Menntun og réttindi leiðsögumanna

Frá stofnun fyrirtækisins árið 1994 hafa Íslenskir Fjallaleiðsögumenn stefnt að því að vera í fararbroddi í þjálfunar og gæðamálum í íslenskri ferðaþjónustu. Í daga er „fjalló“ þekkt sem eitt helsta þekkingarfyrirtæki landsins þegar kemur að framkvæmd ævintýraferða og náttúruvernd tengdri ferðaþjónustu. Þar sem ekki eru til opinberar reglur eða staðlar sem ná yfir öryggis og gæðamál í starfssemi eins og þeirri sem Íslenskir Fjallaleiðsögumenn stunda hefur fyrirtækið frá upphafi markað sýna eigin stefnu í þjálfunarmálum.

Þjálfun starfsmanna hefur vaxið í jöfnu hlutfalli við fjölda starfsmanna – frá því að vera einungis ein helgi og upp í það að vera yfirgrips mikið kerfi sem tekur um tvö ár að klára. Vorið 2009 var byrjað að vinna eftir þessu kerfi sem er að mestu byggt á sambærilegu kerfi sem þróað að hefur verið á Nýja Sjálandi. Kerfið nær til þjálfunar þeirra starfsmanna sem vinna í leiðsögn á jöklum og fjöllum.

Nú eru reglulega haldin námskeið og próf á vegum Íslenskra Fjallaleiðsögumanna í jökla- og fjallaleiðsögn. Flestir nemendur á þessum námskeiðum eru tilvonaði eða núverandi starfsmenn fyrirtækisins en námið er annars opið þeim sem sýnt geta fram á tilskilinn bakgrunn.

Fyrirtækið stendur einnig fyrir sérstöku námskeiði fyrir þá starfsmenn sem stunda leiðsögn á jeppum á jöklum landsins.

Flestir leiðsögumenn í lengri gönguferðum á vegum ÍFLM hafa lokið prófi í leiðsögn frá MK eða sambærilegu. Fyrir þennan hóp verður vorið 2012 boðið upp á framhaldsmenntun sem miðar að því að auka tæknilega færni leiðsögumanna í erfiðari ferðum fyrirtækisins, t.d. þegar gengið er yfir jökla.

Fyrirtækið hvetur einnig alla leiðsögumenn sína til að taka námskeið í fyrstu hjálp í óbyggðum og styrkir gjarnan sína leiðsögumenn á það námskeið sem og önnur námskeið sem geta nýst í starfi.

Þetta námskeið er ætlað nýliðum í jökla-leiðsögn íslenskra fjallaleiðsögumanna. Námskeiðið tekur 4 daga og fer fram á skriðjökli í nágrenni Skaftafells. Farið er yfir helstu atriðið í jöklaleiðsögn s.s. leiðarval, sprungubjörgun, ísklifur, samskipti við gesti og hópstjórnun.

MEIRA

Sveinsprófið er kennslupróf sem tekur 3 ½ daga. Prófað er í helstu atriðum jöklaleiðsagnar og viðbragða við slysum. Prófið fer fram á skriðjökli í nágrenni Skaftafells. Farið er yfir helstu atriðið í jöklaleiðsögn s.s. leiðarval, sprungubjörgun, ísklifur, samskipti við gesti og hópstjórnun.

MEIRA

Jöklaleiðsögumanna próf er fullnaðar próf fyrir þá sem vinna á skriðjöklum. Eins og Sveinsprófiðið er þetta kennslupróf sem tekur 3 ½ daga. Prófað er í sömu atriðum og í Sveinsprófinu en kröfur um frammistöðu eru umtalsvert stífari.

MEIRA

Átta daga fjallamennskunámskeið þar sem nemendur eru þjálfaðir í að beita aðferðum fjallamennsku og klifurs í leiðsögn á faglegan hátt.

MEIRA

Fjallaleiðsögumanna prófið er 8 daga próf þar sem nemendur eru metnir í færni sinni sem leiðsögumenn í erfiðu fjallalandslagi með og án jökla. Prófið tekur til allra þátta fjallamennsku og gerir kröfu um lágmarks færni í klifri. Mikil áhersla er lögð á línuvinnu, hraða og öryggi sem og getu til að meta áhættu og lágmarka hana fyrir gesti.

MEIRA

Námskeiðið er samtals 3 dagar og samanstendur af fyrirlestrum og umræðum í bland við krefjandi verklegar æfingar. Fyrsti dagurinn fer fram á skriðjökli þar sem farið er yfir helstu aðferðir. Næsta dag er farið upp í snjólínu og sprungubjörgun æfð við raunverulegar aðstæður. Síðasta daginn er björgunaræfing sem getur hvort heldur sem er farið fram yfir snjólínu eða á skriðjöklinum.

MEIRA

Í samvinnu við jeppaleiðsögumenn Iceland Rovers hafa Ísl. Fjallaleiðsögumenn nú þróað aðferðir við að framkvæma áhrifaríka sprungubjörgun komi til þess að einstaklingur falli í jökulsprungu. Aðferðin byggir að mestu leiti á sprungubjörgun eins og hún er framkvæmd af fjallamönnum en nýtir jeppann og einfaldari en þyngri búnað en göngumenn bera.

MEIRA