Gjafabréf í námskeið
Verð frá
6000 kr.
Lengd ferðar
3 klst.
Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða upp á úrval námskeiða í útivist og almennri fjallamennsku. Einkunnarorð okkar eru öryggi og fagmennska og á námskeiðunum okkar öðlast þátttakendur færni til að ferðast örugglega í fjalllendi, bæði á skíðum og fótgangandi.
Gjafabréf í útivistarnámskeið er tilvalin gjöf, bæði fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í fjallamennsku eða vilja auka við þekkingu sína.
Veturinn 2020-21 leggjum við áherslu á fjallaskíðun og bjóðum upp á tvö ný fjallaskíðanámskeið ásamt hraðnámskeiði í rötun með snjalltækjum (uppselt er í rötunarnámskeið). Að auki munum við halda í apríl hið sívinsæla fagnámskeið í skyndihjálp í óbyggðum, Wilderness First Responder, í samstarfi við NOLS USA.
Snjóflóða- og fjallaskíðanámskeið
Hnitmiðað snjóflóða- og fjallaskíðanámskeið í tveimur hlutum. Farið yfir allt það helsta í snjóflóðavörnum og hvað þarf að hafa hugfast á fjallaskíðum. Námskeiðið skiptist í kvöldfyrirlestur og svo verklegan dag á fjöllum í nágrenni Reykjavíkur.
Jöklanámskeið fyrir fjallaskíðafólk
Jöklanámskeið fyrir fjallaskíðafólk, sniðið að þörfum reyndra fjallaskíðaiðkenda sem vilja teygja sig lengra og skíða leiðir á jöklum. Námskeiðið samanstendur af kynningarkvöldi og tveggja daga útikennslu á jöklum.
Wilderness First Responder
10 daga fagnámskeið í skyndihjálp í óbyggðum. Wilderness First Responder er alþjóðlega viðurkennt fagnámskeið í skyndihjálp fyrir leiðsögumenn og aðra fagaðila í ferðamennsku. Námskeiðið er kennt á ensku af sérþjálfuðum leiðbeinendum NOLS Wilderness Medicine og byggir á fyrirlestrum og verklegum æfingum.