Nepal - Everest Base Camp- IMG1121

Ógleymanleg ferð í grunnbúðir Everest

Orð fá ekki lýst þessari frábæru upplifun sem ferðin var. Besta ákvörðun sem ég hef tekið í langan tíma var að fara í þessa ferð. Fararstjórnarnir fagmenn fram í fingurgóma. Mæli hiklaust með henni!

Erfiðleikastig:

AUÐVELT

ERFITT

Verð frá:  

Fullorðinn: 425000 kr

 • JAN
 • FEB
 • MAR
 • APR
 • MAY
 • JUN
 • JUL
 • AUG
 • SEP
 • OCT
 • NOV
 • DEC

Brottfarir: 1. okt 2018

Lengd: 18 dagar

Dagleiðir: 5 - 6 klst.

Athugið: Verð miðast við 10 farþega og er án flugs til og frá Kathmandu

 • Lýsing ferðar

  Stórbrotið útsýni til hæstu fjalla jarðar gerir gönguna að einni frægustu gönguleið í heimi

  1. - 18. október 2018

  Verð: 425.000 kr - staðfest brottför

  Fararstjóri: Leifur Örn Svavarsson

  Haustið 2018 mun Everestfarinn Leifur Örn Svavarsson leiða hóp um fjöll og dali Himalajafjallanna upp í grunnbúðir Everest – hæsta fjalls veraldar. Þetta er án efa ein af mögnuðustu gönguleiðum heims enda tindafjöldinn ótrúlegur og um allt gjörólíkur því sem við eigum að venjast hérna heima á Fróni. Gengið er um tilkomumikið og tignarlegt landslag þessara mögnuðu fjallasala þar sem ævafornar þjóðleiðir heimamanna eru enn í fullri notkun. Gist er í  gisthúsum heimafólks, og góða innsýn má fá í menningu þessa fjallafólks, sjerpanna. Að auki eru 2 dagar til þess að skoða sig um í höfuðborginni Kathmandu sem er talsvert ólík fjallaþorpunum.

   Einsmannsherbergi í boði í Kathmandu gegn aukagreiðslu

  Leiðsögn: Íslenskur fararstjóri fylgir hópnum en við reiðum okkur á heimafólk þegar kemur að leiðsögn og þjónustu. Nepalir hafa áralanga reynslu af leiðsögn og þjónustu við erlenda ferðamenn. Í ferðinni verður yfirleiðsögumaður hópsins sherpi, sem hefur á sínum snærum burðarmenn. Athugið að hver burðarmaður ber farangur tveggja ferðalanga og þyngd borins farangurs ætti ekki að vera meiri en 12kg á mann

 • Dagskrá ferðar

  Leiðarlýsing: Á göngudögum má jafnan gera ráð fyrir 5 – 6 klst göngu sem þó gæti verið breytilegt eftir göngulandi, hæð og dagsformi. 

  Dagur 1. Kathmandu (1300m)
  Lent í Kathmandu þar sem tekið er á móti hópnum og ekið á hið frábæra Gokarna hótel, sem er staðsett í skógi rétt austan við borgina. Upplagt að nota það sem eftir lifir dags til þess að slappa af í ævintýralegu umhverfi hótelsins.

  Dagur 2. Kathmandu
  Skoðunarferð um hina heillandi borg Kathmandu þar sem við komum við á öllum helstu kennileitum og kynnumst nánar þeim lystisemdum sem borgin býr yfir, heilögum kúm og hraðskreiðum leigubílum. Gist á sama hóteli, morgunverður

  Dagur 3. Kathmandu – Lukla – Phakding (2610m)
  Í dag kveðjum við Kathmandu og fljúgum til Lukla þar sem leiðsögusjerpi hópsins tekur á móti okkur og gönguferðin hefst með göngu upp til þorpsins Phakding sem er að finna í fallegum dal og merkilegt nokk að þessi fyrsta ganga er að mestu leyti niðrí móti. Gist á gistihúsi, fullt fæði

  Dagur 4. Phakding – Namche Basar (3440m)

  Í dag liggur leiðin upp á við til höfuðborgar sjerpanna og flestir eiga sín fyrstu kynni af hengibrúm á leiðinni þegar farið er yfir ána Dudh Kosi (Mjólká). Gist á gistihúsi, fullt fæði

  Dagur 5. Namche Basar aðlögunarganga (3440m)
  Dagur til þess að skoða þessa sjerpaborg nánar í fylgd leiðsögumannsins og fara í stutta göngu áður en snúið er til gistihússins, fullt fæði

