Jöklanámskeið fyrir fjallaskíðafólk

Jöklanámskeið fyrir fjallaskíðafólk

Jöklanámskeið fyrir fjallaskíðafólk, sniðið að þörfum reyndra fjallaskíðaiðkenda sem vilja teygja sig lengra og skíða leiðir á jöklum.

Leiðsögumaður
Ívar Finnbogason

Ívar Finnbogason

Leiðsögumaður

Ívar er einn af reyndustu leiðsögumönnum landsins og hefur farið yfir 70 sinnum á Hnúkinn frá öllum áttum, á fjallaskíðum, gangandi, á snjóþrúgum og gönguskíðum og á enn hraðametið á Hnúkinn. Hann hefur leiðsagt fjölda fjallaskíðaferða á Tröllaksagunum og víðar, unnið á Grænlandi, Mt.Blanc, Elbrus, Kilimanjaro og á Suðurskautinu auk þess að vera einn af virtustu kennurum í menntun íslenskra leiðsögumanna í jökla- og fjallaleiðsögn. 

Verð frá
80000 kr.

Ferðaflokkur
Námskeið

Tungumál
Íslenska

Brottfarir
Mars 2021

Lengd ferðar
3 dagar

Upphafsstaður
Bankastræti 2, 101 Reykjavík

Hópastærð
Hámark 6 á verklegum dögum

Nú bjóðum við upp á námskeið fyrir reynda fjallaskíðaiðkendur sem vilja stíga skrefið til fulls og skíða niður snæviþakta jökla. Ívar Finnbogason fer yfir allt það helsta sem þarf að hafa í huga áður en farið er á jökul.

Á þessu þriggja daga námskeiði er farið í almenn atriði sem snúa að ferðamennsku á snæviþöktum jöklum, þar sem þarfir skíðafólks eru hafðar að leiðarljósi. Námskeiðið samanstendur af kynningarkvöldi og tveggja daga útikennslu á jökli. Farið er á Sólheimajökul annars vegar og Eyjafjallajökul hins vegar.

Námskeiðið hefst á léttri kynningu seinnipart dags þar sem farið er yfir búnað og línuvinnu til að leggja grunnin að árangursríkri útikennslu.

Fyrri dagur útikennslunnar fer fram á Sólheimajökli þar sem farið verður yfir þekkingu á þeirri línuvinnu sem þarf til að framkvæma árangursríka sprungubjörgun. Þá verður farið sérstaklega yfir þau atriði sem kunna að koma upp þegar ferðast er á skíðum.

Seinni dag útikennslunnar verður haldið til fjalla og stefnan tekin á að skíða niður Eyjafjallajökul. Á leiðinni gefst tækifæri til að ferðast í línu en auk þess verður sett upp sprungubjörgun. Þar verður farið í þau atriði sem koma upp þegar unnið er í snjó og tryggingar eru settar upp.

Dagsetningar:

Kynningarkvöld - 18. mars 2021: 18:00 - 22:00 á skrifstofu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna, Bankastræti 2. Fjöldi þátttakenda ræðst af sóttvarnarreglum hverju sinni.

Dagur 1, Sólheimajökull - 20. mars 2021: 9:00 - 18:00. Við hittumst klukkan 09:00 við aðstöðu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna við Sólheimajökul.

Dagur 2, Eyjafjallajökull - 21. mars 2021: 8:00 - 18:00.

Nánari upplýsingar [email protected]

Lágmarks aldur: 16 ára

Bóka ferð

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband