Marokkó - Toubkal

IMG90-Marokko-okt-2009_LOS-55.jpg
IMG_2261.jpg
IMG_2276.jpg
IMG_2288.jpg
IMG_2295.jpg
IMG_2394.jpg
IMG_2425.jpg
IMG_2499.jpg
IMG_2516.jpg
IMG_2734.jpg
IMG90-Marokko-okt-2009_LOS-10.jpg
IMG90-Marokko-okt-2009_LOS-15.jpg
IMG90-Marokko-okt-2009_LOS-21.jpg
IMG90-Marokko-okt-2009_LOS-23.jpg
IMG90-Marokko-okt-2009_LOS-39.jpg
IMG90-Marokko-okt-2009_LOS-40.jpg
IMG90-Marokko-okt-2009_LOS-48.jpg
IMG90-Marokko-okt-2009_LOS-63.jpg
IMG90-Marokko-okt-2009_LOS-68.jpg
IMG90-Marokko-okt-2009_LOS-8.jpg

Erfiðleikastig:

AUÐVELT

ERFITT

Verð frá:  

Fullorðinn: 149000

 • JAN
 • FEB
 • MAR
 • APR
 • MAY
 • JUN
 • JUL
 • AUG
 • SEP
 • OCT
 • NOV
 • DEC

Brottfarir: 22 september 2018

Lengd: 9 dagar

Hópastærð: Lágmark 6 hámark 16

Dagleiðir: 5 - 7 klst

Athugið: Verðið miðast við 6 farþega og er án flugs

 • Lýsing ferðar

  Stórkostleg ferð á hæsta tind Norður Afríku, Toubkal

  22 - 30 sept 2018

  Verð: 149.000 kr - miðast við 6 farþega

  Fararstjóri: Einar Torfi Finnsson

  Atlasfjöllin eru ríflega 2400 km langur fjallgarður sem teygir sig frá Miðjarðarhafinu suðvestur að Atlandshafinu. Fjallgarðurinn liggur frá Túnis í austri, um Alsír og drjúgur hluti Marokkó er undirlagður af Atlasfjöllunum. Þar er einnig hæsta tind þeirra, Toubkal (4167m) að finna. Íslenskir Fjallaleiðsögumenn bjóða upp á spennandi gönguferð um Atlasfjöllin sem endar að sjálfsögðu með toppadegi á Toubkal. Leiðin liggur um afskekt fjallaþorp berbanna sem virðast ekki hafa tekið miklum breytingum í aldanna rás. Ganga á hæsta fjall norður Afríku, Toubkal er ógleymanlegt ævintýri öllum sem hana þreyta. Við göngum um undirhlíðar Atlasfjallanna, um þorp og akra Berbanna sem þarna hafa búið frá örófi alda. Við þræðum aldagamla múlasnaslóðana um hæðir og dali og aldrei að vita nema við tökum hús á og njótum óviðjafnanlegrar gestrisni fjallafólksins sem ber óttablandna virðingu fyrir háfjöllunum. Í huga þess er tindurinn Toubkal fjall fjallanna og rétt að hafa það í huga á göngu okkar. Atlasfjöllin eru fellingafjöll líkt og Alparnir og Himalajafjöllin og staðsetning þeirra óviðjafnanleg þar sem þau halda sandi Sahara eyðimerkurinnar í skefjum, skilja að akra og auðnir.

  Gert er ráð fyrir gistingu í 2gja manna herbergjum, nema á gistiheimilinu og í Neltner skála, þar sem allt að 4 eru saman í herbergi í svefnpokaplássi . Tveir deila með sér tjaldi og matast er  í matartjaldi.

   

 • Dagskrá ferðar

  Dagur 1: Keflavík – Marrakech – Aït Souka, gistiheimili
  Koma til Marrakech þar sem staðarleiðsögumaður tekur á móti hópnum og ferðinni er haldið áfram til þorpsins Aït Souka þar sem við komum okkur fyrir á notalegu gistiheimili. Kvöldverður að hætti innfæddra.

  Dagur 2: Aït Souka – Tizi -n- Tamatert – Ouanesekra, tjald
  Í dag hefst gangan og við höldum upp í Tamatert skarðið (2279m) ofan við þorpið og niður í dalinn handan skarðsins  í óviðjafnanlegu umhverfi að tjaldstað nálægt þorpinu Ounesekra.

  Dagur 3: Ouanesekra – Tizi -n- Likemt – Azib Likemt, tjald
  Leiðin liggur upp í Likemt skarðið (3550 m) og við fetum krákustíga þangað upp og getum úr skarðinu notið útsýnis yfir hlíðar og dali gærdagsins. Eftir gott stopp í eða undir skarðinu höldum við göngunni áfram niður að Likemt þar sem næsti tjaldstaður bíður okkar.

  Dagur 4: Azib Likemt – Assif Tinzart - Tizi –n- Ourai – Agaz Ran, gistiheimili
  Líklegt er að geita og sauða/geitajarmur veki fólk af værum blundi og eftir morgunverð er lagt af stað inn þröngan og hömrum girtan dal þar sem freistandi er að fá sér sundsprett í einhverjum af þeim mörgu hyljum sem finna má í ánni sem um dalinn liðast. Haldið upp í Ourai skarðið (3109 m) og niður í dalinn Agas Ran þar sem við gistum á gistihúsi. 

  Dagur 5: Agas Ran – Amzouert – Lac d‘Ifni , tjald
  Dagurinn í dag er sannkallaður fjalladagur enda fjallasalirnir tilkomumiklir og töfrandi. Við höldum niður Agas dalinn og upp í gegnum þorp inn í Toubkal þjóðgarðinn þar sem ómótstæðilegt tjaldstæði bíður okkar við Ifni vatn sem er stærsta stöðuvatn svæðisins.

  Dagur 6: lac d´Ifni – tizi n´Ouanoums – Toubkal skáli
  Á leið dagsins blasir Toubkal tindurinn við okkur í öllu sínu veldi enda styttist í að við náum hátindinum. Þó er um skarðið tizi n´Ouanoums að fara, áður en við komum að Neltner skálanum þar sem okkur býðst að gista inni og vonandi ná góðri hvíld fyrir toppadaginn framundan.

  Dagur 7: Toubkal tindur – Toubkal skáli
  Í dag er toppadagurinn okkar, hæsti tindur N. Afríku Toubkal (4167 m) bíður okkar og eftir hæðaraðlögun síðustu daga ættum við ekki að hafa mikið fyrir því að komast þangað upp. Af tindinum er gríðarlega fallegt útsýni yfir nærliggjandi svæði og við getum horft til dagleiðanna fram að þessu. Við höldum svo til baka niður í skálann og getum slalkað á og notið þessa dásamlega dagsverks.

  Dagur 8: Toubkal skáli - Imlil - Marrakech
  Í dag lýkur göngu okkar um þessa fögru fjallasali með göngu niður til þorpsins Imlil. þaðan ökum við til borgarinnar Marrakech 
  og getum notið þess sem borgin hefur upp á að bjóða,rölt um völundarhús medínunnar eða skellt okkur í hammam – baðhús innfæddra. Þessa síðustu nótt er gist á Riad TAWARGIT, þar sem við getum notið þæginda eins og þau gerast best á gististöðum heimafólks. Sameiginlegur kvöldverður á Riad Omar.

  Dagur 9: Marrakech – Keflavík
  Ævintýri í Marokkó er á enda og dagurinn fer í flug heim sem hefur að jafnaði verið gerlegt á einum degi.  Akstur á flugvöllinn

 • Almennar Upplýsingar

  Almennt: Marokkó er á norðvestur horni Afríku, á strönd að Miðjarðarhafi og Atlandshafi. Marokkó er ríflega 7 sinnum stærra en Ísland að flatarmáli og þar búa rúmlega 31 milljón manns. Þjóðin samanstendur af aröbum og berbum og auk arabísku eru talaðar nokkrar berba mállýskur. Franska er verslunarmálið á svæðinu sem ekki kemur á óvart þegar horft er til þess að Marokkó var frönsk nýlenda þar til árið 1956. Enska er þó tungumál sem sækir á og einhver hluti landsmanna talar hana ágætlega. Marokkó er að mörgu leyti land aðstæðna, með annan fótinn í nútímanum en hinn aftur í öldum. Sláandi munur er t.d. á mannlífi í borg og sveit. Helmingur landsmanna fæst við landbúnað en þjónusta og iðnaður sækja á. Marokkó er á GMT tíma allt árið rétt eins og Ísland. 

