Fyrir ferðaskrifstofur

Íslenskir Fjallaleiðsögumenn hafa áralanga reynslu af skipulagningu og útgerð ferða á milli fjalls og fjöru um landið þvert og endilangt fyrir innlenda og erlenda ferðaþjónustuaðila. Slíkar ferðir eru alltaf farnar í nafni viðkomandi ferðaþjónustuaðila og kjörorð okkar eru „Ástríða og fagmennska“.

ÍFLM býður líka upp á afþreyingu af ýmsum toga sem hægt er að skjóta inn í dagsferðir og lengri ferðir. Jöklagöngurnar okkar hafa þegar fest sig í sessi og í boði eru lengri og skemmri ferðir á Sólheimajökul og Svínafellsjökul þar sem fólki gefst kostur á að kynnast heillandi landslagi jökulsins undir leiðsögn og eftirliti þrautþjálfaðra leiðsögumanna okkar. Ísklifur er skemmtileg íþrótt sem við bjóðum einnig upp á fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Síðast en ekki síst eru í boði ferðir á Hvannadalshnúk, hæsta tind landsins.