Gönguferð um Austur Grænland

Gönguferð um Austur Grænland

Erfiðleikastig
Miðlungs
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Ferðaflokkur
Gönguferð

Hvað er innifalið
íslenskur leiðsögumaður, bátaskutl, farangursfluttningur, 2 nætur á gistiheimili, matur þegar gist er á gistiheimili, fundur fyrir ferð, þurrmatur

Brottfarir
1. ágúst 2020

Lengd ferðar
5 dagar

Hópastærð
hámark 14

Leiðsögumaður Helga María Heiðarsdóttir

Helga María Heiðarsdóttir

Leiðsögumaður

Helga María er menntaður land- og jöklafræðingur, hún er fædd í Reykjavík en hefur varið meiri hluta síðustu ára á ferð og flugi. Hún er mikil félagsvera sem elskar alla hreyfingu og útivist þar sem hún gengur og hleypur á fjöll, skíðar, klifrar og hjólar út um allar trissur. Helga María hefur sterkan bakgrunn í fjalla- og ferðamennsku og byrjaði í björgunarsveit árið 2006. Hún hefur setið í stjórnum ÍSALP og AIMG sem er fagfélag fjallaleiðsögumanna á Íslandi.

Helga María byrjaði að vinna hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum árið 2008 þar sem hún vann við leiðsögn á jöklum ásamt því að leiða ferðamenn á Hvannadalshnúk. Hún hefur í gegnum árin tekið að sér leiðsögn með gönguhópa á borð við  toppaðu með 66°N og Fjallkonur en í dag stýrir hún fjallgönguhópnum Fjallafólk samhliða Vilhjálmi Árnasyni.  

Helga María leiðsegir einnig lengri ævintýraferðir um Ísland og erlendis með hópa fyrir Íslenska Fjallaleiðsögumenn, National Geographic og Arctic Running (Náttúruhlaupin). 

Helga María leiðir gönguferð um stórbrotna Austurströnd Grænlands, þar sem við kynnumst mannlífi, menningu og náttúru þessa stórkostlega svæðis.

Ferðin hefst í Kulusuk 1. ágúst 2020
Ferði líkur í Kulusuk 5. ágúst 2020

Verð 149.000 kr
Flug er ekki innifalið í verði ferðar, en hægt er að kaupa það á góðum kjörum á síðunni okkar.

Þó að vegalengdin til Grænlands sé ekki löng þá á þessi næsti nágranni okkar fátt sameiginlegt með Íslandi. Bæði jarðfræði og menning er mjög frábrugðin því sem við eigum að venjast. Hvassir granít tindar teygja sig til himins og jöklar renna í sjó fram. Helga María er menntaður jarðfræðingur og hefur mjög góða þekkingu á jarðfræði, menningu og sögu Austur Grænlands og hefur mikla reynslu í leiðsögn á þessu svæði.

Veðurfar á Austurströnd Grænlands:

Það er ekki aðeins jarðfræði og menning sem er ólíkt á Grænlandi, heldur er talsverður munur á veðurfari. Að jafnaði er lágur loftþrýstingur eða "lægð" yfir Íslandi sem velur tíðum veðurbreytingum með vindi og úrkomu. Hins vegar þá er að jafnaði hár loftþrýstingur yfir Grænlandi og staðviðrasamt. Yfir sumarmánuðina veldur sterkt háþrýstisvæði yfir Grænlandsjökli því að lægðirnar ná síður ströndinni með  úrkomu og vindi. Sumrin á Austurströnd Grænlands eru því að jafnaði sólríkari og úrkomu minni heldur en við eigum að venjast. Þó að meðahitinn í júlí sé ekki nema 8°C þá er upplifunin af verðrinu að það sé hlýrra á meðan það er sól og lítill vindur.

Fluga:

á Grænlandi eru bæði mý- og moskítóflugur. Við fyrstu sýn virðist ekki vera mikið af flugu, en ef ekki er gætt að sér safnast flugnabitin upp og geta valdið óþægindum. Það er því gott að vera með flugnaeitur og flugnanet.

Hagnýtar upplýsingar:

Fyrir brottför er fundur með Helgu Maríu þar sem farið er yfir ferðina og spurningum svarað. Farþegar fá nákvæman útbúnaðar- og matarlista.

Ferðin er með farangursfluttningi þannig að eingöngu er gengið með létta dagspoka. Fyrir tjaldnæturnar tvær í byrjun ferðar sjá þátttakendur sjálfir um allan mat, nema þurrmatur (í kvöldverð) er innifalinn. Þátttakendur fá góðar leiðbeiningar og nákvæman matarlista. Þátttakendur koma sjálfir með tjald, dýnu og svefnpoka, en líka er hægt að leigja það allt hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum, gegn vægu gjaldi.

Gist er 2 nætur í tjöldum og 2 nætur á gistiheimili.

Matur og gistiheimilis gisting í Tasiilaq og Kulusuk er innifalið í verðinu.

Brottfarir

Loading...

Dagskrá

Dagur 1

Hópurinn hittist á Reykjavíkurflugvelli og þaðan er flogið til Kulusuk. Við komuna þangað fáum við fluttning á farangri að Kulusuk Hosteli, en göngum sjálf inn í bæinn. Eftir hádegismat er skoðunarferð um Kulusuk og fræðsla um menningu og sögu svæðisins. Gist í svefnpoka á gistiheimili, hádegis- og kvöldverður innifalinn.

Dagur 2

Við siglum yfir að þorpinu Tiniteqilaq, litlu veiðimannaþorpi sem staðsett er við Ísafjörðinn mikla, Sermilik. Tiniteqilaq er eitt fallegasta veiðimanna þorpið á Grænlandi.  Marglit húsin eru í sterkri andstöðu við gríðarstóra borgarísjakana sem þekja Sermilikfjörðinn, sem ber nafn sitt Ísafjörður með réttu. Íbúafjöldi er um 100 manns, rétt um helmingur af því sem mest var fyrir um 25 árum. Þó að veiðin í firðinum sé góð þá sækir fólk í höfuðstaðinn Tasiilaq þar sem íbúum fjölgar jafnt og þétt á kostnað minni byggða. Í stuttri heimsókn okkar í bæinn fræðumst við um erfið lífskilyrði íbúanna og ræðum nútíð og fortíð þessa harðduglega fólks sem byggir þetta harðbýla land.  Fyrir ofan bæinn eru grafir heimamanna og þaðan er einstakt útsýni sem lætur engann ósnortinn.

Gangan frá Tiniteqilaq yfir á tjaldstæðið okkar er mjög falleg. Ásýnd jökulfjarðarins mikla, Sermilik, breytist eftir því sem ofar kemur og gent honum rís meginjökull Grænlands. Þegar upp á jökulsorfnar fjallseggjarnar kemur opnast útsýnið yfir hvassa tindana ofan við tjaldstæðið og yfir að Ammassalikeyju sem við eigum eftir að ganga yfir tveimur dögum síðar. Gist í tjaldi, þurrmatur (í kvöldverð) er innifalinn, en þátttakendur sjá sjálfir um annan mat.

Dagur 3

Tjaldstæðið er fallegt og vel staðsett til göngu og skoðunarferða. Gengt tjaldstæðinu teygja hvassir granít tindar sig til himins og inn til landsins eru vötn og skriðjöklar. Gróður er lávaxinn, hvalbök og jökulsorfnar kappir einkenna landslagið. Talvert er af ref á svæðinu, yrðlingarnir eru óhræddir við menn og sjást oft á vappi í kringum tjaldstæðið. Við tjaldstæðið er lítið nes með fallegu graníti sem gaman er rölta um. Staðurinn er þekktur fyrir góða sjóbirtings veiði og vel þess virði að hafa með sér veiðistöng fyrir þá sem langar að renna fyrir fisk. Heimamenn koma gjarnan á staðinn til að veiða í sjó eða í vötnunum fyrir ofan tjaldstæðið. Gist í tjaldi, þurrmatur (í kvöldverð) er innifalinn, en þátttakendur sjá sjálfir um annan mat.

Dagur 4

Við erum sótt að morgni og silgt með okkur milli gríðarlegra borgarísjaka Sermilikfjarðarins að hvítum sandfjörum Ammassalikeyju. Þaðan göngum við yfir eyjuna til höfuðstaðarins Tasiilaq, fallegs bæjars sem iðar af mannlífi. Tasiilaq er höfuðstaður Austur Grænlands með um 2000 íbúa, sem er meira en helmingu allra íbúa Austur Grænlands. Nafnið þýðir "fjörður sem lítur út fyrir að vera stöðuvatn" þar sem þröngt opið á firðinum sést ekki frá bænum. Bærinn á sér ekki langa sögu. Eftir að danski sjóliðsforinginn Gustav Holm "fann" Ammassalik hérað 1884 var staðurinn valinn til þess að byggja kirkju og verslunarhús og hefur vaxið jafnt og þétt síðan. Við gistum á gistiheimili í uppábúnum rúmum og njótum þeirra forréttinda að hafa rennandi vatn með þeim þægindum sem því fylgja,  kvöldverður er innifalinn.

Dagur 5

Eftir morgunverð göngum göngum við niður að höfn þar sem bátur bíður okkar og silgt er til Kulusuk. Þegar þangað er komið göngum við um þorpið og út á flugvöll, þaðan sem flogið er heim.

Verð frá:

149000 kr

Framboð ferðar:

 • JAN
 • FEB
 • MAR
 • APR
 • MAÍ
 • JÚN
 • JÚL
 • ÁUG
 • SEP
 • OKT
 • NÓV
 • DES

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Subscribe to our mailing list

* indicates required
You may also like to receive:

Hafa samband