  Menningin er margslungin og dregur keim af þeim ólíku straumum sem sett hafa mark sitt á hana í aldanna rás. Berbar eru upprunalegir íbúar svæðisins en búsetu þeirra í N. Afríku má rekja allt aftur til nýsteinaldar. Í dag eru meirihluti íbúa Marokkó af berbaættum en arabar sem lögðu landið undir sig á 7. öld hafa óneitanlega markað sín menningarlegu spor. Í áranna rás hafa svo vestræn áhrif síast inn og Marokkóbúar hafa verið óhræddir við að blanda þessu öllu saman. Í dag er ekki ólíklegt að sjá karlmenn skarta hefðbundnum jellabia kuflum utan yfir vestræn jakkaföt eða hafnabolta húfu tróna á toppi túrbans. Þrátt fyrir þessi augljósu vestrænu áhrif ber að hafa í huga að Marokkóbúar líta á fótleggi og axlir sem prívat parta hvers og eins, sem bæði körlum og konum ber að hylja. Í augum heimafólks eru hlírabolir og stuttbuxur nærfatnaður og því er trúlega eðlilegt að klæðast efnismeiri fatnaði, t.d. léttum skyrtum og hálfsíðum buxum/pilsum.

  Flestir Marokkóbúar eru múslimar og ber landið allt og menningin keim af því. Margar fallegar moskur eiga eftir að verða á vegi okkar og við getum lagt eyru við bænaköllunum sem frá þeim berast fimm sinnum á sólarhring. Ólíkt mörgum stöðum er ferðafólki ekki veittur aðgangur að moskum í Marokkó svo við verðum að láta okkur nægja að hlusta á bænaköllin og dást að byggingunum að utan. Í augum heimafólks eru moskurnar helgir staðir sem eingöngu múslimar hafa aðgang að og sjálfsagt að virða það.

  Marokkóbúar eru þó  hófsamir enda hefur menningin í aldanna rás verið háð samskiptum og samneyti ólíkra menningarhópa. Það kann að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir að fram að stofnun Ísraelsríkis 1948 bjuggu um hálf miljón gyðinga í Marokkó sem var fjölmennasta gyðingabyggð í  N. Afríku. Í dag eru uþb 7000 gyðingar búsettir í landinu.

  Líklegt er að margir hafi með sér myndavél enda aðlilegt að festa það sem manni kemur spánskt fyrir sjónir á filmu eða greipa í bæt á minniskubbi. Við skulum þó hafa í huga að það er sjálfsögð kurteisi að óska eftir leyfi ef okkur langar að festa heimafólk á filmuna, áður en við smellum af. Annars kann saklaus myndataka okkar að virðast móðgandi og getur valdið leiðindum. Sjálfsagt er að semja sig að siðum heimafólks og bera virðingu fyrir þeim gildum sem í heiðri eru höfð. Almennt séð eru Marokkóbúar höfðingjar heim að sækja og gestrisni þeirra viðbrugðið. Kveðja þeirra As Salamu Alaykum, sem þýðir friður sé með yður, ætti að vera farin að hljóma kunnuglega í lok ferðar. Gott er þá að geta svarað í sömu mynt með kveðjunni Alaykum As Salam! 

  Veðrátta: Loftslag í Marokkó er þurrt mestan hluta ársins, en vænta má regns frá nóvember fram í mars. Vert er að hafa í huga að loftslag og veðrátta er breytilegt eftir því hvar í landinum fólk er statt. Hitastigið er talsvert hærra sunnan til í landinu og uppi í fjalllendinu er það að sama skapi lægra, jafnvel undir núllinu. Meðalhiti í borginni Marrakech í október er á bilinu 14° - 28°C. 

  Heilsa og hreinlæti: Hreinlæti heimamanna í ferðaþjónustu er mjög gott og líklega er óhætt að borða allt sem boðið er upp á, þar með talið ávextir og grænmeti. Ekki er þó ráðlegt að skipta við götusölufólk sem kann að hafa ýmislegt lostæti í boði við fyrstu sýn. Nauðsynlegt er að hugsa vel um vökvabúskap líkamans í fjallagöngum og drekka minnst 2 l á meðan á göngu stendur. Ekki er ráðlegt að drekka úr fjallalækjum hversu freistandi sem það kann að virðast heldur drekka soðið vatn, eða setja þartilgerðar vatnshreinsitöflur í drykkjarvatnið. Varast ber að hafa með sér fljótandi snyrtivörur sem eiga til að leka í hæð vegna minni þrýstings. Gott ráð er að nota blautþurkkur (baby-wipes á ensku) þar sem þær springa ekki í hæð. 