  Dagur 6. Namche Basar – Tengboche – Deboche (3820m)
  Leiðin í dag liggur áfram og upp í sannkallað fjallalandslag. Tengboche er einn helgasti staður Nepal og þar er klaustur hvaðan njóta má útsýnis til hinna tilkomumiklu tinda AmaDablam, Lhotse og Everest. Eftir að hafa notið útsýnisins og skoðað klaustrið er haldið niður til litla þorpsins Deboche þar sem gist er á gistiheimili, fullt fæði

  Dagur 7. Deboche – Dingboche (4410m)
  Haldið upp eftir dalnum sem Imja Kola áin fellur um og enn bætist í fjöldann af tindum sem birtast og við ættum að sjá Island Peak og jafnvel Makalu – fimmta hæsta fjall heims. Gist í þorpinu Dingboche, fullt fæði

  Dagur 8. Dingboche aðlögunarganga
  Til þess að tryggja góða hæðaraðlögun er dvalið áfram í þorpinu Dingboche næstu nótt og farið í aðlögunargöngu upp á einhverja hæðina í nágrenninu og lífinu svo tekið með ró. fullt fæði

  Dagur 9. Dingboche – Lobuche (4910m)
  Gangan heldur áfram upp í móti til þorpsins Lobuche sem er eitt af síðustu byggðu bólunum áður en komið er upp í grunnbúðir. Gist á  gistiheimili, fullt fæði

  Dagur 10. Lobuche – EBC– Gorakshep (5140)
  Gangan í dag liggur upp í grunnbúðir Everest þar sem allt iðar af lífi á tímabilinu apríl/maí, sem er tímabilið til þess að ganga á sjálfan hátindinn Everest en aðra mánuði ársins eru fáir aðrir á ferli þarna en gönguhópar. Eftir stutta viðdvöl í grunnbúðum er haldið niður til þorpsins Gorakshep sem er smáþorp við jaðar Khumbu jökulsins. Gist á gistiheimili, fullt fæði

  Dagur 11. Ghorakshep – Kalapattar (5550m) – Thukla (4799m)
  Frá þessu litla þorpi sem virðist vera á hjara veraldar liggur leið okkar til baka niður á við til þorpsins Thukla. Á leiðinni göngum við upp á Kalapattar fjallið og teygum í okkur dásemd fjallahringsins. Gist á gistiheimili, fullt fæði

  Dagur 12.  Thukla – Pangboche (3930m)
  Áfram liggur leiðin niðurávið um þessa óviðjafnanlega fjallasali til þorpsins Pangboche. Gist á gistiheimili, fullt fæði

  Dagur 13. Pangboche  – Khumjung (3780m)
  Leiðin liggur niður til þorpsins Khumjung sem er nauðsynlegur viðkomustaður því þarna er skóli sem Edmund Hillary stofnaði árið 1961. Gist á gistiheimili, fullt fæði

  Dagur 14. Khumjung – Monjo (2835m)
  Í dag er gengið niður Mjólkurárdalinn í þorpið Monjo. Gist á gistiheimili, fullt fæði

  Dagur 15. Monjo – Lukla (2480m)
  Síðasti göngudagurinn leiðir hópinn til bæjarins Lukla. Gist á gistiheimili, fullt fæði

  Dagur 16. Lukla – Kathmandu
  Flogið til baka til Kathmandu og akstur á hótel Gokarna. Eftirmiðdagur og kvöldið frjálst. Gist á hóteli, morgunverður

  Dagur 17. Kathmandu
  Frjáls dagur til þess að skoða Kathmandu frekar eða einfaldlega njóta dásemda hótelsins, morgunverður

  Dagur 18. Heimferð
  Akstur á flugvöll – heimferð, morgunverður

   

