Kvennaferð Núpsstaðaskógar - Skaftafell

Mynd © Gréta S. Guðjónsdóttir

Núpsstaðaskógar – Skaftafell - Kvennaferð

Leiðsögukona
Elín Lóa Baldursdóttir

Elín Lóa Baldursdóttir

Leiðsögukona

Elín Lóa fæddist á Ísafirði en ólst að mestu upp í Mosfellsbæ. Hún hefur einnig búið í Ecuador, á Kúbu og Hawaii. Hún byrjaði að leiðsegja gönguferðir hjá okkur sumarið 2010 en kom svo til okkar í fullt starf í leiðsögn í apríl 2015. Fyrir Elínu Lóu sameinar leiðsögumannastarfið það sem henni finnst skemmtilegast að gera, vera úti í náttúrunni, vinna á fjöllum og á jöklum, og hitta alls kyns áhugavert fólk. Áður en hún kom til starfa hjá okkur starfaði hún sem skálavörður, landvörður í Öskju og vann á félagsmiðstöð. Hennar helstu áhugamál fyrir utan vinnuna er að ferðast á framandi slóðir, ljósmyndun og tungumál. Eftirlætisstaðirnir hennar á Íslandi eru gamla fjölskylduóðalið í Vonarlandi í Ísafjarðardjúpi og Askja.  

Menntun 

  • Fyrstahjálp í óbyggðum (Wilderness First Responder)

  • Jökla 3 (Level 2 Hard Ice Guide)

  • Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku, Thompson Rivers University og Íþróttaakademía Keilis

  • Leiðsögumannapróf frá Endurmenntun HÍ

  • Fjalla 1 (Mountain Skills Level One)

Verð frá
85000 kr.

Erfiðleikastig
Miðlungs, Krefjandi

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Ferðaflokkur
Bakpokaferð

Hvað er innifalið
Undirbúningsfundur fyrir brottför, leiðsögn og skutl inn í Núpsstaðarskóga

Lengd ferðar
4 dagar

Hópastærð
Hámark 12

Dagleg ganga
5 - 9 klst

Gangan frá Núpstaðaskógi í Skaftafell er mögnuð gönguleið sem var fyrst farin af frumkvöðlum Íslenskra fjallaleiðsögumanna fyrir 25 árum síðan.

Þessi gönguleið er ein sú fjölbreyttasta og fallegasta á landinu. Við munum ganga upp Núpsárgljúfur,  upp á Sléttur og þvera Skeiðarárjökul yfir í Norðurdal. Þaðan göngum við yfir Skaftafellsfjöll og niður í Morsárdal og í Skaftafell.

Leiðsögukona verður hin þrautreynda Elín Lóa Baldursdóttir

Ferðin hefst í Skaftafelli að kvöldi miðvikudaginn 14. júlí og lýkur í Skaftafelli seinni part 18. júlí.

Undirbúningsfundur: Mánudaginn 12. júlí kl. 20:00.

Dagskrá

Dagskrá:

Dagur 1

Mæting er við Þjónustumiðstöðina í Skaftafelli kl 20:30. Brottför frá Skaftafelli kl 21:00 kvöldið fyrir göngudag 1. Þá er gott að vera búin að borða kvöldverð, vera með bakpokann pakkaðan og tilbúin í gönguna. Frá Skaftafelli verður okkur skutlað inn í Núpsstaðarskóga, þar sem við tjöldum og gistum um nóttina.

Dagur 2

Eftir morgunmat tökum við upp tjöldin, og leggjum af stað í gegnum skógivaxið undirlendið að Kálfsklifinu. Þar bíður okkar smá brölt/klifur upp á klifið þar sem við höfum magnað útsýni yfir Tvílitahyl og umgjörð hans. Leiðin liggur svo eftir Núpsánni upp í Skessutorfugljúfur þar sem við tjöldum.

Dagur 3

Pökkum tjöldum í bakpokann og höldum áfram upp úr gljúfrinu og tökum stefnuna upp á Eggjar. Frá Eggjum er stórkostlegt útsýni yfir Vatnajökul og Skeiðarárjökulinn sem breiðir úr sér neðan við okkur. Við lækkum okkur niður af Eggjum og finnum okkur hentugan tjaldstað nálægt jöklinum.

Dagur 4

Í dag er stóri jökladagurinn því við ætlum að þvera sjálfan Skeiðarárjökul. Á leiðinni kynnumst við stórbrotnu landslagi og fræðumst um myndum jökulsins. Við gætum þurft að krækja fyrir sprungusvæði eða jafnvel stunda smá jöklabrölt allt eftir því hvernig jökullinn tekur á móti okkur. Austan jökuls komum við svo aftur á land og tökum brekkuna upp að svölunum undir nyrsta tindi þar sem við tjöldum í nótt.

Dagur 5

Við kynnumst heillandi landslagi Kjósarfjallanna í dag og göngum upp á Blátind og um Skaftafellsfjöllin og drekkum í okkur þetta jöklum girta líparítlandslag. Lækkum okkur svo niður í Morsárdalinn og höldum í Skaftafell þar sem ferðin endar. Þær sem vilja, tjalda í Skaftafelli (tjaldstæði ekki innifalið). 

Bóka ferð

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband