Gönguferð um Albönsku Alpana

Gönguferð um Albönsku Alpana

Leiðsögumaður
Dagný Indriðadóttir

Dagný Indriðadóttir

Leiðsögumaður

Dagný er þjóð- og kynjafræðingur og starfar sem leiðsögumaður hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum. Hún lagðist ung í ferðalög og í fyrstu voru það framandi menningarheimar sem heilluðu. Eftir að fjöll og firnindi fönguðu huga hennar hafa ferðalögin tekið mið af því hvort heldur hér heima eða erlendis.  Segja má að hápúnkturinn í ferðalögum hennar hingað til, hafi verið skíðaganga yfir Grænlandsjökul.

Dagný hefur mikla reynslu af leiðsögn og útivist á fjöllum en hún starfaði í fjögur sumur við landvörslu á hálendinu norðan Vatnajökuls. Auk ferðalaga eru fuglar, guðsgræn náttúran og gömul munnmæli helstu áhugamálin.

Verð frá
249000 kr.

Erfiðleikastig
Miðlungs

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Hvað er innifalið
undirbúningsfundur, leiðsögn, gisting, allur matur og akstur í Albaníu

Brottfarir
júní 2021

Lengd ferðar
9 dagar

Gisting
Einsmannsherbergi í boði þegar gist er á hóteli

Hópastærð
hámark 16

Albönsku Alparnir eru ævintýralega heillandi
Við erum á leið til Albönsku Alpanna þar sem stórbrotið landslag og forvitnileg menning heimafólks er í fyrirrúmi. Þó að megináherlsan sé á göngur er líka skyggnst inn í menningu heimafólks sem er mjög forvitnileg og um margt frábrugðin því sem við eigum að venjast. Gist er á hótelum og gistihúsum heimafólks og við leggjum okkur fram um að kynnast landi og siðum. 

Verð  er frá 249.000 kr, miðað við 2 í herbergi.
Flug er ekki innifalið í verði ferðar.

Dagskrá

Dagur 1 - Ísland - Tirana 
Við komuna til Tirana sækir staðarleiðsögumaður hópinn og við ökum á hótel í nágrenni Tirana. Gisting í tveggja manna herbergjum og kvöldverður á veitingahúsi.
Akstur ~30 mín

Dagur 2 - Tirana - Gjakova - Valbona dalurinn
Eftir morgunverð leggjum við af stað og höldum norðir í albönsku alpana, en besta leiðin þangað er í gegnum Kósovo, þar sem meiri hluti íbúa eru Albanir. Við stoppum í borginni Gjakova og röltum um gamla miðbæinn og markaðinn  þar sem ýmislegt forvitnilegt er að sjá. En heimafólk hefur frá fornu fari unnið víravirki og annað handverk. Eftir stutt stopp höldum við áfram til litla þorpsins Junik þar sem við snæðum hádegisverð í einu af elstu húsum þorpins. Þar er rekinn veitingastaður sem sérhæfir sig í þjóðlegum réttum. Við endum daginn á akstri inn í albönsku fjalladýrðina og Valbona dalinn þar sem við komum okkur fyrir á gistihúsi sem við gistum á næstu 2 nætur. Gisting í 4ra manna herbergjum með uppábúnum rúmum. Allur matur innifalinn.
Akstur alls ~ 6 klst

Dagur 3 - Rosi skarðið
Í dag kynnumst við undraheimum fjallasalanna og göngum upp í Rosi skarðið. Leiðin liggur yfir Valbona ána, upp í gegnum litly býlin í Kukaj og svo áfram í gegnum skóglendi og blómabreiður þar til við komum að litlu seli þar sem hægt er að kaupa svaladrykk og njóta útsýnisins. Áfram höldum við upp brekkurnar og ættum að sjá hina einlendu Albaníulilju sem þírfst á þessu svæði, áður en viðkomum í Rosi skarðið þar sem Albanía og Svartfjallaland mætast. Leiðin til baka eru sú sama og nú öll niður í móti. Gisting í 4ra manna herbergjum með uppábúnum rúmum. Allur matur innifalinn.
Hækkun um 1000m, ca 18 km og göngutími 8-9 klst.

