Snjóflóða- og fjallaskíðanámskeið
Hnitmiðað snjóflóða- og fjallaskíðanámskeið í tveimur hlutum. Ívar Finnbogason fer yfir allt það helsta í snjóflóðavörnum og hvað þarf að hafa hugfast á fjallaskíðum.
Leiðsögumaður
Ívar Finnbogason

Ívar Finnbogason
Leiðsögumaður

Ívar er einn af reyndustu leiðsögumönnum landsins og hefur farið yfir 70 sinnum á Hnúkinn frá öllum áttum, á fjallaskíðum, gangandi, á snjóþrúgum og gönguskíðum og á enn hraðametið á Hnúkinn. Hann hefur leiðsagt fjölda fjallaskíðaferða á Tröllaksagunum og víðar, unnið á Grænlandi, Mt.Blanc, Elbrus, Kilimanjaro og á Suðurskautinu auk þess að vera einn af virtustu kennurum í menntun íslenskra leiðsögumanna í jökla- og fjallaleiðsögn.
Verð frá
55000 kr.
Ferðaflokkur
Námskeið
Tungumál
Íslenska
Brottfarir
21. og 28. janúar
Lengd ferðar
2 dagar
Upphafsstaður
Bankastræti 2, 101 Reykjavík
Hópastærð
Hámark 6 á verklegum degi
Athugið
Athugið að dagsetning og staðsetning verklega hlutans mun fara eftir veðurskilyrðum. Við munum bjóða upp á nokkrar dagsetningar til að tryggja að allir sjái sér fært á að komast.
Fátt jafnast á við góðan dag á fjallaskíðum en þó er ýmislegt sem þarf að hafa hugfast þegar haldið er til fjalla yfir vetrartímann.
Á þessu tveggja daga námskeiði fer Ívar Finnbogason yfir öll helstu grunnatriði sem koma að öryggismálum fjallaskíðafólks, sérstaklega með tilliti til snjóflóða.
Fyrri hluti námskeiðsins fer fram seinnipart dags á skrifstofu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna þar sem farið er yfir öll helstu öryggisatriði, eins og snjóflóðaýla, snjóflóðastangir, leit, gröft og fjarskipti. Einnig verður farið yfir leiðarval, gildrur í landslagi, snjóalög, áhrif veðurfars og ákvarðanatöku til fjalla, svo dæmi séu tekin. Það er margt sem þarf að læra en boðið verður upp á pizzu til að skerpa hugann. Fjöldi þátttakenda ræðst af sóttvarnarreglum hverju sinni.
Seinni hluti námsleiðsins fer fram á fallegum vetrardegi til fjalla í nágrenni Reykjavíkur þar sem lærdómur fyrri hluta námskeiðsins verður settur í samhengi við raunverulegar aðstæður.
Til að tryggja sem bestar aðstæður verður dagsetning seinni hluta námskeiðsins sveigjanleg og skipulögð með stuttum fyrirvara. Boðið verður upp á þrjár dagsetningar að lágmarki til að tryggja að allir komist á degi sem hentar. Að hámarki komast sex þátttakendur að hvern dag. Stefnt er á að hafa seinni hlutann á laugardegi eða sunnudegi í janúar/febrúar.
Námskeiðið er hugsað fyrst og fremst fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref, hafa enn ekki fengið formlega þjálfun eða þurfa smá upprifjun. Við mælum ávallt með því að fólk leiti sér eins mikillar þekkingar og hægt er áður en haldið er til fjalla en þetta námskeið er frábær byrjun.
Kvöldfyrirlestur: 18:00 - 22:00 á skrifstofu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna, Bankastræti 2. Fjöldi þátttakenda ræðst af sóttvarnarreglum hverju sinni.
Dagur á fjöllum: 8:30 - 18:00 í nágrenni Reykjavíkur. Að hámarki komast sex þátttakendur að hvern dag.
Lágmarks aldur: 16 ára