Sprungubjörgun fyrir jeppabílstjóra:

Lýsing:
Í samvinnu við jeppaleiðsögumenn Iceland Rovers hafa Ísl. Fjallaleiðsögumenn nú þróað aðferðir við að framkvæma áhrifaríka sprungubjörgun komi til þess að einstaklingur falli í jökulsprungu.
Aðferðin byggir að mestu leiti á sprungubjörgun eins og hún er framkvæmd af fjallamönnum en nýtir jeppann og einfaldari en þyngri búnað en göngumenn bera. Hausti 2010 var þessi aðferð kynnt fyrir leiðsögumönnum Iceland Rovers í formi tveggja daga námskeiðs.

Forkröfur:
Námskeiðið er sérstaklega þróað og hugsað fyrir þá sem aka með ferðamenn um jökla í atvinnuskini en nýtist einnig vel fyrir áhugaökumenn sem vilja vera við öllu búnir. Ekki er gert ráð fyrir að nemendur hafi neinn grunn í línuvinnu eða fjallamennsku.

Mat:
Ekkert mat er lagt á hæfni nemenda að svo stöddu.

Réttindi:
Í vinnslu.

Kennsla:
Kennt er með allt að 6 nemendur á hvern leiðbeinanda. Dagur 1 er kenndur innanhúss og miðar að því að kynna búnað og grunn aðferðir fyrir þátttakendum. Á degi 2 er farið í gegnum raunsæt dæmi um björgun á jökli.

Innifalið: Kennsla, allur sérhæfður fjallamennskubúnaður, námsgögn.
Ekki innifalið: Allur akstur og ferðir, gert er ráð fyrir að nemendur leggi sjálfir til bíla í verklegan dag.

Fyrir nánari upplýsingar og verð hafið sambandi við info@mountainguides.is