Dagur 4 - Yfir til Theth
Við byrjum daginn á akstri inn í dalbotninn, eða eins langt og vegurinn nær, þar hefjum við göngu dagsins sem liggur yfir Valbona skarðið til Theth dalsins. Þetta er ein vinsælasta gangan á svæðinu. Við göngum upp í gegnum grónar undirhliðar þar sem enn er stundaður hefðbundinn búskapur, áfram upp í gegnum skóglendi og áður en við vitum erum við komin upp ís sjálft skarðið þar sem við snæðum nestið okkar. Við höldum áfram niður í Theth dalinn og endum daginn á gistihúsi neðarlega í dalnum. Thethi þorpið er eitt elsta þorpið í Albönsku ölpunum. Gisting í 4ra manna herbergjum með uppábúnum rúmum. Allur matur innifalinn.
Hækkun um 750m, lækkun um 850m, ca 13 km og göngutími um 7 klst

Dagur 5 - Teth
Í dag könnum við hvað þessi einstaki dalur hefur upp á að bjóða, en segja má að hann hafi orðið þrekkur í upphafi 20. aldar þegar Edith Durham dvaldi þar. Edith þessi var bresk og hafði verið ráðlagt að dvelja í heitara loftslagi til þess að bæta heilsu sína. Hún kom til þessa hluta Albaníu og heillaðist svo að hún eyddi löngum stundum þar og skrifaði um kynni sín af heimafólki og siðum þess. Við byrjum daginn á heimsókn í Turninn, en þar var málum miðað og grið sett þegar ágreiningur kom upp í dalnum. Svo höldum við ferðinni áfram og göngum miður dalinn og upp til Grunas fossins sem er náttúruvætti og þykir mjög tilkomumikill. Rúsínan í pylsuendanum er svo Bláa augað, foss og sérstakur hylur í mögnuðu umhverfi, þar sem hægt er að kæla sig niður og dýfa sér í vatnið. 
Gisting á gistihúsi í Nderlyse þyrpingunni í 4ra manna herbergjum. Allur matur innifalinn.
Hækkun um 200m, lækkun um 200m, ca 14 km og göngutími um 7 klst

Dagur 6 - Thethi dalurinn - Skhodra
Í dag liggur leiðin til borgarinna Skhodra og hefst með akstri upp Theth dalinn og yfir Thore skarðið. Vegurinn er torfær og því tekur það tímann sinn að fara þessa stuttu vegalengd. Upplagt er að stoppa í skarðinu og njóta útsýnisins áður er við förum áfram niður til borgarinnar Skhodra. Skodra er borg sem byggir á gömlum grunni og er ein af elstu borgum Albaníu með uþb 2400 ára sögu. Við komum okkur fyrir á hóteli áður en við höldum út í daginn til þess að skoða það markverðasta sem borgin hefur upp á að bjóða ss Rozafa kastalann.
Gist er á hóteli í 2ja manna herbergjum. Allur matur innifalinn.

Dagur 7 - Koman vatn - Shala áin- Tirana

Eftir morgunverð er ekið að ferjustaðnum við Koman vatn, sem er í raun uppistöðulón. Vegurinn er hrykkjóttur og ekki hraðfarið og gera má ráð fyrir 2ja tíma akstri. Áður en við setjumst um borð í bátinn, sem ferjar okkur eftir vatninu og upp eftir Shala ánni, gefst kostur á að fá sér kaffibolla eða svaladrykk. Áfangastaðurinn er svo sannarlega einn af þeim dásamlegri enda er Shala áin tær og umhverfið einna líkast Paradís. Hér getum við buslað í ánni, flotið eða einfaldlega notið þess að flatmaga á árbakkanum. Hádegisverður er snæddur á einu af þremur gistihúsanna sem þarna er að finna. Við leggjum svo af stað sömu leið til baka um 3 leytið og ökum til Tirana. Á leiðinni er snæddur kvöldverður á einu fyrsta"slow food" veitingastað Albaníu. Gist er á hóteli í Tirana í 2ja manna herbergjum. Allur matur innifalinn.
Akstur  um4 klst, bátsferð 2x 45 mín.

Dagur 8 - Tirana
Við kynnumst borginni Tirana á þessum síðasta degi og fáum enn betri innsýn í sögu lands og þjóðar. Við heimsækjum þjóðminjasafnið og áhugaverðustu staði borgarinnar. Allur matur innifalinn.

Dagur 9 - Haldið heim
Eftir morgunverð er frjáls tími uns kveðjum þetta margbrotna land og höldum heim á leið.

Bóka ferð

Því miður eru engar bókanlegar brottfarir í boði sem stendur. Vinsamlegast hafið samband til að fá frekari upplýsingar.

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband