Albönsku Alparnir

Albönsku Alparnir

Erfiðleikastig
Miðlungs
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Brottfarir
15. júní 2019

Lengd ferðar
9 dagar

Hópastærð
6 - 16

Fararstjóri Dagný

Dagný

Fararstjóri

Dagný er þjóð- og kynjafræðingur og starfar á skrifstofu ÍFLM. Hún lagðist ung í ferðalög og í fyrstu voru það framandi menningarheimar sem heilluðu. Eftir að fjöll og firnindi fönguðu huga hennar hafa ferðalögin tekið mið af því hvort heldur hér heima eða erlendis.  Segja má að hápúnkturinn í ferðalögum hennar hingað til, hafi verið skíðaganga yfir Grænlandsjökul.

Dagný hefur mikla reynslu af leiðsögn og útivist á fjöllum en hún starfaði í fjögur sumur við landvörslu á hálendinu norðan Vatnajökuls. Landvarsla snýst í meginatriðum um samskipti við ferðafólk, fræðslu og upplýsingagjöf. Auk ferðalaga eru fuglar, guðsgræn náttúran og gömul munnmæli helstu áhugamálin.

Albönsku Alparnir eru ævintýralega heillandi
Við erum á leið til Albönsku Alpanna þar sem stórbrotið landslag og forvitnileg menning heimafólks er í fyrirrúmi. Gengið er á 2 tinda, Rozafa og Arapi. Sá fyrri er á landamærunum við Svartfjallaland og sá seinni gnæfir yfir Thethi dalnum og er eitt helsta djásn Thethi Þjóðgarðsins. Þó að megináherlsan sé á göngur er líka skyggnst inn í menningu heimafólks sem er mjög forvitnileg og um margt frábrugðin því sem við eigum að venjast. Gist er á hótelum og gistihúsum heimafólks og við leggjum okkur fram um að kynnast landi og siðum. 

Tæplega 70% af flatarmáli Albaníu er fjalllendi sem er oftar en ekki mjög óaðgengilegt. Hæstu fjöllin er að finna á landamærum Albaníu, Kósovo og Montenegro og þar er hátindurinn Korab (2764 m). Albönsku Alparnir eru hluti af Dinarísku Ölpunum sem teygja sig uþb 1000 km frá Ítalíu suður um Balkanskagann og liggja á landamærum Albaníu, Montenegro og Kósovo. 

Brottfarir

Dagsetningar ferðar Framboð  
15.06 - 23.06 2019 Í boði Select

Dagskrá

Dagur 1 - Ísland - Tirana
Við komuna til Tirana sækir staðarleiðsögumaður hópinn og haldið er á hótel í þessari höfuðborg Albaníu. Gisting í tveggja manna herbergjum og kvöldverður á veitingahúsi. 

Dagur 2 - Tirana - Gjakova - Valbona dalurinn
Eftir morgunverð er lagt af stað og við ætlum til norðurhluta Albaníu með viðkomu í Kosovo. Við komuna til borgarinnar Gjakova er haldið í gönguferð um öngstræti þessarar litlu borgar þar sem heimafólk hefur frá fornu fari unnið víravirki og annað handverk. Við heimsækjum markaðinn þar sem við getum séð handverksfólk að störfum. Við ökum áfram og næsti áfangastaður er þorpið Drenoc sem er þekkt fyrir hefðbundinn byggingarstíl og við heimsækjum fjölskyldu og fáum innsýn í heimilislíf og njótum gestrisni heimafólks. Við komuna til Valbona dalsins komum við okkur fyrir á gistihúsi þar sem við gistum næstu 2 nætur. Gisting í tveggja manna herbergjum. Fullt fæði.
Akstur ~ 6 klst

Dagur 3 - Rosi tindur
Í dag leggjum við land undir fót og stefnum á Rosi tind sem rís í 2523 metra hæð yfir Valbona dalnum. Gangan leiðir okkur um Kukaj dalinn og við förum um beitilönd heimafólks og framan af er gangan þægileg og ekki fyrr en sígur á seinni hlutann að það verður brattara á fótinn. Úr skarði í 215o metra hæð liggur leiðin svo eftir landamærunum við Montenegro á Rosi tindinn. Útsýnið af tindinum er ógleymanlegt og eftir að hafa notið þess um stund höldum við niður í Valbona dalinn. Fullt fæði
Hækkun/lækkun 1593 m - göngutími 8,5 klst

Dagur 4 - Valbonaskarð
Við leggjum leið okkar inn Valbona dalinn og upp í gegnum skóg inn í ævintýralegt klettalandslag upp í Valbona skarðið. Leiðin er þægileg enda þjóðleið og ekki ólíklegt að hægt verði að stoppa á kaffihúsi á leiðinni. Úr skarðinu sést vel yfir Valbona dalinn og tindana sem falda himininn sem og yfir Thethi dalinn þangað sem við lækkum okkur niður eftir álíka þægilegum stíg. Við endum í Thethi þorpinu þar sem við komum okkur fyrir á gistihúsi þar sem við gistum næstu 3 næturnar. Thethi þorpið er eitt elsta þorpið í Albönsku ölpunum.
Hækkun/lækkun 1070 m - göngutími 7 klst

Dagur 5 - Thethi dalurinn
Við kynnumst þessum afskekkta dal betur í dag og fáum einnig innsýn í menningararfleifðina en lengi vel var samfélagið þrúgað af blóðhefndarskyldunni. Við heimsækjum Turninn, sem gegndi sérstöku hlutverki og staðarleiðsögumaðurinn fræðir okkur um lögmálið KANUN og þær reglur sem giltu. Við tökum einnig göngu að Grunas fossinum og hinu sérstæða Bláa Auga. Fullt fæði
Hækkun/lækkun ~500 m - göngutími 6 klst

Dagur 6 - Arapi tindur
Leiðin liggur á Arapi tindinn sem rís tignarlegur yfir norðanverðum Thethi dalnum. Leiðin liggur eftir gamalli þjóðleið upp í Peja skarðið og getum virt fyrir okkur tilkomumikinn suðurvegg tindsins. Leiðin á toppinn liggur svo til vesturs um hrjóstur þar sem mest fer fyrir kalksteini og við hækkum okkur hægt og þétt upp á tindinn. Útsýnið lætur engan ósnortinn og á góðum degi gætum við séð vítt og breitt, yfir til fjallanna yfir Valbona dalnum og víðar. Við fylgjum sömu leið til baka og eftir langan dag verður gott að komast á gistihúsið. Fullt fæði
Hækkun/ lækkun 1467 m - göngutími 8 klst

Dagur 7 - Shkodra
Borgin Shkodra er höfuðborg norðursins og þangað liggur leiðin í dag. Við ökum yfir fjallveg og niður á sléttlendið vestan Thethi dalsins suður til borgarinnar Shkodra sem er ævaforn og þar hafa fundist menjar um búsetu frá því á tímum Illyríumanna sem Albanir telja sig komna frá.  Við heimsækjum Rozafa kastalann á hæð ofan borgarinnar og fáum leiðsögn um þennan merka stað. Við gistum á hóteli og getum skoðað fjölbreytt mannlífið í eftirmiðdaginn. Fullt fæði
Akstur ~3,5 klst

Dagur 8 - Koman vatn - Tirana
Við höldum suður til Tirana í dag og siglum á Koman vatni, sem er í raun risastórt uppistöðulón. Við höldum í bátsferð út á vatnið og stoppum á vel völdum stöðum þar sem hægt er að synda eða sóla sig. Við heimsækjum líka albanska fjölskyldu og fáum að smakka á hefðbundnu góðgæti svæðisins. Eftirmiðdagurinn fer svo í akstur til höfuðborgarinnar Tirana þar sem við gistum á hóteli þessa síðustu nótt í Albaníu. Fullt fæði
Akstur ~4 klst

Dagur 9 - Haldið heim
Eftir morgunverð er haldið heim á leið.

Verð frá:

195000 kr

Framboð ferðar:

 • JAN
 • FEB
 • MAR
 • APR
 • MAÍ
 • JÚN
 • JÚL
 • ÁUG
 • SEP
 • OKT
 • NÓV
 • DES

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Subscribe to our mailing list

* indicates required
You may also like to receive:

Hafa samband