Elbrus – hátindur Evrópu

Toppaðu hæsta fjall Evrópu!

elbrus.png
elbrus 021.jpg
elbrus 027.jpg
elbrus 028.jpg
elbrus 029.jpg
elbrus 043.jpg
elbrus 050.jpg
elbrus 063.jpg
elbrus 066.jpg
elbrus 067.jpg
elbrus 071.jpg
elbrus 073.jpg

Erfiðleikastig:

AUÐVELT

ERFITT

Verð frá:  

Fullorðinn: 355000 kr

 • JAN
 • FEB
 • MAR
 • APR
 • MAY
 • JUN
 • JUL
 • AUG
 • SEP
 • OCT
 • NOV
 • DEC

Brottfarir: Eftirspurn ræður brottför

Lengd: 9 dagar

Hópastærð: 4 - 12

Dagleiðir: 6 - 12 klst

Athugið: Verð miðast við 4 þátttakendur og er án flugs

 • Lýsing ferðar

  Langar þig til þess að klífa hærra? Á hæsta fjall Evrópu? Íslenskir Fjallaleiðsögumenn gera drauminn að möguleika í ógleymanlegri ferð til Kákasusfjallanna. Takmark ferðarinnar er að sjálfsögðu hærri tindur Elbrus, en tindarnir eru 2, og til þess að tryggja að hæðaraðlögun verði með sem besta móti og allir í góðum gír þegar toppadagurinn rennur upp, tökum við nokkra daga í það að kanna norðurhlíðar fjallsins undir handleiðslu reyndra háfjallaleiðsögumanna. Þó að toppadagurinn sé ekki tæknilega erfiður er hann langur og því nauðsynlegt að vera aðlagaður að þunna loftinu. Af Elbrustindinum er ógleymanlegt útsýni yfir stórfengleg Kákasus-fjöllin.

  Dagsetning: 

  Verð: 355.000 kr

  Leiðsögn: Íslenskur fararstjóri fylgir hópnum allan tímann en í Mineralny Vody taka heimamenn á móti okkur og sjá um leiðsögn á fjallið og nærliggjandi tinda.

  Innifalið í verði: 

  • Íslensk fararstjórn
  • Allur akstur eins og fram kemur í leiðarlýsingu
  • Gisting eins og fram kemur í leiðarlýsingu
  • Fullt fæði utan kvöldverðar í Piatigorsk síðasta kvöldið
  • Háfjallaleiðsögumaður
  • Matsveinn/matselja
  • Þjóðgarðsgjöld og önnur leyfisgjöld, nema vegabréfsáritun


  Ekki innifalið í verði: 

  • Flug
  • Kvöldverður í Piatigorsk seinasta kvöldið
  • Drykkir, þjórfé og önnur persónuleg eyðsla
  • Vegabréfsáritun
  • Ferða, slysa eða farangurstryggingar

 • Dagskrá ferðar

  Dagur 1.  Mineralny Vody og Terskol 
  Við komuna til þessa bæjar í Kákasus tekur staðarleiðsögumaður á móti okkur á flugvellinum og við höldum inn í Baksan dalinn til Terskol (2200) þar sem við komum okkur fyrir á hóteli þar sem við dveljum næstu 3 nætur. Þetta er uþb 3 klst akstur og við getum notið útsýnisins og virt fyrir okkur hina ótal mörgu fjallatinda sem við okkur blasa á leiðinni Kvöldverður þar sem hægt verður að spyrja leiðsögumanninn spjörunum úr varðandi fjöllin og göngurnar framundan.

  Dagur 2. Cheget tindur (3600) - Terskol
  Eftir morgunverð höldum við í fyrstu gönguna okkar í undirhlíðum Elbrus í Irik Chat dalinn og hefjum þar með hina eiginlegu hæðaraðlögun. Við ökum fyrsta spölinn en göngum svo um upp dalinn í 2800 m og njótum útsýnis til aðliggjandi fjallatinda sem nóg er af áður en við höldum til baka til Terskol. Heildar gönguhækkun og lækkun er 300 m

