Ski-touring – Beginner course IMG119

Frábært námskeið í fjallaskíðun

Photo: Gunter Kast
Photo: Gunter Kast
Photo: Jan Zelina
Photo: Jan Zelina
Photo: Jan Zelina
Photo: Jan Zelina
Photo: Jan Zelina
Photo: Jan Zelina
Photo: Gunter Kast
Photo: Jan Zelina
Photo: Jan Zelina

Erfiðleikastig:

AUÐVELT

ERFITT

Verð frá:  

Fullorðinn: 265000

Brottfarir: opið fyrir sérhópa, feb - apríl

Lengd: 6 dagar

Við útvegum: Flug, gistingu, sameiginlegan búnað, allan mat.

Þú útvegar: Fjallaskíða- og útivistarbúnað.

Athugið: Verð til félaga Íslenska Alpaklúbbsins er 240.000 kr.

 • Vídeó
 • Lýsing ferðar

  Þetta námskeið er ætlað skíðamönnum og konum sem vilja stíga fyrstu skrefin í að yfirgefa lyfturnar og leggja sína eigin slóð á fjallaskíðum. Námskeiðið hentar einnig vel þeim fjölmörgu sem hafa þegar byrjað að stunda fjallaskíðun en vilja ná sér í aðeins meiri þekkingu á íþróttinni og öryggismálum.  Námskeiðið er einnig frábært tækifæri til að kynnast Tröllaskaganum undir handleiðslu reyndra leiðsögumanna frá ÍFLM – og byggja þannig alhliða grunn fyrir frekari ferðir um þetta frábæra fjallaskíðasvæði. Öryggismál með tilliti til snjóflóða eru stóra málið á þessu námskeiði en einnig er tekið á; uppgöngu á skinnum, félagabjörgun (börur), skíðatækni fyrir utanbrautar skíðun, gerð neyðarskýla ofl.  Námskeiðið er hannað til að vera bæði fræðandi og skemmtilegt og verður lærdómurinn ofin inn í það að skíða sem mest og best.

  Innifalið: 

  • Skíðaleiðsögumaður fyrir hverja 6 þátttakendur.
  • Allur matur og gisting í uppábúnu rúmi.
  • Allur flutningur á skíðadögum og flug REY-AK & AK-REY. 
  • Hálfur dagur með skíðakennara.
  • Lyftukort einn dag á Akureyri / Siglufirði. 

  Kröfur: Ætlast er til að allir þátttakendur sé færir um að skíða sér til ánægu utanbrautar. Þátttakendur verða að vera færir um að ferðast úti á skíðum í 6 til 10 tíma á dag.  

 • Dagskrá ferðar

  Dagur 1:

  Morgunflug til Akureyrar og svo beina leið upp í fjall. Áhersla dagsins er á notkun snjóflóðabúnaðar – stangar, skóflu og ýlis. Á uppleiðinni tökum við okkur góðan tíma í að ræða hvernig hægt er að hreyfa sig á sem þægilegastan og áhrifaríkastan hátt. Við horfum einnig stíft á leiðarval með tilliti til bæði þæginda og öryggis. Þegar við erum svo búin að koma okkur fyrir og elda og snæða kvöldmat setjum við punktinn yfir i-ið með léttum fyrirlestri um snjóflóð sem mun leggja grunninn fyrir vinnu næstu dag.

  Dagur 2:

  Hver dagur byrjar á stuttum fundi þar sem við ræðum verður- og snjóflóðaspá og horfum á þau gögn sem aðgengileg eru.  Hópurinn kemst svo að niðurstöðu um gott markmið sem miðar að hámörkun öryggis og ánægju. Áhersla dagsins er á að þjálfa mat á stöðugleika snjóalaga og velta upp möguleikum í leiðarvali, bæði á upp og niðurleið.

  Dagur 3:

  Þessi þriðji dagur er helgaður niðurferðinni. Við skiptum hópnum upp þegar skíðasvæðin opna. Hálfan daginn er skíðað með skíðakennara sem gefur ráðleggingar um tækni við utanbrautar-skíðun. Hinn hluti hópsins hámarkar ánægjuna með því að nýta bæði lyftur og skinn til að komast í bestu brekkurnar.  Auðvitað er engin afsláttur gefin á því að fylgjast með snjóalögum og bæta þar með við reynslubankann.  Í lok dags er tilvalið að renna við í Kalda verksmiðjunni og fá smá fræðslu um sögu fyrirtækisins og lystina að brugga – um leið og við sannreynum gæði handbragðsins ;) 

  Dagur 4 & 5:

  Á þessum tveimur dögum er ætlunin að fara yfir notkun skíðabrodda, skíði sem tryggingar í snjó og einfalda línuvinnu, notkun á léttum skíðabörum og gerð neyðar-bara úr skíðum, neyðarskýli og önnur trix sem nýtast þegar hlutirnir fara ekki eins og til stóð.  Við tökum þessi atriði fyrir þegar aðstæður henta hverju sinni og reynum á sama tíma einfaldlega að skíða eins mikið og hægt er. Auðvitað höldum við áfram að velta fyrir okkur öllum þeim atriðum sem auka öryggi og ánægju og bæta við reynslubankann í mati á snjóalögum og leiðarvali.

  Dagur 6:

  Áður en við höldum heim á leið reynum við að skíða eins mikið og hægt er. Ef eitthvað stendur útaf í því sem stóð til að læra þá munum við fara yfir það. Annars snýst þessi dagur um að nota allt það sem búið er að fara yfir og njóta þess sem svæðið hefur uppá að bjóða.
  Flogið til baka til Reykjavíkur seinnipartinn.

  ATH: Þetta er ekki námskeið fyrir byrjendur á skíðum. Þátttakendur verða að geta haft gaman af utanbrautarskíðun til að taka þátt.

Vinsamlegast hafið samband við okkur fyrir frekari upplýsingar um brottfarir í boði.