Rötun með snjalltækjum

Rötun með snjalltækjum

Rötun með snjalltækjum. Allt sem þú þarft að vita þegar kemur að notkun snjalltækja í útivist.

Kennari
Ívar Finnbogason

Ívar Finnbogason

Kennari

Ívar er einn af reyndustu leiðsögumönnum landsins og hefur farið yfir 70 sinnum á Hnúkinn frá öllum áttum, á fjallaskíðum, gangandi, á snjóþrúgum og gönguskíðum og á enn hraðametið á Hnúkinn. Hann hefur leiðsagt fjölda fjallaskíðaferða á Tröllaksagunum og víðar, unnið á Grænlandi, Mt.Blanc, Elbrus, Kilimanjaro og á Suðurskautinu auk þess að vera einn af virtustu kennurum í menntun íslenskra leiðsögumanna í jökla- og fjallaleiðsögn. 

Verð frá
8000 kr.

Ferðaflokkur
Námskeið

Tungumál
Íslenska

Lengd ferðar
3 klst.

Hópastærð
20 þátttakendur

Snjalltæki geta verið gagnleg verkfæri í útivistinni ef þú veist hvernig á að nota þau. Á þessu þriggja tíma námskeiði verður farið yfir öllu helstu atriðin sem skipta máli í rötun með snjalltækjum auk nokkurra gamaldags aðferða sem geta skipt sköpum þegar á reynir.

Námskeiðið er hugsað fyrir alla sem hafa gaman að útivist, gangandi, skíðandi eða hjólandi, og er tilvalið fyrir byrjendur jafnt sem reynslubolta sem viljað læra nýjar leiðir í rötun.

Að mestu verður stuðst við smáforritið Gaia GPS til rötunar og Google Earth sem kortaforrit til að skipuleggja leiðir. Einnig verða smáforritin Avenza Maps (Ískort), Locus Maps, FATMAP, Strava og Wikiloc kynnt til leiks.

Farið verður í:

  • Rafhlöðuendingu og leiðir til að draga úr mögulegum vandamálum.
  • Uppsetningu á leiðum og punktum og færslu milli forrita.
  • Rötun með GPS smáforriti, með og án áttavita.
  • Kostir og gallar snjallsímans samanborið við GPS tæki.
  • Helstu GPS smáforrit og hvers vegna kort á pappír geta verið frábær viðbót.
  • Áttaviti, stefnur og misvísun.
  • Skipulagning leiða í Gaia GPS og FatMap.
  • Kynning á InReach tækni fyrir útivist (leiðangrar og stærri ferðir).

Nemendur þurfa að hafa Gaia GPS smáforritið upp sett á símunum sínum (frí útgáfa nægir).

Bóka ferð

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.