Jöklanámskeið fyrir fjallaskíðafólk
Jöklanámskeið fyrir fjallaskíðafólk, sniðið að þörfum reyndra fjallaskíðaiðkenda sem vilja teygja sig lengra og skíða leiðir á jöklum.
Leiðsögumaður
Ívar Finnbogason

Ívar Finnbogason
Leiðsögumaður

Ívar er einn af reyndustu leiðsögumönnum landsins og hefur farið yfir 70 sinnum á Hnúkinn frá öllum áttum, á fjallaskíðum, gangandi, á snjóþrúgum og gönguskíðum og á enn hraðametið á Hnúkinn. Hann hefur leiðsagt fjölda fjallaskíðaferða á Tröllaksagunum og víðar, unnið á Grænlandi, Mt.Blanc, Elbrus, Kilimanjaro og á Suðurskautinu auk þess að vera einn af virtustu kennurum í menntun íslenskra leiðsögumanna í jökla- og fjallaleiðsögn.
Verð frá
80000 kr.
Ferðaflokkur
Námskeið
Tungumál
Íslenska
Brottfarir
Mars 2021
Lengd ferðar
3 dagar
Upphafsstaður
Bankastræti 2, 101 Reykjavík
Hópastærð
Hámark 6 á verklegum dögum
Nú bjóðum við upp á námskeið fyrir reynda fjallaskíðaiðkendur sem vilja stíga skrefið til fulls og skíða niður snæviþakta jökla. Ívar Finnbogason fer yfir allt það helsta sem þarf að hafa í huga áður en farið er á jökul.
Á þessu þriggja daga námskeiði er farið í almenn atriði sem snúa að ferðamennsku á snæviþöktum jöklum, þar sem þarfir skíðafólks eru hafðar að leiðarljósi. Námskeiðið samanstendur af kynningarkvöldi og tveggja daga útikennslu á jökli. Farið er á Sólheimajökul annars vegar og Eyjafjallajökul hins vegar.
Námskeiðið hefst á léttri kynningu seinnipart dags þar sem farið er yfir búnað og línuvinnu til að leggja grunnin að árangursríkri útikennslu.
Fyrri dagur útikennslunnar fer fram á Sólheimajökli þar sem farið verður yfir þekkingu á þeirri línuvinnu sem þarf til að framkvæma árangursríka sprungubjörgun. Þá verður farið sérstaklega yfir þau atriði sem kunna að koma upp þegar ferðast er á skíðum.
Seinni dag útikennslunnar verður haldið til fjalla og stefnan tekin á að skíða niður Eyjafjallajökul. Á leiðinni gefst tækifæri til að ferðast í línu en auk þess verður sett upp sprungubjörgun. Þar verður farið í þau atriði sem koma upp þegar unnið er í snjó og tryggingar eru settar upp.
Dagsetningar:
Kynningarkvöld - 18. mars 2021: 18:00 - 22:00 á skrifstofu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna, Bankastræti 2. Fjöldi þátttakenda ræðst af sóttvarnarreglum hverju sinni.
Dagur 1, Sólheimajökull - 20. mars 2021: 9:00 - 18:00. Við hittumst klukkan 09:00 við aðstöðu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna við Sólheimajökul.
Dagur 2, Eyjafjallajökull - 21. mars 2021: 8:00 - 18:00.
Nánari upplýsingar [email protected]
Lágmarks aldur: 16 ára