Námskeið

Námskeið í fjallamennskulistinni gera þig færari um að bjarga þér við erfiðar aðstæður til fjalla.
Á námskeiðum Íslenskra Fjallaleiðsögumanna öðlast þú þekkingu og færni sem gerir þig betur í stakk búin til að afla þér reynslu í ferðum í stundum óblýðri náttúru landsins.

Sérhæfðir leiðbeinendur Íslenskra Fjallaleiðsögumanna hafa margir hverjir áratuga reynslu á sínu sviði, ásamt áralangri reynslu af leiðsögn um fjöll og firnindi.

Ísklifur 1 - IMG112

Byrjendanámskeið - Meginmarkmið námskeiðsins er að kenna grunnatriði í ísklifri. Farið er í helstu hnúta og aðferðir kynntar við að setja upp millitryggingar, meginakkeri og sigakkeri. Mest áhersla er þó lögð á að þátttakendur tileinki sér réttar hreyfingar í klifri og reynt verður að nýta sem mest af tímanum til klifurs.

Verð frá:
35.000 kr.

Ísklifur 2 - IMG114

Framhaldsnámskeið í ísklifri - markmiðið er að þjálfa upp tækni og getu til að geta leitt smáa hópa í ísklifri með hámarks öryggi að leiðarljósi

Verð frá:
contact us kr.

Almenn Fjallamennska - IMG111

Námskeið í almennri fjallamennsku - Markmið námskeiðsins er að veita mönnum allhliða grunn í fjallamensku og gera þá hæfari til þess að fara klifur og jöklaferðir á eigin vegum

Verð frá:
230.000 kr.

Jöklanámskeið - IMG113

Á þessu þriggja daga námskeiði munu nemendur læra helstu atriði sem snúa að ferðamennsku á sprungnum jöklum. Efnistök eru meðal annars; ísaxa bremsa, klifur upp línu (prússik/júmm), sprungubjörgun (dobblunarkerfi), ferðamennska í línu á jöklum, grunn jöklafræði sem nýtist í leiðarval, tryggingar í snjó og ís. Kennslan fer fram bæði á ís og í snjó.

Verð frá:
110.000 kr.

Sprungubjörgun á jökli f. jeppabílstjóra - ILR111

Námskeið er sérstaklega þróað og hugsað fyrir þá sem aka með ferðamenn um jökla í atvinnuskyni en nýtist einnig vel fyrir áhugaökumenn sem vilja vera við öllu búnir.

Verð frá:
35.000 kr.

Vetrar

Free-Ride Snjóflóða Námskeið - IMG118

Alvöru snjóflóðapælingar fyrir þá sem stunda hverskonar utanbrautar rennsli hvort sem er á fjallaskíðum eða snjóbrettum.

Verð frá:
Contact us kr.

Fjallaskíðun - Byrjendanámskeið - IMG119

Þetta námskeið er ætalað skíðamönnum og konum sem vilja stíga fyrstu skrefin í að yfirgefa lyfturnar og leggja sína eigin slóð á fjallaskíðum. Námskeiðið hentar einnig vel þeim fjöl mörgu sem hafa þegar byrjað að stunda fjallaskíðun en vilja ná sér í aðeins meiri þekkingu á íþróttinni og öryggismálum.

Verð frá:
265.000 kr.

Ísklifurhelgi - IMG115

Á þessu helgar námskeiði gefst góður tími til að fara í helstu grunn þætti ísklifurs. Bæði hvað varðar línuvinnu og sjálfa klifur tæknina. Íslenskir skriðjöklar eru kjörin vettvangur til að læra rétta tækni við klifur.

Verð frá:
100.000 kr.

Vetrar

Fyrsta hjálp í Óbyggðum - IMG116

Fyrsta hjálp í Óbyggðum - Wilderness First Responder - er hinn gullni staðall fyrir skyndihjálparmenntun leiðsögumanna í ævintýraferðum. Námskeiði er hannað til að gefa leikmönnum mikilvæg tól til að tækla stór og smá skyndihjálparverkefni fjarri byggð og taka ákvarðanir um flutning.

Verð frá:
155.000 kr.

WFR Endurmenntun - IMG116R

Þriggja daga endurmenntunarnámskeið fyrir þá sem hafa áður farið á WFR námskeið hjá NOLS / ÍFLM eða öðrum aðilum.

Verð frá:
60.000 kr.