  Dagur 3 Cheget tindur (3600m) - Terskol 
  Aðlögunin heldur áfram og í dag og fyrir valinu er Cheget tindurinn (3600m) og getum tekið tæknina í okkar þjónustu og tekið skíðalyftu upp í rúmlega 3000m hæð áður en við leggjum af stað á Cheget tindinn. Af tindinum ættum við að njóta glæsilegs útsýnis á sjálfan Elbrus og alla hina mikilfenglegu tindana sem ber við himin. Heildar gönguhækkun og lækkun er 760 m

  Dagur 4 Terskol – Asau – Priut 11(4050m) – Tunnubúðir (Barrels hut) 3750m
  Við ökum til Azau (2440m) þar sem við tökum skíðalyftu upp í 3500m hæð áður en ganga dagsins hefst. Við göngum upp í Priut 11 og gistum fyrstu nóttina í Tunnubúðum sem eru í 3750 m hæð. Heildar gönguhækkun 250 m

  Dagur 5. Tunnubúðir – Pastukov klettar (4600m – 5000m) – Tunnubúðir 
  Enn höldum við áfram aðlöguninni og göngum nú upp í Pastukov klettana sem skaga upp úr hjarninu í 4500 – 5000 m hæð. Við töltum svo niður í Tunnubúðir og búum okkur undir toppadaginn. Veður í Kákasus getur oft verið mjög vindasamt og kalt, því er nauðsynlegt að vera vel búinn í alla staði. Skyggni getur verið takmarkað en ferð upp að Pastukhov klettum er nauðsynleg fyrir hæðaraðlögun og einnig má nota ferðina til að meta aðstæður á efri hluta leiðarinnar upp á tind Elbrus. Ferðin upp að klettunum og til baka ætti að taka 5 – 6 klst. Heildar gönguhækkun og lækkun 850 m

  Dagur 6. Gengið á Elbrustindinn 
  Í dag er toppadagurinn og engin ástæða til annars en að leggja á tindinn. Veður og aðstæður á fjallinu ráða mestu um það hversu vel gengur á uppleiðinni en oftast er ágætur slóði til staðar eftir aðra hópa. Leiðin upp er löng og því mikilvægt að halda jöfnum hraða og vera ekki að fýta sér of mikið til að eiga næga orku fyrir niðurleiðina. Við getum þó látið okkur hlakka til þess að koma aftur í Tunnubúðir þar sem okkar bíður gómsætur kvöldverður og hlýr svefnpoki. Heildar gönguhækkun og lækkun 1750 m

  Athugið að hægt er að fá far upp að Pastukov klettunum en greiða þarf sérstaklega fyrir það

  Dagur 7. Varadagur 
  Við tryggjum okkur einn dag til vara ef veðrið leikur ekki við okkur eða aðrar óviðráðan­legar aðstæður hamla uppgöngu daginn áður. Ef við toppuðum í gær höldum við til í Tunnubúðum

  Dagur 8. Piatigorsk 
  Í dag tökum við saman búnaðinn okkar og höldum niður í dal og alla leið til Piatigorsk þar sem við dveljum á Intourist hóteli síðustu nóttina okkar í Rússlandi. Upplagt er að eyða eftirmiðdeginum í að skoða það sem borgin hefur upp á að bjóða  Borgin Piatigorsk byggðist í kringum heitar laugar svæðisins og dregur nafn sitt af tindunum fimm umhverfis. Á 19. öldinni var borgin vinsæll staður heldri borgara rússneska keisaradæmisins og lögðu margir listamenn leið sína þangað. Meðal annars ljóðskáldið Mikhail Lermontov, sem lést í einvígi skammt frá borginni árið 1841. Nokkur af upprunalegu hótelunum og baðhúsunum eru enn í notkun.

  Dagur 9. Keyrsla til Mineralny Vody og heimferð 
  Eftir morgunverð höldum við á flugvöllinn í Mineralny Vody og hefjum ferðina heim með flugi til Berlínar

   

 • Gott að vita

  Almennt:
  Elbrus, hæsta fjall Evrópu (5.642m) er staðsett í Kákasus-fjöllunum. Kákasus fjöllin eru í raun fjallgarður sem teygir sig á milli Svartahafsins og Kaspíahafsins og skilja á milli Evrópu og Asíuflekans. Kákasusfjöllin mynda einnig náttúruleg landamæri milli Georgíu og Rússlands. Elbrus sjálft stendur rúmlega 11km norðan við fjallgarðinn og er því óumdeilanlega í Evrópu, nánar tiltekið Rússlandi. Rússland hefur á síðustu árum tekið miklum breytingum og því ekki lengur eins erfitt að leggja leið sína þangað. Enn þarf maður þó boð til landsins og einnig er nauðsynlegt að vera með vegabréfsáritanir og öll leyfi í lagi.

