Fagnámskeið í fjallaleiðsögn (NZMGA Mountain Skills Course).

Lýsing:
Átta daga fjallamennskunámskeið þar sem nemendur eru þjálfaðir í að beita aðferðum fjallamennsku og klifurs í leiðsögn á faglegan hátt.

Forkröfur:
Umsækjendur á Fagnámskeið í fjallamennsku verða að sýna fram á eftir farandi reynslu:

  • Vera færir um að klifra í leiðslu klettaleiðir í náttúrulegum tryggingum að lágmarki 5.6 (ísl./Stardalur) af öryggi.

  •  Að hafa klifrað að lágmarki 10 ísleiðir þar af amk 5 fjölspanna og amk þrjár 4.gr. eða erfiðari.

  • Að hafa klifrað amk eina klassíska alpa leið (t.d. NV-veggur á Skessuhorni, S-hrygginn á Hrútsfjallstindum).

  • Hafa fullnægjandi kunnáttu í sprungubjörgun (t.d. grænn á Hnúkur II) og reynslu af leiðsögn á auðveldari leiðum eins og Sandfellsleið á Hvannadalshnúk og/eða Hafrafellsleið á Hrútfjallstinda.

Mat:
Að loknu námskeiðið er metið hvort nemendur eru færir um að halda áfram í Fjallaleiðsögumanna próf. Ef ekki er mælt með beinu framhaldi eru gefnar ráðleggingar um hvað megi betur fara og í hvaða þáttum nemendur ættu að vinna hyggist þeir reyna aftur.

Réttindi:
Fagnámskeið í Fjallamennsku er andstætt við önnur námskeið hér að ofan ekki próf og gefur enginn bein réttindi. Þeir nemendur sem ljúka þessu námskeiði teljast Námskeiðið er forsenda fyrir því að fá að taka Fjallaleiðsögumann próf. Æskilegt er að þeir sem hafi lokið þessu námskeiði hafi forgang að vinnu við kennslu hvort sem er á námskeiðum fyrir almenning eða sem aðstoðar kennarar á starfsmannanámskeiðum ÍFLM.

Kennsla:
Námskeiðið fer fram á skriðjökli og í fjalllendi í nágrenni Skaftafells. Miðað er við 2 leiðbeinendur á hverja 8 þátttakendur. Leiðbeinendur er að lágmarki Fjallaleiðsögumenn. (þetta námskeið verður haldið annað hvert ár. Næst vor 2012 og þá væntanlega án aðkomu NZMGA fulltrúa).

Fyrir nánari upplýsingar og verð hafið sambandi viðinfo@mountainguides.is