Útbúnaðarlisti fyrir lengri bakpokaferð

Ferðafatnaður (til að klæðast á göngu eitt tvö eða 3 lög eftir atvikum)

 • Nærskyrta úr ullar- eða flís efni 
 • Þunn peysa eða skyrta úr ull eða flís.
 • Lopapeysa eða þykk flíspeysa.
 • Ullarsokkar.
 • Göngubuxur þurfa að vera sterkar og úr efni sem þornar fljótt. Ýmislegt kemur til greina, flísbuxur, buxur úr ullarefni eða pólyester.

Í bakpokann:

 • ullarnærskyrta
 • síðar nærbuxur
 • Auka nærbuxur stuttar
 • aukapeysa þykk eða létt dúnúlpa eða létt fiberúlpa.
 • 1-2 pör af ullarsokkum(ullarsokkar með frotté fara t.d. vel með fætur). Það má ekki klæðast sokkum úr bómull fyrir innan ullarsokkana!
 • Góðir íslenskir ullarvettlingar, eitt eða tvö pör eru nauðsynlegir og utanyfirvettlingar úr vatnsheldu efni eru ekki til skaða.
 • ullarhúfa eða lambhúshetta og e.t.v. ennisband eða hólkklútur (buff).
 • Stakkur úr vatnsheldu efni og með góðri hettu , annað hvort Goretex eða sambærilegt.Utanyfirbuxur úr sama efni.
 • Gönguskór, mjúksóla úr leðri eða rúskinni og næloni. Hægt er að fá leðurskóna með eða án Goretex og í öllu falli er hægt að vatnsverja þá töluvert með leðurfeiti. Það sem er mikilvægast er að skórnir passi vel og séu þægilegir.
 • Legghlífar 

Annar búnaður:

 • Bakpoki. Til eru margar góðar gerðir af bakpokum. Gott er að miða við 55 til 65 lítra poka fyrir kvenmann og 60 til 75 lítra fyrir karlmann.
 • Svefnpoki með dún eða fíberfyllingu. Nauðsynlegt er að pokinn sé léttur og hlýr og því mælum við helst með gæsadún eða vönduðum fibersvefnpokum. Hafa ber í huga að tölur um kuldaþol svefnpoka eru oftast ýktar og því nauðsynlegt að pokinn sé gefinn upp fyrir a.m.k. 0°C í comfort og a.m.k -10°C í extreem kuldaþol.
 • Einangrunardýna úr frauði eða sjálfuppblásin.
 • Gamlir strigaskór eða sandalar til að vaða ár.
 • Göngustafir (Það er mjög mikilvægt fyrir gönguna yfir jökulinn að hafa stafi)!


Og að lokum ýmislegt smálegt sem gott er að hafa með:

 • tannbursti
 • dálítið tannkrem
 • salernispappír
 • mjög lítið handklæði