Gjafabréf í námskeið

Mynd © Ívar Finnbogason

Gjafabréf í námskeið

Verð frá
6000 kr.

Lengd ferðar
3 klst.

Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða upp á úrval námskeiða í útivist og almennri fjallamennsku. Einkunnarorð okkar eru öryggi og fagmennska og á námskeiðunum okkar öðlast þátttakendur færni til að ferðast örugglega í fjalllendi, bæði á skíðum og fótgangandi.

Gjafabréf í útivistarnámskeið er tilvalin gjöf, bæði fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í fjallamennsku eða vilja auka við þekkingu sína.

Veturinn 2020-21 leggjum við áherslu á fjallaskíðun og bjóðum upp á tvö ný fjallaskíðanámskeið ásamt hraðnámskeiði í rötun með snjalltækjum (uppselt er í rötunarnámskeið). Að auki munum við halda í apríl hið sívinsæla fagnámskeið í skyndihjálp í óbyggðum, Wilderness First Responder, í samstarfi við NOLS USA.

Snjóflóða- og fjallaskíðanámskeið

Hnitmiðað snjóflóða- og fjallaskíðanámskeið í tveimur hlutum. Farið yfir allt það helsta í snjóflóðavörnum og hvað þarf að hafa hugfast á fjallaskíðum. Námskeiðið skiptist í kvöldfyrirlestur og svo verklegan dag á fjöllum í nágrenni Reykjavíkur.

Jöklanámskeið fyrir fjallaskíðafólk

Jöklanámskeið fyrir fjallaskíðafólk, sniðið að þörfum reyndra fjallaskíðaiðkenda sem vilja teygja sig lengra og skíða leiðir á jöklum. Námskeiðið samanstendur af kynningarkvöldi og tveggja daga útikennslu á jöklum.

Wilderness First Responder

10 daga fagnámskeið í skyndihjálp í óbyggðum. Wilderness First Responder er alþjóðlega viðurkennt fagnámskeið í skyndihjálp fyrir leiðsögumenn og aðra fagaðila í ferðamennsku. Námskeiðið er kennt á ensku af sérþjálfuðum leiðbeinendum NOLS Wilderness Medicine og byggir á fyrirlestrum og verklegum æfingum. 

Bóka ferð

Bókaðu hér gjafabréf í námskeið með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum

Currency Settings

Choose your currency

Please note that our currency exchange rate is taken from the Icelandic Central Bank and might differ slightly from your bank's currency rate. Additionally, all charges are made in Icelandic Krona (ISK).

Select currency:

Iceland Rovers - Search

Looking for something special?

Skráðu þig á póstlista Íslenskra Fjallaleiðsögumanna!

* verður að vera útfyllt

Hafa samband

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.