Öryggi í ferðum Fjallaleiðsögumanna

Íslenskir Fjallaleiðsögumenn hafa verið í fararbroddi hvað varðar öryggismál í íslenskri ferðaþjónustu. Í landi þar sem lög og reglugerðir hvað þetta varðar eru í lágmarki verða félög að setja sér eigin viðmið og stefnu. Stefna ÍFLM er að öryggismál fyrirtækisins séu í samræmi við bestu aðferðir hverju sinni. Þessi stefna sést m.a á fámennum hópum, menntun leiðsögumanna og okkar eigin starfsmannaþjálfun.

Helstu öryggisþættir í ferðum ÍFLM:

  • Vönduð hópstjórn og öruggt leiðaval (mikilvægasti þátturinn).
  • Trygg fjarskipti og öguð viðbrögð við óvæntum aðstæðum.
  • Fyrsta hjálp og björgunaraðgerðir.

Að sjálfsögðu er ekki hægt að ábyrgjast 100% öryggi í ferðum, ekki frekar en í lífinu sjálfu, en við erum sannfærð um að með skilvirkri öryggisstefnu og starfsmannaþjálfun er hægt að lágmarka hættuna sem kann að felast í gönguferðum um óbyggðir.