Jöklaleiðsögumann próf (NZMGA Level 2)

Lýsing:
Jöklaleiðsögumanna próf er fullnaðar próf fyrir þá sem vinna á skriðjöklum. Eins og Sveinsprófiðið er þetta kennslupróf sem tekur 3 ½ daga. Prófað er í sömu atriðum og í Sveinsprófinu en kröfur um frammistöðu eru umtalsvert stífari.

Forkröfur:
Nemendur verða að hafa lokið Sveinsprófi (Level 1) og hafa að auki 70 daga starfsreynslu.

Mat:
Námskeiðið er kennslupróf og mat nemenda fer fram á meðan á því stendur. Lagt er mat á færni í samskiptum við gesti, leiðarval, kennsluhæfni, þekking, sprungubjörgun og línuvinnu auk þess sem kunnátta í björgunaraðgerðum er metin. Matið fer fram á sama hátt og í Sveinsprófinu nema hvað kröfur um frammistöðu eru umtalsvert meiri. Björgunarverkefni er einnig flóknara en á Sveinsprófi. Í lok námskeiðsins er farið yfir frammistöðu nemenda í einstaklingsviðtölum.

Réttindi:
Þeir sem standast Jöklaleiðsögumanna próf fá titilinn Jöklaleiðsögumaður hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum. Þeir eru færir til að vinna alla þá vinnu sem framkvæmd er á skriðjöklum án eftirlits. Almennt er ætlast til þess að þeir leiðsögumenn sem vina einir á skriðjöklum yfir vetrartímann sú að lágmarki Jöklaleiðsögumenn.

Kennsla:
Námskeiðið fer fram á skriðjökli í nágrenni Skaftafells. Miðað er við 2 leiðbeinendur á hverja 6 þátttakendur. Hvert námskeið er leitt af Fulltrúa Nýsjálenska Fjallaleiðsögumann sambandsins en aðstoðarleiðbeinandi er að lágmarki Fjallaleiðsögumaður.

Fyrir nánari upplýsingar og verð hafið sambandi við info@mountainguides.is