Glacier Travel Course - IMG113

Lærðu að ferðast um jökla á Íslandi!

Erfiðleikastig:

AUÐVELT

ERFITT

Verð frá:  

Fullorðinn: 110000

Brottfarir: 26. - 28. maí 2018

Lengd: Þrír dagar

Gisting: tjald

Upphafsstaður: Reykjavík

Hópastærð: 4 þarf að lágmarki til að af námskeiðinu verði.

Við útvegum: Þjálfun í þrjá daga, flutning til og frá Reykjavík, gistingu í svefnpokaplássi á Skógum, allan sameiginlegan búnað, einn leiðbeinanda á hverja 6 þátttakendum og fullt fæði.

Þú útvegar: Allan persónulegan búnað og útivistarfatnað (hægt að leigja fjallabúnað hjá ÍFLM).

Athugið: Verð til félaga í Íslenska Alpaklúbbnum er 90.000 kr.

 • Lýsing ferðar

  Grunnjöklanámskeið - Þrír dagar af verklegri þjálfun á skriðjökli.

  Markmið:
  Að þátttakendur öðlist færni til þess að ferðast um jökla, kunni skil á aðferðum við sprungubjörgun og þeim búnaði sem notaður er en sprungubjörgun er meginþema námskeiðsins. Enn fremur að þátttakendur verði hæfir til þess að lesa vænlegar leiðir á jöklum út úr kortum og landslagi.

  Meðal þátta sem farið verður í eru eftirfarandi: Sprungubjörgun (dobblanir, einstefnulásar, klifur upp línu), grunn jöklafræði, höggva skref, ístryggingar, snjótryggingar o.fl. Við munum einnig snerta á ísklifri á jökli.

  Forkröfur:
  Ekki er krafist neinnar þekkingar í fjallamennsku fyrir námskeiðið. Einhver reynsla af útivist er kostur. Námskeiðið er líkamlega krefjandi.

  Ath:
  Útbúnaðarlisti fyrir námskeiðið er afhentur við bókun. Persónulegan fjallabúnað sem ekki er innifalinn í námskeiðinu (klifurbelti, hjálmur, broddar og ísexi) er hægt að leigja af ÍFLM.

  *Athugið að ferðakostnaður, matur og gisting er ekki innifalin í verði. Gisting og matur verður skipulagður í sameiningu fyrir námskeiðið og kostnaði deilt á þátttakendur.

  Verð til félaga í Íslenska Alpaklúbbnum er 90.000 kr. Til að skrá sig á námskeiðið, vinsamlegast hafið samband í gegnum netfangið ivar@mountainguides.is

 • Dagskrá ferðar

  Dagur I :
  Eftir er búið er að safna hópnum saman er ekið að Sólheimajökli. Jökulinn er afar aðgengilegur og fljótlega verðum við kominn í góðar sprungur. Byrjum á því að kynnast búnaðinum og læra að treysta honum með því að síga. Eftir það fyrstu skrefin í að prússika upp línu til að bjarga sjálfum sér úr sprungu og svo uppsetning ísakkera og dobblunarkerfa til að bjarga félaganum úr sprugnu. 

  Dagur II :
  Stefnan er tekin hærra upp á jökulinn í dag. Við tökum daginn snemma og göngum upp í snjó. Á leiðinni gefast tækifæri til að æfa alla í að ganga í línu og ræða helstu atriði varðandi það og leiðarval á jöklum. Þegar búið er að finna ásættanlegan stað er farið í að setja upp snjóakkeri og æfa verkefni gærdagsins í alvöru aðstæðum.

 • Brottfarar dagsetningar
  Dagsetning Ferða Framboð  
  26.05 - 27.05 2018 Í boði Velja

Veldu fjölda farþega og brottfarar dagsetningu.