Mountain Skills - IMG111

Vertu þinn eigin herra á fjöllum!

Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson
Photo: Björgvin Hilmarsson

Erfiðleikastig:

AUÐVELT

ERFITT

Verð frá:  

Fullorðinn: 230000

Brottfarir: 12.-17. apríl og 23.-28. maí 2017

Lengd: 6 dagar

Hópastærð: 3 þarf að lágmarki til að af námskeiðinu verði

 • Lýsing ferðar

  „Frábært námskeið, með skemmtilegu fólki.“
   – Guðjón Kjartansson (IS)

  Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum alhliða grunn í fjallamensku og gera þá hæfari til að ferðast um á jöklum og á fjöllum á eigin vegum og á öruggan hátt. Á námskeiðinu er farið í almenna línuvinnu, gerð berg- og snjótrygginga, sprungubjörgun og ísklifur, öryggi í sambandi við snjóflóð og ýlaleit, ferðamennsku á jöklum og í fjalllendi, broddatækni, ísaxarbremsu og fleira.

  Á námskeiðinu er farið yfir efni eftirfarandi námskeiða:  VetrarfjallamennskaJöklanámskeið, Ísklifur I

  Ekki er gerð krafa um að þátttakendur hafi lokið öðrum námskeiðum en þátttakendur verða að vera í góðu líkamlegu og andlegu formi. Þeir verða að mæta til leiks í viðeigandi útivistarfatnaði og með viðlegubúnað sem hæfir vetrarferðum. Skráðir þátttakendur fá sendan ítarlegan útbúnaðarlista.

  Athugið: Verð til félaga í Íslenska Alpaklúbbnum er 195.000/205.000kr.

  Innifalið:

  • Akstur frá Reykjavík í Skaftafell og til baka
  • Allur matur meðan á námskeiðinu stendur (þó ekki matur á leiðinni til og frá Skaftafelli)
  • Gisting þar sem til staðar er sameiginleg eldunar- og snyrtiaðstaða
  • Allur sameiginlegur jökla og öryggisbúnaður
  • Einn leiðbeinandi á hverja sex þátttakendur
  • Jöklatjöld og eldunarbúnaður þegar gist er á jöklinum

  Þátttakendur koma sjálfir með sinn persónulega fjalla- og jöklabúnað. Hér er til dæmis átt við stífa skó sem nýtast í ísklifri, klifurtúttur, klifurbelti, broddar, hjálmur, prússik, læstar og ólæstar karabínur, viðeigandi fatnað, svefnpoka og fleira. Það sem nauðsynlegt er að hafa meðferðis má finna í útbúnaðarlista sem skráðir þátttakendur fá sendan.

  Hægt er að leigja fjallamennskubúnað af Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum ef þörf krefur. Í þeim pakka eru broddar, axir, hjálmur, belti, karabínur og prússíkbönd.
   

  „Þetta var snilldar námskeið, allur undirbúningur og framkvæmd til fyrirmyndar sem skilaði sér beint í ánægju viðskiptavina og þar af leiðandi góðum móral í hópnum. Fagmennska leiðbeinendanna var til fyrirmyndar.“

   – Vilhjálmur Árnason (IS

 • Dagskrá ferðar

  „Your country and people are unique. I feel a great affinity here. A mind blowing experience our mountain course.“
   – Douglas English (US)

  Dagur 1.  Þátttakendur eru sóttir kl. 7:30 og farið er upp á Stórhöfða 33 þar sem ÍFLM er til húsa. Þar er leigubúnaður afhentur og athugað hvort eitthvað vanti uppá. Eftir það er lagt af stað og stoppað á leiðinni til að borða. Ættum að koma í Skaftafell um kl 14.

  Þegar við höfum komið okkur fyrir er hafist handa. Við byrjum rólega en fyrsta viðfangsefnið eru snjóflóð og snjóflóðaöryggi. Við förum í gegnum nokkar glærur og ræðum um efnið. Eftir það er kynning á snjóflóðaýlum og hvernig þeir eru notaðir við leit. Enginn snjór á þessu stigi en þó hægt að fara í gegnum nokkrar hagnýtar æfingar. Kvöldmatur er um kl. 19 en eftir mat förum við yfir dagskrá morgundagsins og kíkjum á þann búnað sem við munum nota.

  Dagur 2.  Morgunmatur kl. 8:00. Eftir morgunmat er haldið á Hnappavelli sem er stærsta sportklifursvæðið á Íslandi. Þar verður æfð línuvinna, farið í bergtryggingar og gerð megintrygginga, sig o.fl. Við stefnum líka á að æfa klettaklifur ef aðstæður leyfa og því þarf að taka með klettaklifurskó. Um kvöldið, eftir mat, byrjum við á að undirbúa jöklaferðina sem hefst á degi 4.  Við prófum prímusana, setjum upp tjöldin og hugsum út í það hvað við ætlum að taka með okkur, mat og búnað. 

