Útbúnaðarlisti fyrir Tour du Mont Blanc

Skóbúnaður
Hálfstífir gönguskór sem styðja vel við ökkla
Sandalar eða léttir strigaskór

Fatnaður
Þunn nærföt, bæði síðar nærbuxur og nærbolur úr ull eða góðu gerviefni
Hlýir sokkar (minnst 2 pör) og þunnir innri sokkar fyrir þá sem vilja
Flísjakki eða eitthvað sambærilegt
Göngubuxur úr léttu fljótþornandi efni
Hlífðarjakki með góðri hettu (t.d. goretex)
Hlífðarbuxur (t.d. goretex)
Þunnir vettlingar eða hanskar (flís eða ull) og góðir þykkir belgvettlingar, m/goretex skel
Lítil dúnúlpa eða gerviefna jakki
Hlý húfa, lambhúshetta og sólhattur

Annað

Bakpoki, margar mismunandi tegundir af bakpokum eru í boði en gott að miða við góðan dagpoka, 40 - 60 L
Lakapoki
Lítill skyndihjálparpoki og verkjarlyf
Myndavél, filmur/minniskort, rafhlöður
Sólgleraugu
Sólarvörn og varasalvi (með sólarvörn)
Stillanlegir göngustafir (ef vill)
Tannbursti, tannkrem
Ferðahandklæði
Eyrnatappar
Ennisljós og rafhlöður
Vatnsflaska og hitabrúsi
Vegabréf
Skotsilfur
Ferðafatnaður

ATH að skálar í Ölpunum eru vel útbúnir í alla staði, rúmfatnaður fylgir rúmum og því engin nauðsyn að taka svefnpoka með, sem léttir dagpokana!