Sveinspróf (NZMGA Level 1, Hard Ice)

Lýsing:
Sveinsprófið er kennslupróf sem tekur 3 ½ daga. Prófað er í helstu atriðum jöklaleiðsagnar og viðbragða við slysum. Prófið fer fram á skriðjökli í nágrenni Skaftafells.
Farið er yfir helstu atriðið í jöklaleiðsögn s.s. leiðarval, sprungubjörgun, ísklifur, samskipti við gesti og hópstjórnun.

Forkröfur:
Gerð er krafa um að nemendur hafi 30 daga starfsreynslu í leiðsögn á jöklum. Enn fremur er gert ráð fyrir að nemendur hafi lokið Námskeiði fyrir nýja leiðsögumenn. Reynsla af leiðsögn og sterkur bakgrunnur í fjallamennsku og línuvinnu getur þó komið í stað Námskeiði fyrir nýja leiðsögumenn.

Mat:
Námskeiðið er kennslupróf og mat nemenda fer fram á meðan á því stendur. Lagt er mat á færni í samskiptum við gesti, leiðarval, kennsluhæfni, þekking á jöklum, sögu o.þ.h., sprungubjörgun og línuvinnu auk þess sem kunnátta í björgunaraðgerðum er metin. Í lok námskeiðsins er farið yfir frammistöðu nemenda í einstaklingsviðtölum.

Réttindi:
Að loknu námskeiði fá nemendur umsögn um eigin frammistöðu auk tillagna að mögulegum úrbótum bæði skriflega og munlega. Almennt er mælt með að nemandi með sveinspróf sé fær um að vinna sjálfur í léttari ferðum, svo sem á Sólheimajökli og í styttri ferðum á Svínafellsjökli. Þeir sem sýna fram á góða hæfni geta svo unnið í lengri ferðum og flóknari verkefnum eins og ísklifri eftir að hafa hlotið nánari tilsögn og reynslu í vinnu með reyndari leiðsögumönnum.

Kennsla:
Námskeiðið fer fram á skriðjökli í nágrenni Skaftafells. Miðað er við 2 leiðbeinendur á hverja 6 þátttakendur. Hvert námskeið er leitt af Fjallaleiðsögumanni en aðstoðar leiðsögumaður er að lágmarki Jöklaleiðsögumaður.

Fyrir nánari upplýsingar og verð hafið sambandi við info@mountainguides.is