Myndasýning - Leifur Örn Svavarsson

Fimmtudaginn 10.desember kl 20:00 mun Leifur Örn Svavarsson sýna myndir og segja frá tveimur gerólíkum leiðöngrum sem hann fór á síðasta ári. Í öðrum leiðangrinum gekk Leifur um frosnar íshellur og vakir á Norðurpólinn. Í hinum leiðangrinum gekk hann 10 daga gegnum regnskóga Nýju Guineu á leið sinni á Carstensz Pyramid, klettadrang sem skagar uppúr frumskóginum og er hæsta fjall Eyjaálfu.  

Leifur mun einnig fara í fljótu bragði yfir Utanlandsferðir Íslenskra Fjallaleiðsögumanna, kynna nýtt fyrirkomulag fyrir Fjallaskíðagengið og nýjan hóp, Gönguskíðagengið sem hefur göngu sína eftir áramótin.

Myndasýningin er öllum opin og verður haldin í Íslensku Ölpunum  Faxafeni 8 og hefst kl 20:00 fimmtudaginn 10. desember. Boðið verður uppá léttar veitingar.  

Fyrir og eftir myndasýninguna munu Íslensku Alparnir bjóða uppá 30% afslátt af öllum vörum í versluninni.

Láttu sjá þig og upplifðu tvo magnaða leiðangra í gegnum frásögn Leifs Arnar og gerðu kjarakaup á hágæða útivistafatnaði í leiðinni.  

Minnum einnig á Gjafabréf Íslenskra Fjallaleiðsögumanna - Jólagjöfin í ár er ávísun á upplifun!