er virkilega skemmtilega og vel uppsett. Sjálfstraust og kunnátta þátttakenda er byggð upp jafnt og þétt.

Fjöldi þátttakenda á hvern leiðsögumann í viðkomandi ferð/námskeið er innan sviga. Einn leiðsögumaður á hverja tvo þátttakendur er til að mynda (1:2). Ef allt að fjórir geta verið með hverjum leiðsögumanni stendur (1:4) og svo framvegis.

Dagskrá er háð veðri og vindum og við áskiljum okkur rétt til þess að breyta henni ef þess gerist þörf. Að sama skapi erum við mjög sveigjanleg og getum hnikað til eða bætt við dagsetningum ef það hentar hópnum betur. 


Hefði ekki viljað missa af þessu […] Ætla aftur

Verð frá:

36900 kr

Framboð ferðar:

 • JAN
 • FEB
 • MAR
 • APR
 • MAÍ
 • JÚN
 • JÚL
 • ÁUG
 • SEP
 • OKT
 • NÓV
 • DES

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Subscribe to our mailing list

* indicates required
You may also like to receive:

Hafa samband