Hnúkur II

Lýsing:
Námskeiðið er samtals 3 dagar og samanstendur af fyrirlestrum og umræðum í bland við krefjandi verklegar æfingar. Fyrsti dagurinn fer fram á skriðjökli þar sem farið er yfir helstu aðferðir. Næsta dag er farið upp í snjólínu og sprungubjörgun æfð við raunverulegar aðstæður. Síðasta daginn er björgunaræfing sem getur hvort heldur sem er farið fram yfir snjólínu eða á skriðjöklinum.

Forkröfur:
Jöklaleiðsögumenn ÍFLM fara gjarnan á þetta námskeið til að undirbúa sig undir verkefni á hájöklum. Fyrir aðra er gerð krafa um grunn í línuvinnu (sprungubjörgun) auk reynslu og þekkingar í fjallamennsku og klifri.

Mat:
Kennarar leggja óformlegt mat á frammistöðu nemenda og skila umsögn og ráðleggingum til ÍFLM um áframhaldandi starf á hájöklum.

Réttindi:
Nemendur geta eru metnir í einn af þremur flokkum í lok námskeiðsins.

  • Grænn: Leiðsögumaðurinn er mjög hæfur og getur leitt hópa einn á hájöklum og/eða verið í forsvari fyrir stærri ferðir.
  • Gulur: Hæfur leiðsögumaður sem þó ætti ekki að vera fullkomlega einn á fjallinu heldur ætti að vinna undir beinni og óbeinni tilsögn reyndari leiðsögumanna.
  • Rauður: Fall – Leiðsögumaðurinn ætti að svo stöddu ekki að vinna á hájöklum sökum kunnáttu-, reynsluleysis eða annarra vankanta.

Kennsla:
Kennslan fer fram á skriðjöklum og hájöklum í nágrenni Skaftafells. Miðað er við að hámarksfjöldi nemenda á kennara sé ekki fleiri en sex.

Fyrir nánari upplýsingar og verð hafið sambandi við info@mountainguides.is