  Dagur 3.  Morgunmatur kl. 8:00. Farið á Svínafellsjökul, æfingar á harðís. Æfð er broddatækni, sporagerð, leiðarval og sprungubjörgun. Farið er í mismunandi gerðir trygginga í ís. Um kvöldið, eftir mat, pökkum við niður og útbúum nesti fyrir jöklaferðina sem hefst morguninn eftir.

  Dagur 4.  Morgunmatur kl. 4:00. Lagt af stað kl 5:30 frá Sandfelli en þar hefst gangan upp á Öræfajökul.  Æfð er ísaxarbremsa, sporagerð og hvernig maður ber sig að í snjó og bratta. Einnig ýlaleit í snjó. Á jökli er gengið í línu og farið vel í öll atriði sem þarf að hafa í huga í því sambandi. Sprungubjörgun í snjó æfð. Í lok dags er fundinn staður fyrir tjaldbúðir. Tjöldun, eldun og annar undirbúningur fyrir nótt á jökli.

  Dagur 5. Vaknað kl. 5:00. Snjór bræddur til drykkjar og eldunar – morgunmatur. Tjöld og svefnbúnaður skilinn eftir. Haldið ofar á jökulinn með það að markmiði að fara á Hvannadalshnúk. Ferðast um sprungusvæði, kynning á snjótryggingum, Hvannadalshnúkur klifinn. Haldið aftur niður að tjaldbúðunum og þær teknar niður. Farið niður af jökli.

  Dagur 6. Morgunmatur kl. 8:00. Eftir morgunmat er allt tekið saman og gengið frá gistiaðstöðunni. Eftir það er haldið aftur á Svínafellsjökul þar sem við förum í ísklifur. Við klifrum til klukkan fimm og höldum þá af jökli og leggjum af stað til Reykjavíkur. Stoppað á leiðinni til að borða. Komið í bæinn milli ellefu og tólf eða þar um bil.

  „Course program is very good, I think everybody will agree, we got all we expected and much more. Your training, instructions and attention to details were so great. I liked the weather too, thanks for arranging it“
   – Alexey Timanovsky  (RUS)

 • Nánar

   

  „From one of the [old] pictures on your website I thought that this course would be a lot of sitting around just listening and learning... how wrong was I??!!  There was no sitting around at all, it was all hands on, one thing after the other. It was the best holiday ever! I learned so much.

  I think I’m in love... and I need to get back as soon as possible. Thank you so much for an unforgettable time in Iceland.“
   

  Lee Causey (UK)

    


  Yfirgripsmikið námskeið

  Almenn fjallamennska er flaggskip Íslenskra Fjallaleiðsögumanna þegar kemur að námskeiðum fyrir almenning. Námskeiðið sameinar þrjú önnur styttri námskeið í eitt. Úr verður yfirgripsmikið námskeið þar sem farið er í helstu grunnatriði í fjallamennsku. Eftir að hafa lokið þessu námskeiði verða þátttakendur mun hæfari til þess að ferðast í fjalllendi á eigin vegum og á öruggan hátt.

   
  Á námskeiðinu kynnast þátttakendur margvíslegum búnaði sem nauðsynlegur er þegar kemur að fjallaferðum auk þess að upplifa það að gista í tjaldi á jökli. Ef aðstæður leyfa er jafnvel hægt að byggja snjóhús eða annars konar snjóskýli. Þátttakendur læra einnig nytsamlega tækni og grunn línuvinnu í fjallamennsku.

   
  Snjóflóð eru eitthvað sem hafa þarf í huga í fjallaferðum að vetri til. Fræðsla um snjóflóð er því afar mikilvæg og nauðsynlegt fyrir fólk að gera sér grein fyrir hættu vegna snjóflóða og hvað hægt er að gera til að minnka líkur á að lenda í þeim með réttu leiðarvali. Einnig er nauðsynlegt að hafa meðferðist og kunna að nota búnað sem er nausynlegur til að finna og ná upp fólki sem hefur lent í snjóflóði. Þessi búnaður er kynntur og hvernig beri að nota hann.

   

  Reyndir leiðbeinendur

  Leiðbeinendur á námskeiðinu eru í öllum tilfellum þaulreynt fjallafólk og klifrarar með mikla reynslu af kennslu. Aðeins eru sex þátttakendur á hvern leiðbeinanda til að tryggja það að efnið komist vel til skila til allra. Lágt hlutfall þátttakenda á hvern leiðbeinanda tryggir gæði og persónulega þjónustu.

