Námskeið fyrir nýja leiðsögumenn.

Lýsing:
Þetta námskeið er ætlað nýliðum í jökla-leiðsögn íslenskra fjallaleiðsögumanna. Námskeiðið tekur 4 daga og fer fram á skriðjökli í nágrenni Skaftafells. Farið er yfir helstu atriðið í jöklaleiðsögn s.s. leiðarval, sprungubjörgun, ísklifur, samskipti við gesti og hópstjórnun. Einföld björgunaræfing er einnig hluti af námskeiðinu.

Forkröfur: 
Gerð er krafa um grunn þekkingu á fjallamennsku og línuvinnu. Þessi grunn þekking getur verið í formi grunnþjálfunar björgunarsveitarmanna, námskeiða ÍFLM / ÍSALP í fjallamennsku og ferðamennsku á jöklum eða reynslu. Leiðsöguefnin verða einnig að hafa gilt skýrteini í skyndihjálp.

Mat: 
Geta nemenda í helstu áhersluatriðum er metin meðan á námskeiðinu stendur. Lagt er mat á jafnt tæknilega getu eins og línuvinnu og björgun sem og getu til að fræða og skemmta. Einungis bestu nemendum hvers árgangs er boðin frekari vinna hjá Fjallaleiðsögumönnum.

Réttindi: 
Réttindi fara mjög eftir frammistöðu nemanda og eru allt frá því að viðkomandi starfi ekki á jöklum (fall) og að viðkomandi sé settur beint í leiðsögn eftir að hafa sýnt fram á getu til að fræða og skemmta gestum sínum. Hafi viðkomandi staðist gefur það einnig rétt til þátttöku í Sveinsprófi (Level 1) að fullnægðum skilyrðum um starfsreynslu.

Kennsla: 
Námskeiðið fer fram á skriðjökli í nágrenni Skaftafells. Miðað er við 2 leiðbeinendur á hverja 10 þátttakendur. Hvert námskeið er leitt af ÍFLM-Fjallaleiðsögumanni en aðrir leiðbeinendur eru að lágmarki Jöklaleiðsögumenn.

Fyrir nánari upplýsingar og verð hafið sambandi viðinfo@mountainguides.is