Ísklifur Helgi

Frábært helgarnámskeið í Ísklifri

Erfiðleikastig:

AUÐVELT

ERFITT

Verð frá:  

Fullorðinn: 100.000

Brottfarir: 17. - 18. febrúar 2018

Lengd: Tveir dagar

Upphafsstaður: Reykjavík.

Við útvegum: Leiðsögn, ferðir og allan klifurbúnaður. Gistingu á hóteli með morgunmat

Þú útvegar: Útivistarfatnað

Athugið: Verð til félaga Íslenska Alpaklúbbsins er 85.000/90.000 kr.

Spurningar? fyrirspurn@fjallaleidsogumenn - hafðu samband

 • Lýsing ferðar

  Tveggja daga Ísklifur Námskeið fyrir byrjendur.

  Á þessu helgarnámskeiði gefst góður tími til að fara í helstu grunnþætti ísklifurs. Bæði hvað varðar línuvinnu og sjálfa klifurtæknina. Íslenskir skriðjöklar eru kjörinn vettvangur til að læra rétta tækni við klifur. Helstu atriðið sem farið er í eru: Klifurtækni, fótavinna, uppsetning megintrygginga og millitrygginga, trygging klifrara, klifurferillinn, v-þræðingar, útbúnaður, klifur í ofanvað (e.Top Rope) og sig.  

  Forkröfur: Engar forkröfur eru gerðar fyrir þetta námskeið.

  Ath: Þátttakendur þurfa að koma í viðeigandi útivistarfatnaði. Allur klifurbúnaður og skór eru innifaldir í verði námskeiðsins.

  Verð til félaga Íslenska Alpaklúbbsins er 85.000/90.000 kr. Til að fá frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband í gegnum netfangið ivar@mountainguides.is

  Loka

 • Dagskrá ferðar

  Dagur 1: Eftir að búið er að ná í alla, er komið við í höfðustöðvum ÍFLM til að ganga frá skó- og búnaðarmálum. Næsta stopp er svo Sólheimajökull þar sem við hendum okkur strax í að finna góðan vegg og byrja fjörið. Dagurinn er blanda af klifri og tækniatriðum. Í lok dags er svo haldið í náttstað í nágrenninu.

  Dagur 2: Eftir morgunmat höldum við til baka að Sólheimajökli. Eins og daginn áður blöndum við saman línuvinnu og klifri – með nýjum áskorunum. Í lok dags er svo ekið aftur til Reykjavíkur og ætti námskeiðinu að ljúka þar um kvöldmat.

  Loka

 • Brottfarar dagsetningar
  Dagsetning Ferða Framboð
  17.02.2018 Í boði Velja

Veldu fjölda farþega og brottfarar dagsetningu.

Auka þjónustur

 • Heildarverð fyrir alla farþega:

  0kr.