Free-Ride Avalanche Course - IMG118

Alvöru snjóflóðapælingar fyrir þá sem stunda utanbrauta rennsli!

Photo: Ívar F. Finnbogason
Photo: Ívar F. Finnbogason
Photo: Ívar F. Finnbogason
Photo: Ívar F. Finnbogason

Erfiðleikastig:

AUÐVELT

ERFITT

Verð frá:  

Fullorðinn: Contact us

Lengd: 3 dagar

Upphafsstaður: Akureyri

Við útvegum: Einn leiðbeinandi á hverja 6 þátttakendur.

Þú útvegar: Ferðir, matur og uppihald. Skíðabúnaður og öryggisbúnaður.

 • Lýsing ferðar

  Alvöru snjóflóðapælingar fyrir þá sem stunda hverskonar utanbrautar rennsli hvort sem er á fjallaskíðum eða snjóbrettum. 

  Yfirleiðbeinandi verður Leifur Örn snjóflóða mógúll.

  Markmið: Kenna og þjálfa öguð vinnubrögð við mat á snjóflóðahættu. Umræður um leiðarval fyrir upp og niðurleið með tilliti til öryggis.

  Björgun félaga úr snjóflóðum með réttri notkun snjóflóða ýlis, stangar og skóflu.
  Eftir námskeiðið ættu nemendur að vera færir um að taka meðvitaðar ákvarðanir um styrk snjóþekjunnar í ferðum með sínum jafningjum. Þeir ættu einnig að vera hæfir um að framkvæma hraða leit að gröfnum félaga eða félögum.

  Námskeiðið verður haldið á Akureyri og miðað er við að nota lyfturnar í Hlíðarfjalli við að koma þátttakendum áleiðis á ákjósanlega staði til kennslunnar. Kennt er í þrjá daga þar sem bóklegur hluti er kenndur fyrir hádegi en verklegur hluti eftir hádegi.

  Allir þátttakendur verða að vera á skíða- eða brettabúnaði sem gerir þeim kleyft að ferðast um fjallið. (fjallaskíði, split board, þrúgur, telemark).

  Forkröfur: Ekki eru gerðar neinar forkröfur til þeirra sem á námskeiðið koma þó er ætlast til að þátttakendur séu sæmilega færir á skíðum/brettum utanbrautar.

  Hafa í huga: Ítarlegur búnaðarlisti verðu fyrir upphaf námskeiðsins. Allir þátttakendur verða að vera með nútíma snjóflóðaýli, skóflu og stöng. Sjóbrettamenn geta hvort heldur sem er komið á splitboard eða með þrúgur.

Vinsamlegast hafið samband við okkur fyrir frekari upplýsingar um brottfarir í boði.