Sérþjónusta Íslenskra Fjallaleiðsögumanna

Fyrir utan fjölbreytt úrval ferða og afþreyingar bjóða Íslenskir Fjallaleiðsögumenn upp á margvíslega þjónustu, fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þjónustan byggir á sérþekkingu starfsmanna fyrirtækisins á útivist í óbyggðum, á fjöllum og firnindum, jöklum og tröllum. Hvort sem þú ert að leita að einkaleiðsögn eða aðstoð við kvikmyndaframleiðslu, eða þig vantar einfaldlega sérhæfðan búnað í dagspart getur sérþekking Íslenskra Fjallaleiðsögumanna nýst þér.