Wilderness First Responder - IMG116

Fyrsta hjálp í Óbyggðum

Trollaskaginn_2010-029.jpg
DSCN3205.jpg
DSCN3196.jpg
DSCN3176.jpg

Erfiðleikastig:

AUÐVELT

ERFITT

Verð frá:  

Fullorðinn: 155000

Brottfarir: 30. maí 8. júní, 24. okt - 2. nóv 2017 and 31.jan - 9 feb, 10. - 19. Apríl 2018

Lengd: 10 dagar

Hópastærð: 15 - 30

 • Lýsing ferðar

  Fyrsta hjálp í Óbyggðum - Wilderness First Responder - er hinn gullni staðall fyrir skyndihjálparmenntun leiðsögumanna í ævintýraferðum. Námskeiði er hannað til að gefa leikmönnum mikilvæg tól til að tækla stór og smá skyndihjálparverkefni fjarri byggð og taka ákvarðanir um flutning.

  Námskeiðið er blanda af fyrirlestrum og raunhæfum verklegum æfingum.

  Kennara á þessu námskeiði koma frá NOLS samtökunum í USA. Þeir eru þekktir fyrir að koma efninu frá sér á skemmtilegan og áhrifaríkan hátt og hafa flestir mikla reynslu á sviði fyrstuhjálpar frá störfum sem leiðsögumenn, sjúkraflutningamenn og leiðbeinendur á námskeiðum NOLS. Námskeiðið er algerlega miðað að þörfum leiðsögumanna og allri umfjöllun um þyngri búnað, eins og þann sem björgunarsveitir nota, er haldið í lágmarki. Námskeiðið fer fram á Ensku.


  Óhætt er að segja að gæði kennslunnar sé algerlega á heimsmælikvarða – enda kennararnir sér valdir af NOLS þjálfaðir í kennslu þannig að eftir er tekið.

  Námskeiðið er haldið í Reykjavík og kennsla er frá 09:00 - 18:00 alla daga auk eins til tveggja kvöld æfinga.

  Einn frídagur er á miðju námskeiði. 

  Forkröfur:

  Engrar fyrir þekkingar er krafist fyrir þetta námskeið. Aldurstakmark er 16 ár.

  Réttindi:

  Nemendur þreyja bæði skriflegt og bóklegt próf í lok námskeiðsins og munu þá hafa lokið WFR og CPR (hjartahnoð) réttindum. Námskeiðið er krafa Vakans fyrir flestar tegundir ævintýraleiðsagnar.

  Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um þetta námskeið í netfanginu: ivar@mountainguides.is og skrá sig á biðlista fyrir þær dagsetningar sem þegar eru fullar. 

 • Brottfarar dagsetningar
  Dagsetning Ferða Framboð  
  10.04 - 19.04 2018 Í boði Velja

Veldu fjölda farþega og brottfarar dagsetningu.