    

  Forkröfur

  Þótt ekki séu gerðar ákveðnar kröfur um líkamlegt ástand er bent á að um er að ræða nokkuð krefjandi verkefni á fjöllum þar sem reynir á úthald og styrk þá er ekki verra að undirbúa sig líkamlega. Gott líkamlegt ástand gerir reynsluna af námskeiðinu þægilegri og um leið ánægjulegri. Þetta er grunnámskeið og því ekki gert ráð fyrir að þátttakendur búi að sérstakri reynslu eða hafi tekið önnur námskeið.

   

  Útbúnaður

  Talsvert af búnaði er nauðsynlegur á námskeiðinu. Perónulegan fjallabúnað sjá þátttakendur sjálfir um að koma með. Sameiginlegan búnað sjá Íslenskir Fjallaleiðsögumenn um að útvega. Sameiginlegur búnaður er til dæmis tjöld, línur, prímusar og þess háttar. Ýtarlegur útbúnaðarlisti verður sendur á skráða þátttakendur en hér á eftir kemur listi yfir það helsta:
   

  • Viðeigandi fatnaður (innsta lag, miðlag, ysta lag)
  • Fjallaskór (stífir skór sem henta fyrir klifurbrodda)
  • Hlýr svefnpoki
  • Sólgleraugu og skíðagleraugu
  • Gönguísöxi og klifurísaxir
  • Mannbroddar
  • Karabínur
  • Klifurbelti
  • Hjálmur
  • Bakpokar (dagpoki og 65-80L bakpoki)


  Hægt er að leigja fjallamennskubúnað af Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum ef þörf krefur. Í þeim pakka eru broddar, axir, hjálmur, belti, karabínur og prússíkbönd (hafið samband til að fá upplýsingar um verð). Ef þátttakendur eiga búnað er eindregið mælt með að þeir noti hann frekar en að leigja sér búnað. Það er best að nota þann búnað sem maður er vanur og líka gott að kynnast því vel sem maður á og kemur til með að nota framvegis. Það er sérstaklega mikilvægt að viðkomandi sé vanur þeim skóm sem hann ætlar að nota og hafi gengið þá til.

   

  Öryggi og tryggingar

  Öryggi þátttakenda á námskeiðum og í ferðum á vegum ÍFLM er ávallt í fyrsta sæti og þess vegna er lagt mikið upp úr hættumati og fyrirbyggjandi ráðstöfunum í menntun leiðsögumanna ÍFLM.

  Þátttakendum er bent á að leita sér upplýsinga um tryggingar hjá tryggingafélögum.

  Meginhlutverk leiðsögufólks ÍFLM er ekki að koma fólki á toppinn – heldur að tryggja að allir komi heilir heim.

  Íslenskir Fjallaleiðsögumenn (ÍFLM) áskilja sér rétt til þess að breyta út af fyrirhugaðri dagskrá ef öryggi þátttakenda þykir ógnað. Allar fjallgöngur og ferðir á jöklum fela í sér áhættu.

  Þátttakendur eru á eigin ábyrgð á námskeiðum og í ferðum á vegum ÍFLM.

    

  Ef einhverjar spurningar vakna varðandi búnað að annað sem snýr að undirbúningi fyrir námskeiðið þá ekki hika við að hafa samband.

   

   „I had a great time on the course, it’s literally one of the best things I’ve spent money on. It was hard enough, without feeling dangerous or too risky, and covered enough content in great detail, while allowing lots of time for practice

  IMG provided two fantastic instructors for the 2013 course, and I made a group of friends I would fall in to a crevasse for, or dive off the edge of an ice cliff at the drop of a hat.... Because I know they'd have me out again in record time!“

    – Nick Sutton (UK)

   

  „Fyrir mig var þetta mjög mikils virði. Námskeiðið bætti gríðarlega miklu við þekkinguna á fjallamennsku, hættunum sem henni geta fylgt og hvernig er hægt að draga úr henni með því að forðast ákveðnar aðstæður og hafa með sér búnað sem getur nýtst til að taka á hindrunum sem geta orðið á vegi manns. Einnig hvernig hægt er að nýta ýmsan búnað og línuvinnu til að bjarga sér og sínum út úr vanda ef óhöpp verða.“

  – Vilhjálmur Árnason (IS)

    

  “Dúndur námskeið fyrir þá sem vilja taka skrefið úr gönguhópnum yfir í alhliða fjallmennsku.”

  – Guðjón Kjartansson (IS)

   

 • Brottfarar dagsetningar
  Dagsetning Ferða Framboð  
  28.03 - 03.04 2018 Staðfest brottför Velja
  12.05 - 18.05 2018 Tvo þarf til að staðfesta brottför Velja

Veldu fjölda farþega og brottfarar dagsetningu.