 • Um Nepal

  Almennt: Nepal liggur á milli Indlands og Tíbet, nokkuð stærra en Ísland, ríflega 147.000 km2. Talsverður munur er á hæsta og lægsta púnkti landsins eða tæplega 8800 metrar. Landslagið er því fjölbreytt þó að Himalayafjöllin setji vissulega mestan svip á ásjónu landsins. Himalayafjöllin eru yngsti en jafnframt hæsti fjallgarður heims og þriðjungur hans liggur innan Nepal. Því eru ófáir tindarnir sem hægt er að glíma við eða einfaldlega bara horfa á og dást að. Yfir 1300 nepölsku tindanna eru yfir 6000 metrum þar af eru 8 þeirra yfir 8000 metrum. Í undirhlíðum þessara mikilfenglegu fjalla er bæði fjölskrúðugt dýralíf og náttúrufar að ekki sé minnst á fjölbreytta menningu ólíkra svæða landsins. Löng hefð er fyrir gönguferða­mennsku og fjallakllifri í Nepal og ættu allir að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Þar er að finna fjölbreytt kerfi stíga sem í raun eru ævafornar þjóðleiðir heimamanna sem enn eru reyndar í fullri notkun. Nepalska þjóðin skiptist í nokkur þjóðabrot sem tala ólík tungumál en nepalska er þjóðtungan. Enginn þarf þó að örvænta um að verða mállaus því enska er víða töluð sérílagi á fjölförnum ferðamannaslóðum. Lengi vel var Nepal eina hindúa konungsríkið en í dag hefur konungdæmið lotið í lægra haldi fyrir lýðræðislegri stjórnarháttum. Auk hindúisma eru búddismi, íslam og kristni viðurkennd trúarbrögð í Nepal. Landbúnaður er helsta atvinnugrein landsmanna sem teljast verður merkilegt ef sú staðreynd er höfð í huga að eigöngu 25% landsins er ræktanlegt. Nepal er 5 klst og 45 mín á undan GMT.

  Veðrátta: Í Nepal eru árstíðirnar 4 líkt og hér heima en þó með örlítið öðru sniði. Haustið hefst í september og veturinn tekur yfir í desember. Á þessum tíma má þó búast við að sjá öllu hærri hitatölur en við hérna heima eigum að venjast, en meðalhiti í nóvember er á bilinu 4°C til 23°C. Rétt er að benda á að gera verður ráð fyrir eitthvað lægra hitastigi því hærra sem fólk ferðast. Monsúnvindar blása með tilheyrandi regni frá júní og fram í september og þá getur úrkoma orðið allt að 150cm á sólarhring í eftirmiðdagsskúrum.

  Heilsa og hreinlæti: Hreinlæti heimafólks í ferðaþjónustu er með ágætum og óhætt er að neyta alls matar sem í boði er. Ekki er þó ráðlegt að skipta við götusölufólk sem kann að hafa ýmislegt lostæti í boði við fyrstu sýn. Nauðsynlegt er að hugsa vel um vökvabúskap líkamans í fjallagöngum og drekka minnst 2 l á meðan á göngu stendur. Ekki er ráðlegt að drekka úr fjallalækjum hversu freistandi sem það kann að virðast heldur drekka soðið vatn, eða setja þartilgerðar vatnshreinsitöflur í drykkjarvatnið.

  Bólusetningar: þeir sem fara til Nepal þurfa að hafa hefðbundnar barnasprautur í lagi, mænuveiki, stífkrampa og barnaveiki. Þá er ráðlegt að hafa lifrarbólgu A og jafnvel B, og taugaveiki. Japanskrar heilahimnubólgu hefur orðið vart í Nepal á ákveðnum stöðum en leið okkar mun ekki liggja um þar um. Malaría finnst einnig á tilteknum stöðum í Nepal einkum á láglendinu, undir 1200m. Ráðfærið ykkur við lækni eða Heilsugæsluna sem sinnir ferðamannabólusetningum (5851300, símatími 9 – 10 og 15 – 16, daglega nema um helgar). Athugið að gott er að huga að bólusetningum fyrr en síðar!

  Háfjallaveiki er atriði sem vert er að hafa í huga þegar ferðast er í  hæð yfir 2500 – 3000 metrum. Flestir upplifa trúlega væg einkenni háfjallaveikinnar sem lýsa sér m.a. í höfuðverki, ógleði og lystar­leysi. Góð aðlögun er besta leiðin til þess að komast hjá háfjallaveikinni, það að hækka sig ekki um of hvern dag og hvílast vel í hæð. Einnig kemur mikil og stöðug vökvaneysla að gagni. Ágerist einkennin er eina leiðin tafarlaus lækkun.

  Matur: Allur matur er innifalinn í ferðinni utan hádegis- og kvöldverðir þá daga sem dvalið er í Kathmandu. Þó ýmislegt sé falt í Kathmandu mælum við með því að fólk taki með sér orkunasl og sætindi að heiman.