  Bólusetningar:Hefðbundanr barnasprautur þurfa að vera í lagi, mænusótt, stífkrampi og barnaveiki. Auk þess er nauðsynlegt að hafa taugaveiki og lifrarbólgu A og jafnvel lifrarbólgu B. Ráðfærið ykkur við heimilislækni eða Heilsugæsluna sem hefur ferðamannabólusetningar á sinni könnu. (5851300, símatími 9 – 10 og 15 – 16 daglega, nema um helgar) 

  Matur: Allur matur er innifalinn í ferðinni. Matarmenning heimafólks er fjölbreytt og margir ljúffengir réttir í boði sem vert er að prófa. Ráðlegt er að hafa orkunasl og sætmeti með sér að heiman. 

  Matarmenningin í Marokkó er ólíkt mörgum löndum í Afríku, með eindæmum skemmtileg og fjölbreytt. Er nær að halda að heimafólk hafi tileinkað sér það besta úr þeim ólíku hefðum sem til grundvallar liggja. Útkoman eru ljúffengir réttir þar sem krydd og ferskleiki hráefnisins leika við bragðlaukana. Grænmetisætur þurfa ekki að hafa áhyggjur því kjöt er síður en svo meginuppistaðan í matargerð heimafólks.

  Tajine og kúskús eru trúlega kunnustu þjóðarréttirnir. Tajine er lambakjöt og grænmeti eldað hægt í þartilgerðum tajine-potti, kryddað á sína vísu og kannski ekki svo ósvipað íslensku kjötsúpunni þó kryddið geri bragðið framandi.  Kúskús er aftur á móti meðlæti, ómissandi hvort heldur með kjöt eða grænmetisréttum. Kúskúsið er upprunnið í N. Afríku og unnið úr durum hveiti. Matreiðsla þess er tímafrek enda er það oftast gufusoðið og þá jafnvel tvisvar eða þrisvar. Ekki er svo úr vegi að smakka á Harira, hinni matarmiklu grænmetissúpu þar sem linsubaunir, kjúklingabaunir, laukur, tómatar og ferskar kryddjurtir sameinast í himnesku bragði.

  Eins og flestir vita er neysla áfengis ekki leyfð skv trúarritinu Kóraninum. Hins vegar er því svo farið að Marokkóbúar framleiða  bæði bjór og vín og hæglega má nálgast hvoru tveggja á helstu hótelum og í tilteknum verslunum í stærri borgum. Þjóðardrykkur Marokkóbúanna er óneitanlega mintuteið sem er dísætt og fátt bragðast betur þegar komið er í tjaldstað eftir dagleið á fjöllum. 

  Þjórfé og ferðapeningar: Gjaldmiðillinn í Marokkó er dirham. Gengi dirhams gagnvart bandaríkjadal er nokkuð stöðugt, fyrir US$ 1 fást 8,365 dirham. 1 dirham jafngildir u.þ.b. 8 íslenskum krónum. Flest betri hótel taka við kreditkortum og helstu bankar eru með hraðbanka á sínum snærum. 

  Vegabréfsáritanir: Nauðsynlegt er að vera með gilt vegabréf með sér á ferð um Marokkó en ekki er krafist vegabréfsáritunar. 

  Farangur: Merkja skal allar töskur vel og kanna eftir öll tengiflug hvort töskur séu enn á réttri leið (Transfer-desk flugvalla geta hjálpað við það). Gott er að kynna sér hertar reglur varðandi handfarangur. Upplýsingar þaraðlútandi má fá hér.

  Símasamband: Gsm símasamband er víðast hvar hægt að reiða sig á hvort heldur í sveit eða borg. 

  Internet: Í stærri borgum er internet víða aðgengilegt gegn vægu gjaldi.

