Gönguskíðagengið

Mynd © Björgvin Hilmarsson

Gönguskíðagengið

Umsjónarmaður
Einar Torfi Finnsson

Einar Torfi Finnsson

Umsjónarmaður

Einar Torfi er landmótunarfræðingur og einn af stofnendum og eigendum fyrirtækisins Íslenskir Fjallaleiðsögumenn. Einar Torfi hefur áratuga reynslu af leiðsögn og ferðamennsku og verður að teljast einn af reynslumeiri mönnum landsins á því sviði. Gildir þá einu, hvort um er að ræða ferðalög að sumri eða vetri, á Íslandi eða erlendis, á skíðum eða skóm. 

Einar Torfi starfaði með Flugbjörgunarsveitinni til fjölda ára þar sem hann sjóaðist talsvert í fjallamennsku og útivist og náði sér í ýmis leiðbeinandaréttindi á þeim vettvangi. Áhugamál Einars Torfa fóru fljótlega að snúast um fjöll og firnindi og eyddi hann drjúgum tíma í Ölpunum og kleif þar tind og annan. Á seinni árum hefur sjóndeildarhringurinn víkkað og klifurferðir í Alpana haf vikið fyrir ferðalögum til fjarlægari fjalla á framandi slóðum.

Umsjónarmaður
Helgi Egilsson

Helgi Egilsson

Umsjónarmaður

Verð frá
36900 kr.

Erfiðleikastig
Auðveld

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Ferðaflokkur
Gönguskíði

Athugið
Dagskrá er með fyrirvara um breytingar vegna veðurs, snjóaðstæðna, covid-19 reglna og annara ófyrirsjáanlegra áhrifaþátta.

Gönguskíðagengið

Gönguskíðagengið er námskeiðsdagskrá í umsjón Einars Torfa Finnssonar og Helga Egilssonar.  Í gönguskíðagenginu lærir fólk að vera sjálfbjarga við verstu aðstæður á heimskautasvæðum jafnframt því sem það ferðast á skíðum í góðum félagsskap. Þátttökugjald í hópnum er 36.900- fyrir veturinn og er gert ráð fyrir því að byrja 15. des og hittast öll þriðjudagskvöld út maí. Öll þriðjudagskvöld sem og önnur tilfallandi kvöldnámskeið á virkum dögum, eru innifalin í þátttökugjaldinu. Umsjónarmenn veita ráðgjöf um kaup á búnaði og vegna undirbúnings ferða og sjá sjálfir að mestu um dagskránna.  

Þriðjudagskvöld

Þriðjudagskvöldin eru ætluð til þess að æfa skíðatækni, ferðamennsku og annað sem tilheyrir vetrarferðum á Íslandi. Umsjónarmenn hópsins munu leiðbeina um tækniatriði og annað eftir þörfum. Töluvert verður lagt upp úr því að æfa skíðun í sem fjölbreyttustu landslagi og m.a. æft að skíða á gönguskíðum í brekkum og með púlku. Lagt er upp úr því að fara sem fjölbreyttastar leiðir til þess að byggja upp reynslu í hópnum.  Þriðjudagsæfingar byrja jafnan kl. 18 og er mótsstaður settur inn á FB daginn áður í seinasta lagi. Þriðjudagsæfingum er ekki aflýst nema veður sé afleitt og er þá reynt að færa ferðina um einn eða tvo daga.

Ferðir Gönguskíðagengisins

Allar ferðir hópsins eru til þess ætlaðar að æfa skíðatækni, ferðamennsku og annað sem tilheyrir vetrarferðum á Íslandi. Auk þess er lagt upp úr því að fara á fjölbreytt og mismunandi svæði og njóta náttúrunnar á sem fjölbreyttastan hátt.  Dagskrá er með fyrirvara um breytingar vegna veðurs, snjóaðstæðna, covid-19 reglna og annara ófyrirsjáanlegra áhrifaþátta. 