  Þjórfé og peningar: Gjaldmiðillinn í Nepal er rúpía, US$ 1 jafngildir 66 rúpíum og hægt er að leggja virði rúpíunnar að jöfnu við virði krónunnar. Ekki er ráðlegt að skipta fé nema á viðurkenndum stöðum og trúlega ekki gott að skipta of miklu í einu en nógu þó til þess að eiga fyrir drykkjum og ýmsum smáhlutum á meðan á göngunni stendur. Í lok ferðar er svo hægt að skipta aftur ef áhugi er á að fara í stórtæk minjagri, en handverk í Nepal er um margt áhugavert og hægt að fá ýmsa muni á góðu verði bæði í Kathmandu og Pokhara. Þjórfé er sjálfsagt að gefa ef fólk er ánægt með þjónustuna sem það fær.

  Vegabréfsáritun: Þeir sem ferðast til Nepal þurfa vegabréfsáritun og hana er hægt að kaupa við komuna til landsins.

  Farangur: Merkja skal töskur vel og kanna eftir öll tengiflug hvort töskur séu enn á réttri leið (Transfer-desk flugvalla geta hjálpað við það). Sá farangur sem ekki er tekinn með í ferðina verður geymdur í Chamonix þar sem hann mun bíða okkar.

  Hertar reglur varðandi handfarangur: Gott er að lesa bækling Flugmálastjórnar um hertar reglur varðandi handfarangur! Upplýsingar er að finna hér.

 • Útbúnaðarlisti

   Skór og fatnaður

  • Mjúkbotna gönguskór, mega vera lágir
  • Sandalar eða léttir strigaskór
  • 1 - 2 léttar göngubuxur
  • Stuttbuxur
  • Síðar nærbuxur og 1-2 nærbolir úr ull eða góðu gerviefni
  • 2-3 bómullar bolir
  • 1-2 þunnar flís peysur
  • Nærbuxur
  • Hlýir sokkar (3-4 pör) og þunnir innri sokka fyrir þá sem vilja
  • Utanyfirjakki – góð skel (t.d. goretex) með hettu
  • Utanyfirbuxur - vatnsheldar (t.d. goretex)
  • Lítil eða "milliþykk" dúnúlpa eða gerviefna/primaloft jakki
  • Hlý húfa, sólhattur og buff
  • Fingravettlingar (t.d. flís) og "lúffur" eða belgvettlingar
  • Þægilegur ferðafatnaður

   

  Annar búnaður

  • Bakpoki, 30 - 40 L dagpoki
  • Slitsterk læsanleg taska fyrir annan farangur
  • Lás á tösku
  • Svefnpoki, gott að hafa léttan dúnpoka sem dugar vel fyrir íslenskar aðstæður. Til viðmiðunar þá er þannig poki með ~750 gr dúnfyllingu og heildarþyngd ~1,4 kg. Extreme -30°C/Comfort limit -12°C/Comfort -5°C
  • Einangrunardýna, (valkvætt, við sofum í skálum/gisiheimilum með dýnum)
  • Þunnir pokar til þess að pakka útbúnaði og fatnaði í (valkvætt)
  • Göngustafir (Valkvætt)
  • Vatnsflaska
  • Hitabrúsi (Valkvætt)
  • Vasahnífur (EKKI pakka honum í handfarangur)
  • Ferðahandklæði                          
  • Sólgleraugu
  • Ennisljós og rafhlöður
  • Skyndihjálparpoki: Plástrar og sjúkrateip, lyf: ráðfærið ykkur við heimilislækni varðandi helstu lyf sem eru parasetamol og magnil (verkjastillandi) ibuprofen (bólgueyðandi og verkjastillandi), Diamox (fyrirbyggjandi við hæðarveiki), Cyproxin (sýklalyf við magasýkingu) og Immodium (hægðastoppandi)  önnur lyf eftir þörfum. Acidophilus (Gerlatöflur sem styrkja þarmaflóruna og auka mótstöðu)
  • Sótthreinsandi handspritt
  • Blautklútar til að þvo sér (t.d. Baby Wipes eða Wet Ones)
  • Tannbursti, tannkrem
  • Sólarvörn (30+) og varasalvi (með sólarvörn)            
  • Eyrnartappar
  • Klósettpappír
  • Myndavél, minniskort, auka rafhlöður og hleðslutæki
  • Ipod, með tónlist og jafnvel hljóðbókum
  • Góð bók(Valkvætt)
  • Ferðaskjöl: flugmiði, vegabréf,peningur fyrir aukakostnaði, drykkjum, minjagripum og þjórfé
  • Innanklæðaveski (valkvætt)
 • Brottfarar dagsetningar
  Dagsetning Ferða Framboð  
  01.10 - 18.10 2018 Tvo þarf til að staðfesta brottför Velja

Veldu fjölda farþega og brottfarar dagsetningu.