   

  Almennur gátlisti fyrir ferðalög erlendis

  Aðstandendur
  Tilkynna aðstandendum um ferðaáætlun og hvernig hægt sé að ná sambandi í neyðartilvikum

  Áður en lagt af stað
  Bólusetning tímanlega, vegna smitsjúkdóma
  Taka lyf með, sem fólk tekur að staðaldri
  Spyrja lækni hvort þörf sé á breyttri lyfjagjöf, vegna breyttra aðstæðna

  Hafa meðferðis
  Lyfseðil, nöfn og skammtastærðir á lyfjum, til vara, ef lyf glatast
  Minniháttar sáraumbúðir
  Klórtöflur ef ekki er hreint og ómengað vatn til staðar (fást í apótekum)
  Sykursaltlausn til notkunar ef svæsinn niðurgangur (fæst í apótekum)
  Medic-alert-nisti ef fólk hefur alvarlegan sjúkdóm eða ofnæmi
  Taka með í handfarangri lífsnauðsynleg lyf, ferðatöskur geta týnst
  Evrópska sjúkratryggingakortið. Það gildír innan evrópska efnahagssvæðisins. Nánari
  upplýsingar á www.tr.is

  Heilsufar
  Vera í almennt góðu líkamlegu og andlegu formi eins og kostur er
  Passa að drekka nóg vatn í miklum hita
  Taka lyf á réttum tíma
  Forðast óhóflega áfengisneyslu
  Forðast óábyrgt kynlíf - öryggið á oddinn!

  Húðin
  Stunda sólböð af hófsemi og nota sólarvörn
  Nota varnir gegn skordýra- og mýbiti

 • Útbúnaðarlisti

   Skór og fatnaður

  • Mjúkbotna gönguskór, mega vera lágir
  • Sandalar eða léttir strigaskór
  • Léttar göngubuxur
  • Stuttbuxur
  • Síðar nærbuxur og nærbolur úr ull eða góðu gerviefni
  • 2-3 bómullar bolir
  • 1-2 þunnar flís peysur
  • Nærbuxur
  • Hlýir sokkar (2 pör) og þunnir innri sokka fyrir þá sem vilja
  • Utanyfirjakki – góð skel (t.d. goretex) með hettu
  • Utanyfirbuxur - vatnsheldar (t.d. goretex)
  • Lítil eða "milliþykk" dúnúlpa eða gerviefna/primaloft jakki
  • Hlý húfa, sólhattur og buff
  • Fingravettlingar (t.d. flís) og "lúffur" eða belgvettlingar
  • Þægilegur ferðafatnaður

   

  Annar búnaður

  • Bakpoki, 30 - 40 L dagpoki
  • Slitsterk læsanleg taska fyrir annan farangur
  • Lás á tösku
  • Svefnpoki, gott að hafa léttan dúnpoka sem dugar vel fyrir íslenskar aðstæður. Til viðmiðunar þá er þannig poki með ~750 gr dúnfyllingu og heildarþyngd ~1,4 kg. Extreme -30°C/Comfort limit -12°C/Comfort -5°C
  • Einangrunardýna, (valkvætt, við sofum í skálum/gisiheimilum með dýnum)
  • Þunnir pokar til þess að pakka útbúnaði og fatnaði í (valkvætt)
  • Göngustafir (Valkvætt)
  • Vatnsflaska
  • Hitabrúsi (Valkvætt)
  • Vasahnífur (EKKI pakka honum í handfarangur)
  • Ferðahandklæði                          
  • Sólgleraugu
  • Ennisljós og rafhlöður
  • Skyndihjálparpoki: Plástrar og sjúkrateip, lyf: ráðfærið ykkur við heimilislækni varðandi helstu lyf sem eru parasetamol og magnil (verkjastillandi) ibuprofen (bólgueyðandi og verkjastillandi), Cyproxin (sýklalyf við magasýkingu) og Immodium (hægðastoppandi)  önnur lyf eftir þörfum. Acidophilus (Gerlatöflur sem styrkja þarmaflóruna og auka mótstöðu. Gott að hefja töku nokkru fyrir brottför)
  • Sótthreinsandi handspritt
  • Blautklútar til að þvo sér (t.d. Baby Wipes eða Wet Ones)
  • Tannbursti, tannkrem
  • Sólarvörn (30+) og varasalvi (með sólarvörn)            
  • Eyrnartappar
  • Klósettpappír
  • Myndavél, minniskort, auka rafhlöður og hleðslutæki
  • Ipod, með tónlist og jafnvel hljóðbókum
  • Góð bók(Valkvætt)
  • Ferðaskjöl: flugmiði, vegabréf,peningur fyrir aukakostnaði, drykkjum, minjagripum og þjórfé
  • Innanklæðaveski (valkvætt)
 • Brottfarar dagsetningar
  Dagsetning Ferða Framboð  
  22.09 - 30.09 2018 Í boði Velja

Veldu fjölda farþega og brottfarar dagsetningu.