  Vegabréf og áritanir:
  Nauðsynlegt er að vera með gilt vegabréf og allir sem ferðast til Rússlands þurfa að auki vegabréfsáritun. Sendiráðið hér á landi afgreiðir slíkar áritanir á 3 vikum svo betra er að hafa tímann fyrir sér. En skrifræðinu er fráleitt lokið því að auki þarf leyfi fyrir Elbrus og Kákasus svæðið og leyfi til þess að vera á landamærunum svo eitthvað sé nefnt. Við þurfum þó eingöngu að hafa áhyggjur af því að verða okkur úti um vegabréfsáritunina hérna heima því samstarfsaðilar okkar ytra sjá um hin leyfin. Upplýsingar um vegabréfsáritanir er að finna hér og umsóknareyðublöð fyrir vegabréfsáritun hér


  Til þess að sækja um vegabréfsáritun þarf að framvísa eftirfarandi:

  • Passamynd í stærð 35 til 45 mm með ljósum bakgrunni (ekki brosandi skv. ICAO - reglum).
  • Útfyllt spurningaeyðublað, sjá hlekk hér að ofan
  • Vegabréfi sem gildir í a.m.k. 6 mánuði eftir áætlaða brottför frá Rússlandi.
  • Nákvæmar upplýsingar um fyrirhugaða ferð (flug og gisting)
  • Bréf til staðfestingar á umsókn um vegabréfsáritun frá ferðaþjónustuaðila.
  • Sönnun fyrir að umsækjandi sé með gilda alþjóðlega sjúkratryggingu.


  Það er á ábyrgð farþega að afla sér allra upplýsinga um skilyrði þess að vera hleypt inn í landið, sem ferðast er til, og inn í lönd þar sem viðdvöl er höfð á leiðinni til áfangastaðar. Farþegi ábyrgist einnig að hafa meðferðis öll nauðsynleg ferðagögn. Vinsamlegast athugið að gjöld fyrir umsóknir um vegabréfsáritanir til Rússlands geta verið breytileg eftir ríkisfangi. Vinsamlegast hafið samband við rússneska sendiráðið til að fá frekari upplýsingar um umsóknarferlið og tengd gjöld.

  Veðrátta:
  Um Elbrus gildir það sama eins og flest önnur háfjallasvæði, þau hafa sitt eigið veðurfar sem erfitt getur verið að sjá fyrir. Oft er bæði hvasst og kalt á toppnum og undir hátindinum þannig að fjallganga sem þessi krefst vandaðs útbúnaðar. Þátttakendur þurfa að vera búnir undir það að takast á við allt niður í 20°C frost og strekkingsvind.

  Heilsa og hreinlæti:
  Hreinlæti heimafólks í ferðaþjónustu er með ágætum og óhætt er að neyta alls matar sem í boði er. Ekki er þó ráðlegt að skipta við götusölufólk sem kann að hafa ýmislegt lostæti í boði við fyrstu sýn. Nauðsynlegt er að hugsa vel um vökvabúskap líkamans í fjallagöngum og drekka minnst 2 l á meðan á göngu stendur. Ekki er ráðlegt að drekka úr fjallalækjum hversu freistandi sem það kann að virðast heldur drekka soðið vatn, eða setja þartilgerðar vatnshreinsitöflur í drykkjarvatnið.

  Bólusetningar:
  Þeir sem fara til Rússlands ættu hafa hefðbundnar barnasprautur í lagi, mænuveiki, stífkrampa og barnaveiki. Þá er ráðlegt að hafa lifrarbólgu A og jafnvel B, og taugaveiki. Ráðfærið ykkur við lækni eða Heilsugæsluna sem sinnir ferðamanna-bólusetningum (5851300, símatími 9 – 10 og 15 – 16, daglega nema um helgar). Athugið að gott er að huga að bólusetningum fyrr en síðar!

  Háfjallaveiki:
  Atriði sem vert er að hafa í huga þegar ferðast er í hæð yfir 2500 – 3000 metrum. Flestir upplifa trúlega væg einkenni háfjallaveikinnar sem lýsa sér m.a. í höfuðverki, ógleði og lystar¬leysi. Góð aðlögun er besta leiðin til þess að komast hjá háfjallaveikinni, það að hækka sig ekki um of hvern dag og hvílast vel í hæð. Einnig kemur mikil og stöðug vökvaneysla að gagni. Ágerist einkennin er eina leiðin tafarlaus lækkun.

  Matur:
  Allur matur er innifalinn í þessari ferð á meðan við erum á snærum heimafólks, fyrir utan kvöldverð í Piatigorsk á seinasta degi. Þó ráðleggjum við fólki að taka með sér orkunasl og sætindi fyrir fjallgöngurnar og eins er óvitlaust að pakka líka orkudrykkjadufti. Nauðsynlegt er að huga vel að vökvabúskap líkamans í ferðum sem þessum og því mælum við með því að fólk drekki amk 2 l af vökva yfir daginn, helst meira kvölds og morgna.

  Þjórfé og ferðapeningar:
  Gjaldmiðillinn í Rússlandi er rúbla. Fyrir US$ 1 fást 31.08 rúblur og ein rúbla jafngildir 3.7 íslenskum krónum. Sjálfsagt er að gefa þjórfé fyrir góða þjónustu en slíkt er þó aldrei skylda.

  Farangur:
  Merkja skal töskur vel og kanna eftir öll tengiflug hvort töskur séu enn á réttri leið (Transfer-desk flugvalla geta hjálpað við það).

  Hertar reglur varðandi handfarangur: Gott er að lesa bækling Flugmálastjórnar um hertar reglur varðandi handfarangur! Upplýsingar er að finna á
  http://ww2.caa.is/Farthegar/Handfarangur/

  Símasamband:
  Gsm samband er á hæstu fjallatindunum og niðri í bæjunum því ætti ekki að vera vandamál að síma heim eða senda sms af hátindi Elbrus!

  Internet:
  Á hótelinu í Terskol er hægt að komast í netpóst í tölvu í hótelafgreiðslunni en í borginni Piatigorsk er engin slík þjónusta í boði. Hins vegar er víða hægt að komast á internetið gegn vægu gjaldi á netkaffihúsum þar í bænum.

 • Búnaðarlisti

  Búnaðarlisti:

  Persónulegur búnaður
   Hlý húfa, lambhúshetta
   Sólhattur
   Sólgleraugu og skíðagleraugu
   Þunnir vettlingar (flís eða ull)
   Góðir þykkir hanskar eða belgvettlingar m/goretex skel
   50L bakpoki
   Svefnpoki
   einangrunardýna


  Fatnaður
   Þunn nærföt, bæði síðar nærbuxur og nærbolur úr ull eða góðu gerviefni
   Hlýir sokkar (minnst 2 pör) og þunnir innri sokkar fyrir þá sem vilja
   Flís jakki eða eitthvað sambærilegt
   Jakki – utanyfirjakki (t.d. goretex) með góðri hettu
   Göngubuxur
   Utanyfirbuxur
   Bómullar bol fyrir skálana (ekki til að ganga í)
   Dúnúlpa eða gerviefna jakki


  Skóbúnaður
   Sandalar, íþróttarskór eða aðrir þægilegir ferðaskór
   Gönguskór
   Einangraðir tvöfaldir fjallgönguskór
   Legghlífar, lágar hlifar sem loka skónum duga vel

  Annað
   Göngustafir
   Vasahnífur
   Hæðarmælir
   Legghlífar
   Lítill sjónauki
   Myndavél, filmur/minniskort, rafhlöður
   Ennisljós og rafhlöður
   Sólarvörn og varasalvi (með sólarvörn)
   Tannbursti, tannkrem
   Lítill skyndihjálparpoki og verkjarlyf
   Eyrnatappar
   Saumasett
   Vatnsflaska og hitabrúsi (ekki mælt með Camelpack oft frís í leiðslunum hátt uppi)
   Sundföt
   Góð bók
   Vegabréf
   Peningur fyrir aukakostnaði, t.d. fyrir drykkjum, minjagripum o.fl.


  Tæknilegur búnaður
   Klifurbelti
   Mannbroddar
   Göngu öxi
   Hjálmur

Vinsamlegast hafið samband við okkur fyrir frekari upplýsingar um brottfarir í boði.