Úrvals fararstjórn

Yfirumsjón með Gönguskíðagenginu hefur Einar Torfi Finnsson. Hann hefur áratuga reynslu af fjallamennsku og gönguskíðun og verður að teljast einn af reynslumeiri mönnum landsins á því sviði. Hann hefur m.a. farið fjölda gönguskíðaferða á hálendi Íslands svo sem yfir Sprengisand og Vatnajökul. Eins hefur hann gengið þrisvar yfir Grænlandsjökul og á Suðurpólinn. 

Með Einari Torfa verður Helgi Egilsson. Helgi hefur unnið fyrir Íslenska Fjallaleiðsögumenn í mörg ár og hefur leiðsagt í hinum ýmsu ferðum. Helgi er menntaður hjúkrunarfræðingur og því gott að hafa hann með í ferð!

 

Fríðindapakki Gönguskíðagengis

Fyrir utan augljósan heilsufarslegan ávinning af reglulegum fjallgöngum standa þátttakendum í gönguhópum Fjallaleiðsögumanna margs konar fríðindi til boða:

  • Sértilboð til þátttakenda á skíðapakka frá Fjallakofanum út janúar og afsláttur af annarri vöru
  • Afsláttur á námskeiðum Fjallaleiðsögumanna 
  • Jöklaganga í Skaftafelli eða á Sólheimajökli, boðsferð fyrir tvo.

Dagskrá

Dagskrá 2021


Dagsetning Fjall/Leið Verð
Janúar  
9. Stutt ferð í nágrenni Reykjavíkur. Skíðatækni æfð. Nánari upplýsingar síðar.

4.900 kr

17. Dagsferð. Kjölur við Botnssúlur

7.900 kr

29.-31. Ferðamennska á heimskautasvæðum 1. Námskeið þar sem farið verður í helstu atriði sem mikilvægt er að kunna í vetrarskíðaferðum. Farið í fjallendi á suðvesturlandi. Hvert farið verður fer eftir snjóalögum. Gengið á skíðum í tjaldstað og farangur dreginn á púlku.  Farið yfir og æft að: Hlaða púlku rétt og ganga vel frá farangri, tjalda og ganga rétt frá tjaldi í óveðri á jökli, að gera snjóhús og neyðarskýli. Farið verður yfir helstu atriði vetrarfjallamennsku, notkun ísaxa, brodda, fjallalínu á sprungusvæði, tryggingar osfv. Gist í tjöldum eða snjóhúsum.

29.900 kr

Febrúar  
6.

Dagsferð. Kvígindisfell, Veggir, Hvalvatn

9.900 kr

12.-14

Ferðamennska á heimskautasvæðum II. Framhald af fyrra námskeiði. Farið verður á stóran Jökul eins og Langjökul eða Mýrdalsjökul og leiðangurstækni æfð. Gengið á skíðum með púlkur og gist í tjöldum.

33.900 kr

 27. Dagsferð. Skjaldbreiður 9.900 kr
Mars  
13.-14.

Helgarferð. Þórsárdalur og Vatnsnesfjall á laugardegi og Sauðárdalur í Vatnsdalsfjöllum á Sunnudegi.  Gist í húsum. Sameiginlegur kvöldverður á laugardeginum.

34.000 kr
25.3-4.4

Sprengisandur. Fullvaxin leiðangur þvert yfir Ísland. Lagt upp úr Eyjafirði og gengið í Laugafell, Nýjadal, Jökulheima og Landmannalaugar. Verð og nánari lýsing koma fljótlega.

Tilkynnt síðar

Apríl  
17. Dagsferð. Þórisjökull 13.900 kr
Maí  
12.-16.

Fjögurra daga leiðangur á Vatnajökul. Stefnt er á suð-austurhluta jökulsins á milli Skálafellsjökuls og Lambatungujökuls. Nánari lýsing og verð síðar.

Tilkynnt síðar

Júní  
17.

Þjóðhátíð og lok dagskrár. Dagsferð á Eiríksjökul

15.900 kr

Bóka ferð

Skráning í Gönguskíðagengið

Skráning í ferðir Gönguskíðagengisins

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband